Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 30
30 – Sjómannablaðið Víkingur spratt Baldvin upp og valhoppaði á nýjum skónum til fallegustu stúlkunnar, hneigði sig kurteislega og spurði hana hvort hún vildi dansa. Það vildi hún, enda pilturinn glæsilegur. Í þá daga var dansað í spyrpum, þrír dansar í einu og var þá dömunni skilað með þakklæti. Baldvin sá í hendi sér, enda stærðfræð- ingur góður, að ef eftir slíku kerfi væri farið, ætti hann von um annan dans rétt við blálok ballsins. Nú var það ráð eitt, og það tók Baldvin, að skila stúlkunni ekki við syrpulokin, heldur framlengja upphafsboðið. Það tókst, enda Baldvin skemmtinn í besta lagi, þrátt fyrir sárar kvalir í tánum, en eins og allir vita, skal mikið til mikils vinna. Ekki hlaut hann vinsældir annarra herra á ballinu, en þar eð þetta var skemmtun án áfengis, slapp hann fyrir horn. Að loknum dansleik, fylgdi Baldvin dömunni til hennar heima, kvaddi hana riddaralega við garðhliðið og réri síðan draghaltur á nýjum skónum til skips. Sagnir herma, að þar sem hann dans- aði heilt ball í föðurlandinu, hafi vart verið þurr þráður á piltinum, enda dans- að bæði vals, polka og Óla skans, og staðfest er, að næstu dagana hoppaði Baldvin um Snæfellið, kvölum kvalinn, en í sæluvímu hið innra. (Bernharð Haraldsson skráði eftir lauslegri frásögn Baldvins sjálfs.) Góður afl i kominn að landi í Krossanesi. Snæfellið að landa í Krossanesi eftir góðan túr 1959.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.