Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 43
Allt frá því Hannes Hafstein tók við ráðherratign, fyrstur
Íslendinga, í febrúar 1904 og þar til Einar Arnórsson
baðst lausnar frá ráðherraembættinu í janúar 1917 var aðeins
einn ráðherra yfi r Íslandi hverju sinni; Hannes fyrstur, þá
Björn Jónsson, Kristján Jónsson, Hannes aftur, Sigurður
Eggerz og seinast Einar.
Það verður því að sama skapi athyglisverðara að seinasti
ráðherrann í þessari „einmenningsröð“, Einar Arnórsson úr
Grímsnesi, settist á ráðherrastól fyrir hreinan misskilning. Að-
dragandinn var sá að Sigurður Eggerz hafði sagt af sér á vor-
dögum 1915 og stóð í miklu stappi með Íslendingum og Dön-
um, sem var reyndar ekki ný bóla, og vildi konungur ekki
fallast á þær breytingar er Íslendingar vildu gera á stjórnar-
skránni.
Greip konungur þá meðal annars á það ráð að boða á sinn
fund þá Einar Arnórsson prófessor, Guðmund Hannesson
prófessor og Svein Björnsson lögmann. Þegar þremenningarnir
komu heim aftur frá kóngsins Kaupinhafn, eftir viðræðurnar
við konung, höfðu þeir í farteskinu tillögu að lausn þrætunnar.
Voru þær ræddar fram og til baka á ótal fundum, sumum mjög
leynilegum.
Meðan á þessum fundarhöldum stóð voru þremenningarnir í
skeytasambandi við einkaritara konungs og skrifuðu þá jafnan
eftirnöfn sín undir í stafrófsröð. Vegna stríðsins voru símskeyt-
in á ensku sem hjálpaði ekki upp á sakirnar. Svo kom að
þremenningarnir sendu skeyti þar sem þeir buðust til að gera
tillögu um ráðherraefni ef konungur hefði engan ákveðinn í
huga. Kviknaði þá misskilningurinn því að í niðurlagi skeytis-
ins var svo komist að orði „ ... if considered necessary we will
propose Arnorsson Bjornsson Hannesson.“
Þetta skildu þeir í konungsgarði svo að tveir hinna síðar-
nefndu væru að stinga upp á „Arnorsson“ sem ráðherra. Var
því Einar Arnórsson skipaður ráðherra Íslands og gegndi því
embætti frá 4. maí 1915 til 4. janúar 1917.
Ráðherra fyrir misskilning
Kristján X var konungur
Danmerkur þegar þessi furðulegu
ráðherraskipti urðu. Hér fer hann
ríðandi um götur Kaupmanna-
hafnar árið 1940. Honum var
þá þegar heldur í nöp við
Íslendinga og ekki átti
það eftir að batna 1944.
Sjómannablaðið Víkingur – 43