Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Side 23
fundarborðið í höfuðstöðvum LÍÚ opn-
aði Kristinn töskuna og dró upp pappíra
af ýmsu tagi sem höfðu að geyma undan-
þágubeiðnirnar.
Ekki minnist ég þess að þessi fundur
hafi verið settur eða skipaður ritari þess í
stað las formaðurinn upp beiðnirnar sem
ýmist var hafnað eða samþykktar en
hvort þær voru samþykkar eða þeim
hafnað breytti engu því að loknum fundi
fór Kristinn til síns heima og sendi öll-
um umsækjendunum staðlað bréf sem
heimilaði undanþáguna.
Ég minnist þess sérstaklega að ein
beiðnin á þessum fundi var rituð á gaml-
an bíómiða sem sýnir glöggt þá virðingu
sem borin var fyrir þessum störfum.
Þegar hér var komið sögu fengust
hömlulitlar undanþágur útá 30 tonnin
sem tók langan tíma að kveða niður þ.e.
koma því skýrt og skilmerkilega inn í
höfuðið á fundarmönnum að á bakvið 30
tonnin stæði ekki mikið nám og ef sú
hefði verið hugsun löggjafans, þegar
lögin voru sett, að 30 tonna námið ætti
að veita meiri réttindi en lögin kveða á
um hefði það átt að koma þar fram.
Ég minnist þess að Andrési skóla-
meistara Vélskólans fannst keyra um
þverbak ef umsækjendur um undanþágu
til stýrimannsstarfa skrifuðu ,,stýrimað-
ur” með einföldu i þá taldi hann einsýnt
að hafna bæri umsókninni, burtséð frá
öðrum staðreyndum sem þar komu fram,
þó hann skipti sér ekki mikið af málefn-
um stýrimannanna að öðru leyti.
Eins og áður hefur komið fram þá var
það fyrst í nefndum lögum sem rammi
kom utanum störf nefndarinnar sem
síðan var hægt að byggja á viðeigandi
starfreglur fyrir hana.
Ég reikna með að mörgum finnist það
býsna fjarstæðukennt en það tók rúmt ár
að hanna og fá samþykkt umsóknar-
eyðublað vegna umsókna um undanþág-
ur en neðst á blaðinu var tekið skýrt
fram að viðkomandi umsókn yrði ekki
tekin til afgreiðslu nema að allar um-
beðnar upplýsingar lægju fyrir. Nokkuð
illa gekk að framfylgja þessu ákvæði,
ekki að ástæðulausu ef við lítum til for-
sögunnar, þar sem allir sem um sóttu
fengu undanþágu. Að breyta þessu bara á
þann veg að umsóknirnar uppfylltu lág-
marks skilyrði um upplýsingar kostaði
bæði blóð og tár en með þrautseigju
tókst að þoka þessum málum í réttan
farveg.
Rétt til frekari glöggvunar þá voru á
ákveðnu tímabili árið 1982 gefnar út 656
undanþágur til vélstjórastarfa. Af þessum
656 undanþágum var 461 til manna með
engin réttindi eða um 70% þeirra. 149
voru til manna með einhver vélstjóra-
réttindi eða um 23% og 46 til manna
með skyld réttindi eða 7%. Þannig var
nú ástandið á þessum málum þegar
undaþágunefndin tók til starfa. Um stýri-
manna undanþágurnar hef ég ekki upp-
lýsingar enda efins um að þær hafi verið
teknar saman með líkum hætti úr frum-
gögnunum á þessum tíma.
Að krefjast þess að laus störf væru
auglýst á þessum árum þótti alveg út í
hött þrátt fyrir að útgerðinni bæri að
gera það samkvæmt lögum.
Í þessu sambandi er rétt að fram komi
að á þessum árum voru engar upplýsing-
ar til um veittar undanþágur og það tók
marga mánuði í samgönguráðuneytinu
að taka saman upplýsingar þar um m.a.
þær sem hér er vitnað til.
Eftir að Magnús Jóhannesson, núver-
andi ráðuneytisstjóri í umhverfisráðu-
neytinu, tók við formennsku í nefndinni
festi hann á blað starfsreglur fyrir nefnd-
ina sem samgönguráðherra staðfesti síð-
an. Með tilkomu reglnanna varð starfið
í nefndinni mun markvissara og í fram-
haldinu var mun einfaldara að svara
einstökum umsækjendum um af hverju
þeirra beiðni var hafnað. Rétt er að geta
þess í lokin að þessar reglur sem nefndin
notaðist við í upphafi eru núna, að stór-
um hluta, orðnar hluti af lögum nr. 30
frá 2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa,
varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa.
Skýr ákvæði í lögunum gera störf
nefndarinnar mun einfaldari en áður var
þar sem hennar hlutverk nú er fyrst og
síðast að fylgjast með því og tryggja að
farið sé að ákvæðum þeirra. Í fyrstu
nefndinni sátu eftirtaldir: Magnús Jó-
hannesson formaður. Frá LÍÚ Jónas
Haraldsson og Halldór Íbsen. FFSÍ Víðir
Sigurðsson og VSFÍ Helgi Laxdal.
Frá upphafsstörfum mínum í undan-
þágunefnd á ég góðar minningar.
Starfið í nefndinni gekk vel þó oft væru
haldnar þar býsna stóryrtar ræður en
þrátt fyrir það var alltaf starfað þar af
miklum heilindum. Við tókum við
verkefni sem var í algjörum molum en
skiluðum því af okkur þannig að ég
ætla að fullyrða að hvergi á Norðurlönd-
unum eru þessi mál í betra lagi en hjá
okkur.
r
Sjómannablaðið Víkingur – 23
Hvaleyrarbraut 27 · 220 Hafnarfjörður
Sími: 564 3338 · Fax: 554 4220
GSM: 896 4964 ·898 2773
Kt.: 621297-2529