Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 29
Sjómannablaðið Víkingur – 29 Það er alkunna, að sjómennskan er ekkert grín. Kuldi, bræla og dauður sjór verða mönnum oft minnisstæðari en það, sem vel fer að lokum. Hér verð- ur sagt frá afl eiðingum brælu og kulda og tilteknum erfi ðleikum, tímabundn- um þó, því allt fór vel að lokum og lifi r í endurminningunni. Það var rétt eftir miðjan sjötta áratug síðustu aldar, á síldarvertíð að sumri, að sá sprettharði silfurfiskur, síldin, valdi sér dvalarstað langt norður af landinu, í köldum sjó. Þar var aflaskipið Snæfell EA 740, en því stýrði Bjarni Jóhannesson og hafði aflakóngstitil. Elsti sonur hans, Baldvin Jóhannes, síðar um áratugaskeið kennari og skólamaður á Akureyri, var sumrungur hjá föður sínum. Sér til skjóls, eins að aðrir um borð, var hann í svellþykkum prjónafötum næst sér. Nú gerði vonda brælu og flotinn leit- aði undan veðri. Snæfellið fór í var við Grímsey. Þetta var á laugardagskvöldi. Baldvin og jafnaldri hans um borð fengu „landvistarleyfi“ og tóku þeir skipsskekt- una og réru í land. Eftir landtökuna kom í ljós, að efna átti til dansleiks í eyjunni. Strákarnir ákváðu að fara, enda bæði söngmenn og dansfífl. Nú er víst afar erfitt að dansa í bússum og því þurfti að verða sér úti um dansskó. Að jafnaði hafa menn ekki með sér danska skó á síld, og því greip Baldvin til þess ráð að fara í útibú KEA á staðum, sem auðvitað var ekki opið. Steinunn Sigurbjörnsdótt- ir, útibússtjóri, varð þó við bón Baldvins og fór með honum í búðina. Ekki var gnægð skótaus í boði og einu skórnir, sem komu til greina voru strigaskór, marglitir. Baldvin notar skó nr. 41, en strigaskórnir voru númer 39, en nú var mikið í húfi og Baldvin keypti skóna, sem voru settir á reikning hans hjá KEA með veði í óveiddri síld. Hann tróð sér berfættur í skóna og stóð það nokkuð á endum, að ef hann kreppti tærnar, svo þær snéru næstum í átt að hælnum, gat hann troðið sér í þá, en þrautir voru nokkrar. Fór við svo búið á nýjum skón- um á ballið. Margmenni var nokkurt, en konur aðeins þrjár. Þegar harmoniku- leikarinn sendi fyrstu tónana út í salinn Snæfellið með risakast á síðunni við Jan Mayen árið 1964. Það nægði til að fylla bæði Snæfellið og Björgvin frá Dalvík. Háfað úr stóra kastinu. Myndin tekin af skipverja á Björgvini EA. BRÆLUBALL Í GRÍMSEY

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.