Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 16
(Stálskip ehf.). Rán gekk víst til 1979–
1980, var þá seldur Ísstöðinni hf. í Garð-
inum og hét Ingólfur GK 42 og var enn
síðutogari. Árið 1984 var Ingólfur seldur
til Ísafjarðar, hét nú Arnarnes, eftir að
miklar breytingar höfðu verið gerðar á
skipinu og sett í það skutrenna. Má því
segja, að síðutogaratímanum hafi lokið í
Garðinum 1984, mjög nærri þeim stað,
þar sem það hófst 80 árum áður. Arnar-
nes var selt til Siglufjarðar 1988, Þor-
móður rammi gerði það út, og þaðan fór
skipið til Mexíkó. Þar er það enn og
heitir Capasa-I og er gert út á línu. Upp-
haflega enskur dísieltogari, sem strand-
aði við Arnarnes í Ísafjarðardjúpi, en
náðist út og var gerður upp, reyndist
happaskip, gerður út frá Hafnarfirði og
nefndur Rán eins og áður sagði. Þetta er
í stuttu máli lífshlaupið á sjónum. Það
spannaði nær 30 ár. Einhverjum skipum
hefur verið sleppt, víkjum kannski að
því seinna, þegar við athugum þetta
nánar.
Mættu um borð í jakkafötum,
í hvítri skyrtu og með hálsbindi
Ólafur: Þegar Guðmundur Jónsson,
skipstjóri í Hafnarfirði, var að byrja til
sjós um 1960, þá segir hann, að ástandið
hafi einkennzt af því, að „... helzt engir
fengust um borð í togara nema sæmi-
legar fyllibyttur.”5 Og ekki fer Tryggvi
Ófeigsson fögrum orðum um þetta lið,
sem mannaði síðutogarana eftir 1950 og
til loka. Allt er það þó almennt orðað, og
engin mannanöfn nefnd.6
Benedikt: Þetta var önnur veröld,
þegar menn gengu í jakkafötum með
bindi og voru í hvítri skyrtu og mættu
svoleiðis um borð og skiptu þar um föt
og fóru úr sparigallanum. Menn vildu
vera snyrtilega klæddir í landi og komu
með vinnufötin með sér í pokanum. Svo
fór þetta að breytast smám saman. Þá var
ein áhöfn, en nú er gjarnan ein og hálf.
Menn fara tvo túra og eiga frí í einn túr.
Nú er erfiðara að fá pláss en var. Þeir
velja unga menn, séu menn komnir yfir
fertugt, er það mjög erfitt. Trollin eru
einfaldari, dregin upp í einni rennu, tog-
kraftur margfaldur. Allt önnur vinnu-
brögð, og fækkað hefur í áhöfn. Loft-
skeytamannastéttin dó út með síðu-
togurunum, skipstjóri og stýrimenn sjá
um þetta núna, brúin er eitt tækjasafn.
Bræðslumaðurinn (grútarkarlinn) er
löngu farinn, en bátsmaður og netamenn
eru enn í fullu gildi, og margt getur
„óklárast“ á dekki eins og forðum.
Þó nokkuð var að komast inn í þetta,
sérstaklega að komast inn í trollið, skilja
uppbygginguna á því. Öll þessi reynsla
er farin að gleymast eftir 1975. Á hana er
lítið minnzt, en meira talað um, að
þessir sjómenn hafi alltaf verið fullir,
sáust ekki öðruvísi en fullir, fóru um
borð fullir. Jú, oft var það. Gætu samt
hafa verið reyndustu mennirnir, þegar til
átti að taka, þoldu þetta vel. Ef vínlykt
finnst núna af manni, þá fer hann ekkert
þann túr, ekki flóknara en það.
Þeir viðurkenndu það nú, mestu
þrælahöfðingjarnir, að eftir að vökulögin
komu (1921), þá hafi afköstin margfald-
ast hjá mannskapnum. Lengi hjálpuðu
Færeyingar togaraflotanum, þegar erfitt
var orðið að manna hann reyndum
mönnum hér heima. Við vorum svolítið
sárir út í Færeyingana; þeir fengu sömu
krónutölu í kaup og við, en í dönskum
krónum, og gengið var 1 á móti 5; það
þýddi fimmfalt hærra kaup. Ágætir
karlar; nokkuð rólegir í tíðinni margir
þeirra.
Menn fóru að þéna meira á bátunum,
á góðum bátum. En svo hvarf síldin, og
þeir þurftu að fara að vinna fyrir skött-
unum. Skattarnir voru borgaðir eftirá.
Það setti margan á hausinn, þegar síldin
hvarf. Kannski búnir að koma sér upp
húsi og bíl á tveimur árum; ekkert var
tryggt í þessum atvinnumálum.
