Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Qupperneq 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Qupperneq 32
32 – Sjómannablaðið Víkingur Utan úr heimi stjórnvalda í eflingu á þyrluþjónustunni því við þetta verður ekki unað. Meðan við höfum ekki efni á að hafa á leigu (eða kaupa) þyrlur til að sinna grunnþjónustu leitar og björgunar á hafinu um- hverfis Ísland standa Danir í miklum breytingum á sínum þyrlu- flota. Þann 14. júní s.l. tók danski flugherinn í notkun nýjar þyrlur af gerðinni Augusta Westland EH101 en þær leysa af hólmi Sikorsky S-61 Sea King þyrlur sem þá áttu að baki 45 ára þjónustusögu. Síðasta flug Sea King þyrlanna deginum áður hafði verið oddaflug frá Roskilde, yfir Kaupmannahöfn, Stórabelti og Århus áður en lent var í Karup og vélarnar formlega kvaddar. Með yfirfluginu var Dön- um gefinn kostur á að kveðja þessar kempur sem höfðu að baki 16.600 björgunarleiðangra en fyrsta stóra björgunaraðgerðin sem þessar þyrlur fóru í var björgun farþega og áhafnar ferjunnar Skage- rak sem fórst í Skageraki 1966. Engin flugvélategund hefur átt svo langan tíma í þjónustu danska sjóhersins. Á meðan Danir kveðja með söknuði gamlar vélar og taka brattir við nýrri gerð hverfa þyrlur hljóðlega úr flugflota LHG án þess að nokkur vél komi í staðinn. Sannarlega skömm íslenskra stjórnvalda. Faxafl óabrúðkaup Fyrir 25 árum varð sá einstaki atburður að tveir sjóliðar af danska eftirlitsskipinu Ingolf voru gefnir saman í hjónaband. Þetta var í fyrsta sinn í sögu danska sjóhersins sem slíkur atburður átti sér stað en þessi hjónavígsla fór fram í Faxaflóa skammt undan höfuðborg- inni. Sjóliðunum Anitu Knudsen og Jim Sörensen var haldin veisla í þyrluskýli skipsins en síðan fengu hin nýgiftu hjón að gista brúð- kaupsnóttina í svítu skipsins. Svítunnar fengu þau víst aðeins að njóta á brúðkaupsnóttinni en síðan urðu þau að fara aftur til sinna fyrri klefa sitt í hvoru lagi því reglur sjóhersins voru þær að skip- verjar af sitt hvoru kyni máttu ekki vera saman í klefum. Betri innkaup Breskur skipahöndlari upplýsti nýlega að hann væri farinn að taka eftir miklum breytingum á innkaupum birgða skipa sem hann væri að þjónusta. Mikið hefði dregið úr sölu áfengis og tóbaks en þess í stað aukist sala á grænmeti. Hefði áfengissalan dregist saman um 50% á síðustu þremur árum en grænmeti og ávextir hefðu aukist um 10%. Segir hann viðskiptavini sína augljóslega vilja auka holl- ustu um borð í skipum og einnig gerðu útgerðir meiri kröfu um matvæli með litlu fituinnihaldi. Þá væri einnig aukning á sölu hverskonar líkamsræktartækja til skipa. Nú fara bacon og eggja- skammtarnir að verða í hættu. Ógæfuleg sjóferð Nýlega var birt skýrsla Áströlsku rannsóknarnefndar sjóslysa um atvik er varð árið 2007 þegar olíuskip sem verið var að sigla frá Kína til Nígeríu varð vélavana. Atvik þetta var um margt sérstakt þar sem skipið var á reki í 21 dag áður en áhöfninni tókst að gang- setja vélina á ný en þá voru þeir orðnir matar og vatnslausir. Upp- reisnarástand ríkti þá um borð en engin hjálp barst frá útgerð skips- ins þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um. Áhöfnin var fengin til að sigla nýju