Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 20
þann losta sem kallaði, enda ekki alltaf
mulið undir þegar girndin tekur völd á
heitum sumarnóttum. Stundum gerðist
það, að drukknir farþegar slöngruðu upp
á fordekkið meðan ástarleikur var í al-
gleymi, og var þá skellt örstuttum geisla
frá morsekastaranum á parið með til-
heyrandi felmtri, buxum upp og pilsi
niður. Töldum við það mannúðlegra en
að láta samfarþega standa þau að verki
með tilheyrandi niðurlægingu og vand-
ræðum það sem eftir lifði ferðarinnar,
sérstaklega ef leikurinn var í meinum.
* * *
Við vorum á leið frá Leith til Kaup-
mannahafnar eina aðfararnótt miðviku-
dags eins og svo oft áður. Gullfoss rásaði
lítilsháttar með hægum hliðarveltum sem
kölluðu ekki á sjóveiki hjá farþegum.
Þetta var hlý ágústnótt, skýjað svo tungl
óð í skýjum og stjörnur blikuðu á milli
svo skíma var af. Það var búið að vera
mikið fjör um kvöldið og spilað á píanó-
ið í „musiksalnum“, enda hluti farþeg-
anna ný stiginn á skipsfjöl, Bretar á leið
til Danmerkur í frí eða Danir á leið heim
eftir frí. Íslensku farþegarnir voru hins
vegar á fjórða degi ferðarinnar og því
orðnir heimavanir um borð. Það var búið
að loka fyrir veitingar svo að farþegarnir
voru flestir komnir í ró og kyrrð komin
á í farrýmum og vistarverum áhafnar.
Þögull erill var eingöngu hjá þeim sem
stóðu sínar vaktir.
Klukkan var rétt að ganga tvö þegar
hásetinn sem var með mér á vaktinni
sagði allt í einu lágum rómi. „Það er par
að koma upp á fordekkið.“
Var nú eitthvað spennandi í aðsigi?
Við fylgstum með parinu þar sem það
gekk nokkuð óhikað fram eftir fordekk-
inu, enda skíma frá tungli eins og áður
sagði. Fólkið nam ekki staðar fyrr en
fremst í stafni og stóð þar kyrrt arm í
arm og horfði fram á sjóinn. Það var
ljóst að þarna var á ferðinni hrífandi
rómantík, í ætt við þá „senu“ sem sló í
gegn í myndinni Titanic, undir laginu
„My heart will go on“. Fólk fyllist nefni-
lega rómantískri frelsistilfinningu þegar
það stendur í stafni skips og horfir út á
hafið og finnur hvernig skipið klýfur það
á ferð sinni. Í stafni er yfirleitt kyrrð
nema sá niður sem heyrist frá frussinu
sem myndast þegar stefnið klýfur öld-
una. Aðrir hlutar skipsins, véladynurinn,
fólkið og erillinn, er oftast fyrir aftan
og áreitir ekki hugann.
* * *
Þannig háttaði til í blástefni Gullfoss
að fremst var þríhyrningslaga pallur eða
sylla ofan á lunningunum þar sem þær
mættust. Upp úr pallinum, í blástafninu,
var lítil flaggstöng og freistuðust sumir
til að klifra upp á sylluna og halda sér í
flaggstöngina, en við vorum fljótir að
bægja því niður ef svo var. Undir þessari
syllu var svo lítill stálskápur lokaður
með tessum, sem hýsti taltækið, þ.e.
hátalara og hljóðnema, til sambands við
mennina sem voru frammá við komu og
brottför úr höfn.
* * *
Nú hljóp púki í 3. stýrimann, enda
annálaður hrekkjalómur. Sáum við hvar
hann gekk að taltækinu og kveikti á því.
Því næst gekk hann með hljóðnemann
fram að brúarglugga og gerði röddina
mjóróma þegar hann sagði á ensku:
„Halló er einhver þarna?”.
Það leyndi sér ekki að fólkinu kross-
brá. Þau hörfuðu afturábak, litu hvort á
annað og áttu einhver orðaskipti, en virt-
ust svo ætla að leiða þetta hjá sér og
hölluðu sér hvort að öðru. Þau ætluðu
sér auðsjáanlega ekki að láta einhverja
ímyndun um torkennilegar raddir trufla
rómantík augnabliksins. En stýrimaður
var ekki af baki dottinn, heldur færðist
allur í aukana og hóf upp sömu mjóróma
röddina. „Ég heyri í ykkur, ég er nefni-
lega lítill dvergur og ég var lokaður inni
í skápnum fyrir framan ykkur. Getið þið
hleypt mér út?“
Viðbrögðin voru ævintýraleg. Fyrst
hrukku þau afturábak, litu felmtruð
hvort á annað og svo hljóp konan aftur
fyrir akkerisspilið. Maðurinn virtist nú
átta sig á hvaðan hljóðið kom og starði
á skápinn undir syllunni, ekki nema í
mesta lagi 50x50 cm. Ekki sáum við
svipinn því bæði var hann of langt frá og
svo snéri hann baki í okkur.
„Gerðu það,“ bætti stýrimaður við og
nú gerði hann röddina líka örvæntingar-
fulla. Maðurinn starði á kassann en kon-
an hrópaði á hann að koma strax í burtu
frá þessum óskapnaði. Þau voru orðin
svo hávær að við gátum heyrt í þeim úr
taltækinu þótt það væri lokað inni í
skápnum.
„Ég verð að komast út,“ bætti stýri-
maður við, “„því mér er svo mál að
pissa.“ Maðurinn, þótt ráðvilltur væri og
rómantíkin rokin út í veður og vind, tók
nú rögg á sig og gekk að skápnum, undir
hrópum konunnar: „Í Guðanna bænum
komdu og snertu ekki neitt.“
Þegar maðurinn kom að skápnum
losaði hann um tessana og svipti skápn-
um upp. Við honum blasti tækið, sam-
byggður hátalari og hljóðnemi, og úr
hátalaranum hljómaði skellihlátur stýri-
mannsins.
* * *
Við vorum búnir að opna þá brúar-
glugga sem við vorum við þegar maður-
inn snéri sér sótbölvandi við og starði
upp til okkar, steytandi hnefann. Hlátur
konunnar hljómaði undir því henni varð
um leið grínið ljóst og sljákkaði því fljótt
reiðin úr manninum svo hlátur leysti
reiði af. Stýrimaðurinn sem var jafn
góðlyndur og hann var hrekkjóttur talaði
nú til fólksins í gegnum taltækið, þar
sem það virtist enn í uppnámi og bað
það margfaldrar afsökunar á hrekknum
og bauð þeim með það sama að koma
upp í brú, en þangað var farþegum að
jafnaði ekki boðið að koma. Skömmu
seinna komu svo hjónin (sem við frétt-
um þá að voru) á stjórnpall og undu vel
við þá sárabót að kynnast tækjum og
siglingu skipsins.
20 – Sjómannablaðið Víkingur
Gullfoss við bryggju.