Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 33
Sjómannablaðið Víkingur – 33
DFDS Logistics. Eimskip ætti að taka sína fyrrum samstarfsaðila til
eftirbreytni því eitthvað virðist vanta upp á að skip félagsins séu í
sama stílnum eins og t.d. kranar, möstur og svínahryggir.
Afrek áhafnar
Það voru þreyttir skipverjar, á gámaskipinu Charlotte Mærsk, sem
bundu skip sitt við bryggju í Tanjung Pelepas sunnudaginn 18. júlí
s.l. Þá voru þeir búnir að berjast við elda í 150 gámum um borð í
skipi sínu og hafði bardaginn staðið yfir í 11 sólarhringa. Eldurinn
kom upp í gámum á þilfari en þrátt fyrir það voru erfiðleikarnir
bundnir við elda sem geysuðu inni í gámunum sjálfum. Til að ráða
niðurlögum eldsins notuðu þeir sérstakan háþrýstibúnað, Cobra,
þar sem þeir skáru upp gámanna með vatnsþrýstingi til að geta
slökkt inni í gámunum. Vegna hins mikla hita gerðu skipverjarnir
sér grein fyrir því að þéttingar lestarlúga myndu gefa sig í hitanum
og til að koma í veg fyrir að fá vatn í lestar við slökkvistörfin var
skipinu gefin slagsíða svo það rynni sjórin af skipinu. Þegar skipið
kom að bryggju varð mönnum ljóst að áhöfnin hafði unnið krafta-
verk og talið að ekki tæki nema mánuð að gera við skipið og koma
því aftur í áætlun. Útgerðin bauð áhöfninni að fara heim í frí en
aðeins fáir þáðu það og vildu bara halda áfram með sína törn eins
og ekkert hefði í skorist.
Tímamótadómur
Nýlega gekk dómur í máli sem höfðað var fyrir breskum dómstólum
um það hvort skip, sem félli í hendur sjóræningja, teldist falla úr
leigu meðan það væri í sjóræningjahöndum. Málið snérist um stór-
flutningaskipið Saldanha sem lenti í höndum sómalskra sjóræningja
22. febrúar og tóskt ekki að fríja skipið fyrr en 25. apríl. Leigan var
í samræmi við New York Produce Exchange leiguformið og vildi
farmeigandi túlka samninginn á þann veg að leiga félli niður í slík-
um tilfellum. Ekkert er minnst á sjórán í þessu leiguformi en farm-
eigandinn vildi meina að orðalag sem sagði að ef skipið gæti ekki
siglt vegna annarra orsaka (any other cause) en tilteknir voru í
samningnum þá hlyti ákvæðið að taka til sjórána. Þessu hafnaði
dómstóllinn og var niðurstaða hans að þetta orðalag tæki á engan
hátt til sjórána. Með þessum dómi er komin niðurstaða í mikla
óvissu sem ríkt hefur í þessum efnum og ef farmeigendur vilja kom-
ast hjá að borga, lendi skipið í höndum sjóræningja, verða þeir að
bæta ákvæði inn í leiguformið til að tryggja sig.
Fækkun sjórána
Það eru þó gleðifregnir, varðandi sjóránin, að á fyrstu sex mánuðum
þessa árs voru sjóránin 20% færri en á sama tíma árið 2009. Haf-
svæðið undan Sómalíu trónir enn í efsta sæti yfir hættulegustu haf-
svæðin en þá hafa einnig sómalskir sjóræningjar sótt í sig veðrið og
eru farnir að herja á Indlandshafi. Notast þeir þá við móðurskip til
að stunda iðju sína þar. Þá er suðurhluti Rauðahafs orðinn að
hættusvæði þar sem sjórán hafa farið vaxandi. Herskip sem hafa
verið skipum til verndar á svæðunum hafa, að mati manna, haft
þessa jákvæðu breytingu í för að sjóránum fækkar. Á fyrri helming
ársins 2010 hefur einn sjómaður verið drepinn, 16 særðir og 597
verið teknir til gíslingar. Samið var um lausn á 31 skipi, skotið var á
48 skip en sjóræningjum tókst að komast um borð í 70 skip.
