Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Side 12
I
Á línu frá Hólmavík
Benedikt: Sjómennskan byrjaði á trillum
á Hólmavík með Hans Sigurðssyni. Móð-
ir okkar, Þórunn Benediktsdóttir, flutti
til Hólmavíkur, þegar ég var innan við
fermingu. Ég var þó lítið á Hólmavík.
Fyrsta lögskráningin var á 38 tonna bát
Kaupfélags Steingrímsfjarðar. Hann hét
Brynjar ST 47, gerður út á línu, og ég var
sjóveikur upp á hvern einasta dag. Við
vorum mikið út af Hornbanka, út af
Drangaskörðum og Ófeigsfirði, á
Reykjarfjarðarálnum, fórum langt út,
vatnaði í hálf fjöll eins og sagt var.
Fjórir voru á bátnum, formaðurinn,
mótoristinn, stýrimaður, og hásetinn var
ég. Þórhallur var fyrst með bátinn, svo
tók Benedikt Gabríel Egilsson við. Línan
var dregin á spili, vélstjórinn eða stýri-
maðurinn voru á goggnum eða á rúll-
unni. Blóðgað var og hent ofan í lest.
Þetta var þorskur, steinbítur, ýsa, hlýri,
skata, bara öll flóran eða á maður að
segja fánan, já, jafnvel skötuselur. Fórum
út á kvöldin, lögðum línuna, biðum í 2–
4 tíma og vorum oft að draga um 4
leytið á morgnana.
Í landi voru fimm beitingarmenn,
beittu með smokkfiski, síld eða loðnu. Í
hverjum bala eða bjóði voru 4 línur og
100–120 krókar á hverri línu eða yfir
400 krókar í bjóði. Fengum oft beitu frá
Ísafirði, nóg beita, – að vísu var smokk-
fiskurinn beztur og aldrei nóg af honum.
Löndunarmálin voru aluminiumkassar,
plastið var ekki komið. Við vorum að
landa svona kl. 5 síðdegis. Þetta urðu
ekki margir klukkutímar, þar til farið var
út aftur. Engar Evrópureglur í þá daga!
Höfðum með okkur skrínukost, eldavél
var í bátnum til að hita kaffi, og stund-
um var sett ýsa í pott. Svona lærðu
strákar að vinna fyrir vestan í þá daga.
Bátar á borð við Brynjar fórust margir
fyrir Vestfjörðum á þessum árum. Vest-
firðingar sóttu sjóinn fast, of fast. En það
skiljum við ekki núna. Þarna eru
stórhættulegar rastir, Látraröstin ill-
ræmdust, en rastir reyndar út af hverjum
firði, straumar inn og út úr fjörðum,
hættulegir í vondum veðrum. Brynjar var
af þeirri gerð báta, sem kölluðust Land-
smiðjubátar; nokkrir voru smíðaðir eftir
þessari teikningu, voru úr eik, góðir bát-
ar. Á sumrin voru þeir á síld með einn
nótabát. Þá voru 10–11 manns í áhöfn,
nótin dregin inn á handafli. Ég var á
Brynjari frá hausti og fram á vor, en fór
ekki á síld á honum, en Haukur bróðir
fór. Ég var messagutti á Skjaldbreið, sem
þræddi hvert krummaskuð frá Reykjavík
til Akureyrar; Herðubreið fór austur með
landinu á móti, tók Vestmannaeyjar,
Hornafjörð og svo áfram Austfirðina til
Akureyrar.
Elliði var sá fyrsti
Benedikt: Var stutt á Skjaldbreið, því ég
fékk pláss á togaranum Elliða SI 1 frá
Siglufirði. Kristján Rögnvaldsson var þá
12 – Sjómannablaðið Víkingur
Vænt þykir mér um
síðutogaratímabilið
- Rætt við Benedikt Brynjólfsson, togarasjómann
- Aðrir þátttakendur: Haukur Brynjólfsson og Ólafur Grímur Björnsson
– Fyrsti hluti –
Hásetarnir Benedikt Brynjólfsson (viðmælandi okkar) og Niels Mor um borð í bv. Ólafi Jóhannessyni BA 77
í Patreksfjarðarhöfn. Ljósmynd: Benedikt Brynjólfsson.