Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Qupperneq 28
um. Sumarið 1959 var ég stýrimaður á
b/v Hallveigu Fróðadóttur en skipstjóri
var áðurnefndur Sigurður Þórarinsson,
mikill sóma- og heiðursmaður. Við vor-
um að veiðum við Vestur-Grænland og
veiddum í ís. Vorum við búnir að reyna
víða, þar á meðal á Nafnlausabanka,
Friðrikshaabbanka, Damasbanka og
Fiskinesbanka en þegar eftirfarandi
gerðist vorum við á suðvestur-horni
Fyllasbanka.
Þegar veitt var í ís við Vestur-Græn-
land var tíminn á veiðum skorinn við
nögl vegna fjarlægðar frá heimahöfn.
Þegar þetta gerðist áttum við aðeins eftir
einn sólarhring á veiðum og vorum
komnir með um það bil 80 tonn af karfa
svo útlitið var ekki gott.
Þá gerðist það. Mig dreymdi að ég
væri í brúnni á Hallveigu og horfði
frameftir skipinu. Sé ég þá hvar mikill
brotsjór ríður yfir skipið svo allt fer í kaf
og finnst mér brotið fara yfir brúna og
hugsa með mér: Hún hefur sig aldrei
upp úr þessu.
Í sama bili ræsir kokkurinn mig. Þeg-
ar ég kem upp í brú klappaði ég á öxlina
á Sigurði skipstjóra og sagði: „Þetta
verður fínn túr, Siggi minn.“
Sigurður leit á mig stórum augum og
sagði: „Þú skalt þá redda því.“
Síðan rauk hann niður og skellti á eft-
ir sér hurðinni sem var ólíkt honum.
Hann var yfirleitt rólegur á hverju sem
gekk.
Ég hugsaði með mér, hvað er ég nú
búinn að gera? Særa Sigga, nú sit ég
fallega í því.
Eins og áður er getið vorum við á SV-
horninu á Fyllasbanka og það var sunn-
an kaldi. Ég hífði upp trollið og það var
smá-skaufi í.
Í svona tilfelli hefði verið skynsam-
legast að kippa suður á bóginn til þess
að stytta leiðina heim en fyrsta hugsunin
er venjulega best: Mér datt í hug að
halda norður eftir. Þetta var um 10 um
kvöldið. Um klukkan 2 um nóttina fór
að halla norður af bankanum og þegar
kom niður á 65 faðma dýpi fór að
hauglóða.
Varla er þetta karfi, hugsaði ég, svona
grunnt en það sakar ekki að reyna.
Ég kastaði á lóðið og togaði í 15
mínútur og það voru 5 pokar í trollinu
af góðum karfa. Í næsta holi lóðaði ekki
á 65 föðmum en þegar ég fór 10-15
föðmum dýpra fékk ég hann undir. Og
svona gekk það, ég varð að láta dýpka í
hverju holi. Það var mokafli og allir
strákarnir komu á frívakt óbeðnir.
Þegar Siggi kom upp um morguninn
datt af honum andlitið, hann varð svo
hissa. Um klukkan 4 um daginn vorum
við búnir að fá nóg til þess að fylla lest-
ina og rúmlega það. Frá því að við köst-
uðum kl 2 um nóttina og til klukkan 4
daginn eftir, eða á 14 tímum, fengum við
nálega 220 tonn af karfa.
Seinna þegar ég var orðinn skipstjóri,
og illa gekk, hefði ég þegið svona draum.
En það gerðist aldrei, utan einu sinni,
sem ég mun segja frá í annarri grein.
28 – Sjómannablaðið Víkingur
Ljósmynd: Ragnar Franzson.
Ljósmynd: Ragnar Franzson.Ljósmynd: Ragnar Franzson.