Færeyska alþjóðaskráning skipa
Mikill vöxtur hefur verið á færeysku alþjóðaskipaskráningunni að
sögn Vilhjálms Gregoriussonar forstöðumanns skráningarinnar. Á
síðasta ári komu 17 skip undir fánann og voru flest þeirra frá Sví-
þjóð og Noregi. Meðal þeirra voru sex nýleg tankskip. Fjörutíu og
sjö skip voru á þessari skipaskrá í lok júní og hafa menn litið á
þessa skipaskráningu sem viðbótarstyrk við efnahag þjóðarinnar og
stuðningur við þverrandi tekjur af fiskveiðum. Þann 1. júní s.l. var
alþjóðaskipaskráningin og færeyska siglingamálastofnunin sameinuð
en ekki hefur, þegar þetta er skrifað, verið fundið nafn á hina nýju
stofnun né hver muni fara með stjórnartauminn þar á bæ. Nú stefna
Færeyingar á að staðfesta fleiri ILO samþykktir til að geta verið
samkeppnisfærir með siglingafánann sinn. Hver er svo staðan hjá
okkur þegar Færeyingum gengur svo vel? Nákvæmlega engin þar
sem ASÍ lagðist gegn frumvarpi sem hefði geta gert íslenska
alþjóðaskipaskráningu að veruleika.
Kraftur í Færeyjum
Nú eru hafin borun eftir olíu á færeyska landgrunninu. Færeyingar
hafa undanfarin ár verið að undirbúa að takast á við þessi nýju
verkefni. Eitt af því var sannarlega að koma á alþjóðaskráningu en
einnig hafa fiskiskipaútgerðir snúið sér í auknu mæli að gera einnig
út hjálpar- og aðstoðarskip fyrir olíuiðnaðinn. Gera menn sér ljóst
að innan fárra mánaða gæti olía verið farin að streyma upp úr hafs-
botninum og þar með gildnar færeyski landskassinn umtalsvert. Ein
útgerðanna, Thor Offshore, gerir út átta togara og 15 aðstoðarskip.
Það er því ljóst að hér er eftir miklu að slægjast fyrir fiskiskipaút-
gerðir og því eðlilegt að íslenskar útgerðir, sem stjórnvöld vilja taka
kvótan af, snúi sér á ný mið. Önnur útgerð, Supply Service, hefur
nýlega fengið afhent fullkomið hjálparskip sem smíðað var í Noregi
og er annað stærra skip í smíðum fyrir þá. Fyrir eiga þeir rækjutog-
ara og einn togara sem þeir gera út til skemmtisiglinga með ferða-
menn. Þriðja útgerðin, Tyr Shipping Management, er með útgerð-
arstjórnun á tveimur skipum og getur boðið upp á fjölda sérhæfðra
skipa fyrir olíuiðnaðinn sem þeir sæju um útgerðarstjórnun á.
Hyggja þeir á nýsmíði fyrir olíuiðnaðinn. Fyrrum forstöðumaður
færeysku siglingamálastofnunarinnar, Óle Hans Hammer Olsen, er
forstjóri Tyr Shipping en áður fyrr stundaði hann sjó frá Hornafirði.
Það er ljóst að mikið gengur á í Færeyjum en spurningin er sú hvort
við verðum nokkurn tíma tilbúin í þennan slag þar sem mikið
vantar upp á að unnt sé að tryggja slíkan útgerðarrekstur undir ís-
lenskum fána. Nú þýðir ekki lengur að bíða heldur verða stjórnvöld
að taka slaginn og undirbúa jarðveginn til að afleiðustörf olíuleitar
og vinnslu falli ekki í hendur útlendinga.
Mikill vöxtur er í olíuiðnaðinum í Færeyjum en hér sjáum við nýjasta aðstoðar-
skip þeirra fyrir olíuborpalla, Eldborg. Ljósmynd Sverri Egholm.