Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 36
36 – Sjómannablaðið Víkingur Dómnefnd norænu keppninnar ákvað að veita tveimur myndum heiðurssæti en án verðlauna. Önnur var eftir Tryggva Sigurðsson vélstjóra á Frá VE en hina myndina átti Finninn Elisa Pihkala mótormaður á m/s Fjärdvägen. Árleg ljósmyndakeppni Sjómannablaðsins Víkings er nú í fullum gangi og er skilafrestur á myndum til 30. nóvember n.k. Þátttakan hefur aukist jafnt og þétt í gegnum árin og höfðu aldrei fl eiri ljósmyndarar tekið þátt í keppninni en á síðasta ári. Reglur keppninnar eru mjög einfaldar eða sú eina að ljósmyndarinn hafi verið til sjós. Myndir mega bæði vera af sjónum og úr landi og efniviðurinn er hverjum frjáls. Ljósmyndirnar geta verið á stafrænu formi eða hverju öðru prentuðu formi. Skyggnur eru einnig gjaldgengar. Ekki er þörf á fyrir þá sem skila myndum á stafrænu að láta prentaðar myndir fylgja með. Dómnefnd Sjómannablaðsins Víkings er skipuð þremur mönnum sem velja þrjár myndir sem hljóta verðlaun blaðsins auk tólf annarra mynda sem síðan halda áfram og taka þátt í norrænni ljósmynda- keppni sjómanna. Á síðasta ári var norræna keppnin haldin hér á landi og komst mynd Guðmundar St. Valdimars- sonar, bátsmanns á varðskipinu Ægi, í annað sæti keppninnar. Norræna keppnin verður haldin í Kaupmannahöfn í febrúar n.k. en þar keppa til verðlauna sjómenn frá öllum Norðurlöndunum. Verðlaunasætin í þeirri keppni eru fimm en keppnin hefur verið mjög hörð í gegnum tíðina enda mikið af skemmtilegum myndum sem teknar eru úti á sjó. Hafa skal í huga þegar ljósmyndir eru sendar inn til keppninnar að sá sem sendir hana inn verður að vera sá sem ýtti á afsmellarann á myndavélinni. Allar ljósmyndir skulu merktar ljósmyndara auk þess sem þeim skal gefið nafn. Með hverri mynd þarf að vera örstutt lýsing á myndinni þar sem henni er gefið nafn sem og hvar og hvenær hún var tekin. Þá skulu vera upplýsingar um á hvaða skipi ljósmyndarinn var. Mikilvægt er að senda mynd- irnar í sem mestri upplausn. Sjómannablaðið Víkingur áskilur sér rétt til að birta hverja þá mynd sem tekur þátt í keppninni án endurgjalds í blaðinu. Það sama á einnig við um þau norrænu velferðartímarit sjómanna, sem eru aðilar að keppninni, varðandi birtingarétt án endur- gjalds. Hvetjum við ykkur enn og aftur til dáða bak við myndavélina en myndir skulu sendar stafrænt á iceship@heimsnet.is en á pappírs- eða diskaformi til Sjómannablaðsins Víkings merkt: Sjómannablaðið Víkingur, Ljósmyndakeppni 2010 Grensásvegi 13 108 Reykjavík Látið nú hendur standa fram úr ermum og missið ekki af keppninni í ár! Ljósmyndakeppni sjómanna 2010

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.