Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Qupperneq 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Qupperneq 9
Sjómannablaðið Víkingur – 9 en Sigríður var ákveðin og fékk Eirík til að koma með sér. Þau drifu sig því heim fyrr en ætlað var. Þegar þangað kom var ástandið ekki gott. Gamla konan hafði háttað þegar hún var búin að koma börnunum í rúmið og sofnað. Þegar hjónin komu heim var gamla konan vöknuð og gekk um húsið í mikilli geðshræringu, taut- andi um að hún sæi að Norðlendingur væri að farast. Í þessu ástandi var hún alla nóttina. Undir morgun róaðist hún og sagði að nú væri allt í lagi, Norðlend- ingur væri úr hættu. Hjónin héldu að þetta væri eitt óráðskastið eins og hún hafði fengið áður, en allt passaði með tíma og veruleika er Stefán kom heim og sagði frá atvikum. Hvernig gat gamla konan fylgst með atburði í órafjarðlægð? Það verður víst aldrei skýrt. Er þetta ekki það sem kallað að vera sjáandi? Þegar við komum heim, var trollinu kastað við hraunkantinn hjá Eldey. Þar fengum við slatta af ýsu en lentum svo í festu og töpuðum trollinu. Þá var farið á Patreksfjörð og fengið troll með togara frá Reykjavík sem var á leið á Halamið. Er búið var að slá trollinu undir var farið út á Vestfjarðarmið og trollinu kastað. Ekki var búið að toga nema korter til tuttugu mínútur er komið var suðvestan ofsaveður. Lentum við í miklu basli að ná trollinu inn og sjóbúa. Menn voru oft og tíðum á kafi í sjó við lunninguna við að sjóbúa trollið. Þetta var veðrið sem grandaði vitaskipinu Hermóði með tólf manna áhöfn við Reykjanes 18. febrúar. Ekki verður feigum forðað Nú var leitað hafnar á Flateyri og legið þar uns veðrið gekk niður. Er við vorum búnir að binda skipið við bryggju sett- umst við inn í matsal, fengum okkur kaffi og spjölluðum saman. Einn háset- inn hét Gísli Gíslason frá Akranesi, alveg hörkunagli. Það var eins og kuldi biti ekki á hann, alltaf léttklæddur við vinnu um borð, við hvaða aðstæður sem var. Segist hann nú munu fara af skipinu um leið og við komum næst á Sauðárkrók. „Úr því að við sluppum úr manndráps- veðrinu við Nýfundnaland þá fer ég ekki að drepa mig hér heima við landstein- ana.“ Hann stóð við orð sín og fór af skipinu er við komum næst á Sauðár- krók. Hann átti kærustu á Hofsósi og fór til hennar. Búið var að gera margar at- rennur til að ná honum um borð, því þetta var harðasti og duglegasti hásetinn á skipinu, en allar tilraunir mistókust. Hann réði sig svo um haustið á mótor- bátinn Svan á Hofsósi og fórst með hon- um ásamt tveimur öðrum hinn 9. nóv- ember þá um haustið í norðvestan áhlaupi. Báturinn lenti upp í fjöru neðan við Hofsósþorpið. (Þar sannaðist mál- tækið að ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið.) Stýrimaðurinn fyrir borð – óhappaannáll Norðlendings – Þegar við komum inn á Flateyri eftir ofsaveðrið var enn bara einn björgunar- bátur á skipinu. Hinn lá ennþá brotinn í davíðunum. Ég hafði þá orð á því við skipstjórann að við værum enn bara með annan bátinn. Skipstjóri sagði að einn bátur gæti tekið allan mannskapinn og spurði hvort ég væri hræddur? Ég hvað það ekki skipta máli, en það væri lág- markið að geta bjargað sér frá borði í logni. Þetta varð samt til þess að skip- stjóri fékk lánaðan bát áður en við fórum á Grænlandsmið, minni bát sem bundin var niður á bátadekkið. Í það skipti upp- lýsti skipstjóri að það væru reyndar til gúmmíbjörgunarbátar á skipið, en þeir væru í geymslu á Akureyri. Þessir bátar komu aldrei um borð á meðan ég var þar, a.m.k. ekki svo ég yrði var við. Í þessum túr á Vestfjarðamiðum náðum við þokkalegum afla sem landað var á Sauðárkrók. Þá var enn ekki bráðn- aður allur ís af skipinu og þurftu kallanir í löndunargenginu margt að spyrja um þessa löngu og viðburðaríku sjóferð. Síðan fórum við næsta túr til Grænlands, tókum þar eitt hal af stórum en grind- horuðum þorski, trollið var nánast fullt. Það óhapp vildi til að fyrsta stýrimann tók út vegna einhverra mistaka við að taka trollið inn. Hann náðist þó lifandi seint og um síðir. Annar stýrimaður batt sig í tóg, fór með enda á öðru tógi og batt um stýrimann og voru þeir svo dregnir um borð. Var hann orðinn stífur af kulda og mjög dasaður. Farið var með hann inn í matsal, hann klæddur úr hverri spjör síðan lagður á annað mat- borðið og nuddaður með grófum hand- klæðum þar til honum hlýnaði. Hann var svo kominn til vinnu eftir tveggja eða þriggja daga hvíld. Trollið var nú híft um borð, fiskurinn slægður og ísaður í lest. (seinna sá ég að þessi fiskur var hengdur upp í hjalla á Sauðárkróki og verkaður í skreið) Svo var haldið heim á Vestfjarðarmið og veitt þar um veturinn, aflanum landað ýmist á Sauðárkróki, Húsavík eða Ólafsfirði. Mjólkurbrúsarnir gleymdust Eitt sinn er við komum á Ólafsfjörð til löndunar vorum við ekki byrjaðir að landa er sjó jós upp á örskömmum tíma og braut yfir bryggjuna. Urðum við að leysa landfestar í flýti og forða okkur út úr höfninni. Það var svo lítill gufuþrýst- ingur á vélinni að lengi mátti ekki milli sjá hvort við kæmust út eða hrektumst upp í sandinn. Við fórum til Sauðárkróks og lönduðum þar, fengum versta veður á leiðinni. Búið var að fara með tóma mjólkurbrúsana út á dekk á Ólafsfirði til að taka mjólk í næsta túr en í óðagotinu við að komast út úr höfninni á Ólafs- firði gleymdust mjólkurbrúsarnir. Eng- inn mundi eftir þeim fyrr en einhver í brúnni sá fljótandi mjólkurbrúsa í kjölfarinu. Í brúnni, Ingimundur, 1. stýrimaður, og Óli Færeyingur.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.