Litli Bergþór - 01.06.2021, Page 67
Litli-Bergþór 67
„Það lenti í mínum arfshlut að eiga og halda utan
um þessar merku gjafir sem hún og Smári færðu
henni mömmu. Húsið er smíðað af Smára sjálfum,
þeim mikla hagleiks manni. Átti það að vera
nokk uð nákvæm eftirmynd af gamla Hólabænum,
eins og hann var er þau komu að Hólum þar til
þau seinna byggðu upp önnur hús. Það er líka
svo skemmtilegt, er maður lyftir húsinu upp og
ofan af, þá blasa við innanstokksmunir og hvernig
hagaði til að innanverðu jafnt hjá mönnum og
skepn um, en eins og sést var innangengt í fjósið“,
segir Ingibjörg sem nú er sest niður með stóra og
mikla Biblíu er þau höfðu einnig fengið móður
hennar að gjöf. Þar má sjá handskrifaðar glósur á
spás síu bók arinnar eftir Sigríði.
Að baki Ingbjargar má einnig sjá málverk er
löng um skreytti gömlu stofuna hjá móður henn ar
í Kjarnholtum. Svartárbrú í forgrunni og Skriðu
felli ásamt jöklum í bakgrunni. Á verkið er áritað
Matthías 1954.
„Það var óskaplega gaman að koma upp að
Hól um og við eldri krakkarnir, ég og Gísli bróðir,
lék um okkur þar oft og áttum á þessum bæjum
í ágætri vináttu alla tíð eins og mæður okkar“,
seg ir Ingibjörg og fer varfærnum höndum um og
pakkar aftur af alúð niður ævafornum gjöfunum
frá þeim Hólafeðginum.
Einar Gíslason yngri í Kjarnholtum.
Heimildir:
1. Sunnlenskar byggðir I, 1980.
2. Byggðasafn Árnessýslu. Kaupsamningur.
3. Byggðasafn Árnessýslu. Kaupsamningur.
4. Hljóðupptaka í fórum höf. Viðtal við Einar G.
5. Byggðasafn Árn. Leigusamningur.
6. Inn til fjalla III. Manntal.
7. Litli-Bergþór, 1. tölublað (01.06.2013)
timarit.is. 70 ára vera Hauks Daðasonar í
Biskupstungum.
Líkan af gamla Hólabænum.
Ingibjörg Einarsdóttir. Glósur Sigríðar á spássíu.