Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 6
Ég réði mig á síðutogarann Norðlend- ing ÓF-4 um áramótin 1959. Togar- inn var keyptur 26. mars 1955 frá Vest- mannaeyjum af þremur byggðarlögum: Sauðárkróki, Ólafsfirði og Húsavík. Stofnað var hlutafélagið Norðlendingur h/f. og heimahöfn ákveðin á Ólafsfirði. Var skipið skírt Norðlendingur ÓF-4 en af gárungum alltaf kallað „Óli Hús- krókur“. Smalað um borð Kaupin áttu að lífga upp á atvinnulífið í byggðarlögunum. Upphaflega hét skipið Bjarnarey VE-11, eitt af svokölluðum nýsköpunartogurum sem ríkisstjórn Ís- lands samdi um smíði á árið 1945 í Eng- landi og seldi bæjarútgerð Vestmanneyja 1947. Skipið var 660 brúttólestir með 1000 ha þriggja þjöppu gufuvél. En rekstur skipsins gekk ekki sem skildi. Hinn 7. febrúar 1953 fór fram nafna- breyting á skipinu. Var það þá skírt Vil- borg Herjólfsdóttir VE-11 og vonaðist út- gerðin til að það fiskaðist betur á hið nýja nafn, en ekki var því að heilsa og því ákveðið að selja skipið. Skipið var í höfn á Akureyri er ég fór um borð. Hermann bróðir minn hafði verið 3. vélstjóri á skipinu og tók ég við plássinu hans. Skipstjóri var Kristján Gíslason á Sauðárkróki og fyrsti vélstjóri Stefán Valdimarsson frá Vallanesi í Skagafirði. Hann réði mig á skipið. Lagt var af stað frá Akureyri fyrstu dagana á nýju ári. Var ferðinni heitið til Reykja- víkur. Þar fór skipið í slipp til að láta hreinsa víradrasl úr skrúfunni. Það var ófögur sjón að sjá skipið í slippnum. Það var hægt að telja böndin alveg aftur fyrir bóga, því byrðingurinn var dældaður inn á milli banda. Auðséð var að skipið hafði marga sjóanna barið. Í Reykjavík átti svo að taka Færeyinga sem búið var að ráða og von var á til landsins með ms. Drottningunni. En þegar til Reykjavíkur kom fréttist að Færeyingar væru komnir í verkfall og heimtuðu betri kjör á íslensku fiskiskip- unum. Aðeins einn maður kom frá Fær- eyjum, Óli Færeyingur eins og við köll- uðum hann en hann var víst ráðinn á annað skip en komið með hann dauða drukkinn frá borði Drottningarinnar og vissi ekki neitt í þennan heim fyrr en út á sjó á leið á Nýfundnalandsmið. Nú var togaranum lagt á ytri höfnina og brugðið á það ráð sem ég heyrði á þessum árum að hefðu verið viðhöfð, að fá leigubíl- stjóra með birgðir af víni til að smala saman mönnum sem til náðist af götum Reykjavíkur í túrinn og hafnsögubátur- inn flutti þá jafnóðum um borð. Flestir vissu ekki af sér fyrr en á leið á Ný- fundnalandsmið. Ekki tókst að full- manna í áhöfnina svo sem samningar buðu en látið duga þó að nokkra vantaði í hópinn. Slíkt var ekki óvanalegt á þess- um árum. 6 – Sjómannablaðið Víkingur Alfreð Jónsson Mannskaðaveðrið á Nýfundnalands- miðum 1959 Á brúarvængnum á Norðlendingi. Frá vinstri, Óli Færeyingur, Hermann Jónsson með harmonikkuna og loftskeytamaðurinn Guðbjartur Finnbjörnsson, kallaður „Burri“.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.