skipi frá Kína en þegar hún kom um borð var ástandið á skipinu slæmt að þeirra mati miðað við nýsmíðað skip en það hafði reyndar legið í nærri ár frá því smíði þess átti að hafa lokið. Vélar skipsins höfðu ekki verið prufukeyrðar á því eldsneyti sem átti að nota og þegar skipt var af léttri olíu yfir á þungu olíuna gafst aðal- vélin upp. Einnig gafst loftkælingin upp og því var vistin enn verri um borð. Tókst áhöfninni loks að koma skipinu til Cocos eyja en þar strandaði skipið þegar óveður brast á meðan skipið lá við akkeri og yfirgaf þá þessi hrjáða áhöfn skipið og útgerðarmanninn. Þeir höfðu fengið nóg. Ný skólaskip Nú er brátt að ljúka smíði á tveimur stórflutningaskipum fyrir Inter- ship Navigation á Kýpur sem verða alveg einstök á sínu sviði. Um er að ræða skip sem ætluð eru til, auk flutninga, að þjálfa verðandi yfirmenn til starfa. Fyrra skipið sem verið er að afhenda um þessar mundir verður búið fullkomnasta siglingasamlíki í heimi frá fyrir- tækinu Transas. Tvær brýr verða á skipinu sem eru nákvæmlega eins útbúnar nema að sú neðri verður samlíkir þar sem stýrimanna- nemarnir munu æfa siglingu skipsins en mögulegt er einnig að þeir geti fengið að yfirtaka stjórnun skipsins. Þar af leiðandi verður mögulegt fyrir þá að vera bæði í samlíkissiglingu og raunsiglingu í sama tækinu. Meðan siglt er í samlíki verða skjáir fyrir brúarglugg- unum þannig að þeir verða með sjálfstæða siglingu þar en þegar þeir fá að yfirtaka stjórnun skipsins eru skjáirnir dregnir niður og brúargluggar gefa útsýni eins og frá hinni raunverulegu brú skips- ins. Síðara skipið verður hannað til þjálfunar vélstjórnarnema og verður þar einnig sömu aðferðum beitt þar sem annars vegar er unnið í samlíki en hægt að skipta yfir á hinn raunverulega vélbúnað skipsins. Með þessu móti er komið á móts við verðandi yfirmenn kaupskipaflotans en til að öðlast atvinnuréttindi yfirmanna verður viðkomandi að hafa siglt sem kadett í a.m.k. 6 mánuði áður en réttindum er náð. Engin slík skiprúm eru í boði fyrir íslenska skip- stjórnar- eða vélstjórnarnemendur. DFDS í upplyftingu Framundan eru miklar útlitsbreytingar hjá gamla danska risanum DFDS sem Eimskip var í mörg ár í samstarfi við hér fyrr á árum. Á síðasta áratug hefur útgerðin verið að vaxa með kaupum á öðrum útgerðum og þegar þeir keyptu fyrir nokkru Norfolk Line urðu þeir stærstir útgerða í heiminum með ekju- og ekjufarþegaskip. Þegar útgerðir hafa náð slíkum vexti er þörf á að huga að heildarútliti alls fyrirtækisins. Ákvörðun hefur verið tekin um að mála skipin í sömu litum þar sem skrokkar skipa útgerðarinnar verða bláir og merktir með DFDS SEAWAYS að framanverðu. Hverfa þá merkingar, sem farmönnunum hafa verið kunn, eins og DFDS Lys Line, DFDS Tor Line, DFDS Seaways og DFDS Lisco. Ekki hverfur þó Möltukrossinn úr skorsteinum skipanna en hann verður aftur á móti lagaður til og rúnnaður meira en nú er. Þá verður nöfnum allra skipanna breytt þannig að þau fá öll meðheitið „Seaways“. DFDS Seaways er nafnið á nýja útgerðarrisanum en allur landrekstur verður rekinn undir Skip DFDS skipafélagsins fá nú brátt nýja liti og nöfn.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.