Netafiskur er annað en togarafiskur.
Almennt er netafiskurinn lélegri. Verið
var að draga netin 2ja til 3ja nátta, þá
var fiskurinn löngu steindauður og
farinn að morkna, voru með allt of
margar trossur.
Ólafur: Vökulögin 1921 tryggðu 6
klst. hvíld á sólarhring við veiðar, lengt í
8 klst. 1928. Það tók nær áratug, frá því
að Ísleifur Högnason bar árið 1942 fram
frumvarp um 12 klst. hvíld og 12 klst.
vinnu á sólarhring, þar til það var sam-
þykkt og þurfti í lokin margra vikna
verkfall sjómanna til að koma núverandi
fyrirkomulagi á. Kjörnir fulltrúar þjóð-
arinnar á Alþingi höfðu ekki gert annað
en þæfa málið og kæfa (flytja þurfti
frumvarpið 10 sinnum). Og 5 ár þurfti í
viðbót, eða til 1955, til að fá þetta lög-
fest. Borið var við, að fjölga þyrfti svo í
áhöfn, að ekki væri pláss um borð fyrir
allan mannskapinn.7
Á þessum árum sagðist ónefndur út-
gerðarmaður á hinn bóginn hafa það
eftir togaraskipstjóra, að gott hafi verið,
ef náðist að manna spilið.
Benedikt: Að fiska með botnvörpu á
síðutogara var flókinn veiðiskapur. Það
gerðu ekki viðvaningar, heldur samæfður
hópur margra manna, og margt gat farið
úr lagi, óklárast. Er hann ekki að gagn-
rýna sjálfan sig þarna? Voru togaraút-
gerðarmenn, þegar hér var komið, sam-
keppnisfærir? Kvartar undan því að fá
ekki menn, farnir á bátana, nýju stál-
bátana með kraftblökkir, betri vistarver-
ur, og þar var meira upp að hafa. Hann
bar sig þó enn nokkuð vel útgerðar-
maðurinn á fundi hjá F.Í.B., þegar þeir
voru að barma sér þessir bæjarútgerðar-
menn. Þá stóð hann allt í einu upp og
sagði: „Heyriði drengir, ef þið eruð í van-
dræðum með togarana ykkar, látið mig
þá bara vita,“ – og með það labbaði hann
út.
Haukur: Tryggvi Ófeigsson var brjál-
aður út í allar bæjarútgerðir, tómir kom-
múnistar, sem ráku þær. Sagði óspart
sögur af vinnulaginu þar.
Ólafur: Hann lærði að fiska og gera
út togara hjá Hellyer-bræðrum í Hull,
Gyðingunum, var sjálfur togaraskipstjóri
til margra ára, fór í land 1939, þegar
stríðið byrjaði. Menn jöfnuðust ekki á
við hann. Tryggvi vissi það. En sumir
höfðu samt verið á togurunum frá því
fyrir stríð, sigldu á úrsérgengnum ryð-
kláfum á stríðsárunum eins og Stebbi
Olsen, kyndari, keyrður niður í Fleet-
wood af Bretum, skotinn niður á Faxa-
flóa af Þjóðverjum, hélt enn áfram á
togurum eftir stríð og eftir 1950; aldrei
bindindismaður, þrælaði engum út nema
sjálfum sér, hvorki til sjós eða úr öruggu
sæti í landi.8 Hversu margir voru líkir
honum á 5., 6. og 7. áratugnum? Að
undrast og fordæma, þegar áralangt strit
hefur sett mark sitt á menn á þessum
ryðdollum, þar sem festa í botni gat rifið
upp vírrúllu á dekki, og togvírinn klippt
í sundur hvern, sem fyrir varð.
Benedikt: Útgerðarmaðurinn beygir
framhjá þessu. Hann hælir þeim, sem
hófust til mannvirðinga og mannaforráða
eins og hann sjálfur gerði, og þeir stóðu
fyllilega undir því. En þá gengu líka
sögur, að trollað væri upp í landsteina og
kartöflugarða, uppí Gróttu, togari strand-
aði í fjöru með trollið úti; notaðar væru
tvær gerðir togvíra, landhelgisvírar,
16 – Sjómannablaðið Víkingur
Haukur (t.v.) og Benedikt Brynjólfssynir:
„Það átti að sjanghæja okkur bræðurna um borð í
Pétur Thorsteinsson. Við þáðum drykk en stukkum
svo upp á bryggju á síðustu stundu. Fengum okkur
aftur í glösin og tókum þessa mynd í myndasjálf-
sala sem þá var í miðbænum, nærri Kirkjuhvoli
minnir mig.“