Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Qupperneq 13
nýlega tekinn við honum, líklegast
yngsti skipstjórinn á togaraflotanum, 24–
25 ára, þegar hann tók við skipinu. Við
vorum fyrir norðan og sunnan landið,
fórum hingað og þangað, hvar sem fisk
var að fá, alltaf voru ördeyðutímabil.
Karfinn var í Víkurálnum. Grænlands-
miðin voru fundin, og við fórum a.m.k.
einn túr þangað. Um haustið komu
heimamenn af síldinni. Þá var maður
látinn fjúka. Allt frændur á Siglufirði.
Mér þótti vænt um Elliða, minn fyrsti
togari. Þeim var boðið mikið þessum
skipum, siglt var svo að vatnaði undir þá
miðja. Já, sagði Auðun, að þeir hefðu
verið veikir um miðjuna, og þess vegna
hafi Egill rauði brotnað í tvennt undir
Grænuhlíð, en ekki Fylkir gamli, þegar
hann fékk duflið í trollið, sem sprakk
undir honum; búið að styrkja Fylki, og
þess vegna brotnaði hann ekki í tvennt;
Auðun veit þetta, hann var með Fylki.1
Búið var að styrkja þá flesta þarna á
síðunni, þar sem þeir sprungu, þessir
nýsköpunartogarar, rétt við svelginn;
spilið var á upphækkuðu dekki (há-
dekki, skammdekki), og þar sem það
lækkaði niður á fordekkið, þar sprungu
þeir allir. Hafði ekkert með hnoðunina
(riveting) að gera, þessir brezku togarar
voru hnoðaðir. Plöturnar rifnuðu, plötur
og bitar voru logsoðnir í þá til styrktar.
Þetta hafði þó ekki verið gert á Elliða.
Hann sökk út af Jökli 10. febrúar 1962.
Engu mátti muna, hann sökk 5 mínút-
um, eftir að þeir fóru í björgunarbátinn
frá Júpíter.
Ólafur: Skipshundurinn neitaði að
fara frá borði. Hann fór niður með skip-
inu. Hann hét Bob. Hafði verið undar-
legur allan daginn og löngu áður en
menn gerðu sér grein fyrir, að sjór var
kominn í lestarnar.2
Haukur: Gæti hann hafa heyrt hljóð,
sem menn heyrðu ekki, ískur í brotnu
járni. Þeir heyra tíðni, sem við heyrum
ekki.
Benedikt: Fór einn afleysingartúr á
Hvalfellinu. Snæbjörn Ólafsson var þar,
rólegheitamaður, mjög góður skipstjóri
og aflamaður, heppinn. Missti aldrei
mann. Ekkert að segja frá einum afleys-
ingartúr. Guðbjörn Jensson, Bubbi, var
stýrimaður, hann var náfrændi Snæ-
bjarnar, en gjörólíkur persónuleiki, gerði
frekar grín að mönnum en að hann æsti
sig upp, þegar trollið var tekið. Gekk vel
að fiska, karlinum. Þá fékk ég pláss á
Ólafi Jóhannessyni BA 77 frá Patreks-
firði. Um hátíðarnar 1957 fórum við á
Óla Jóh í sölutúr til Þýzkalands. Við
áttum söludag strax eftir áramótin, þá er
lítill fiskur í boði, fólk hefur étið kjöt
yfir jólin og gott að selja, verðið hátt á
fiski. Þá lendum við í slæmu veðri á
Norðursjó. Ég hugsa, að það hafi staðið
nokkuð tæpt með skipið fullt og svona
ástatt. Við komum spannaskafti niður í
rifurnar. Sprungur voru í honum báðum
megin á síðunum, þar sem upphækkunin
undir spilinu og framdekkið mættust.
Sjór vætlaði inn í lestina um lensportið,
svelginn, en ekki var kominn teljandi
leki. Sprunga gæti hafa verið undir tré-
dekkinu, en slíkt athugar maður nú ekki
á sjó.
Þegar ég kom á Óla Jóh, var Torfi
Jónsson stýrimaður og Gísli Auðunsson
skipstjóri, einn Auðunsbræðra. Svo tók
Torfi við, og Kjartan Ingimundarson varð
stýrimaður. Úrvalsmenn allir saman, þó
hver á sinn hátt. Þessi togari var snyrti-
legri en hinir, nýrri, smíðaður 1951,
Sjómannablaðið Víkingur – 13
m
ð
Á síld sumarið 1955. Brynjar ST 47 frá Hólmavík við bryggju á Siglufi rði. Ljósmynd: Haukur Brynjólfsson.
Benedikt Gabríel Egilsson, formaður. Guðbjörn Jensson, skipstjóri. Auðun Auðunsson, skipstjóri.