Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 38
Árum saman barðist Haraldur Böðv-
arsson fyrir því að fá að veiða síld í
Faxafl óa og salta. Nei og aftur nei, voru
svörin sem kerfi ð gaf. Kannski mundu
menn ennþá tilraunina 1919 þegar Ás-
geir Pétursson og fl eiri söltuðu Faxa-
fl óasíld og sendu til Danmerkur og
Svíþjóðar, ekki til annars en að tapa
stórfé. Hún seldist ekki. Síðan hafði
enginn vogað sér að reyna söltun síldar
úr fl óanum sem hefði líka verið í trássi
við yfi rvöld. Sama máli gegndi um
bræðslu. Íslandsbersinn, Óskar Hall-
dórsson, hafði hvatt til þess strax 1925
að byggð yrði síldarbræðsla við Faxa-
fl óa en hið opinbera skellti við skolla-
eyrum. Nei, Faxafl óasíldin var ekki
brúkleg í annað en beitu.
Hafi n söltun Faxafl óasíldar
Að lokum þraut Harald langlundargeð og
sendi báta sína til síldveiða út á flóann í
trássi við mannalög. Hið opinbera stjórn-
vald og flestallir síldarsaltendur Noður-
landssíldar voru á móti. Þessi sunnlenska
síld er lítil og fiturýr og mun skemma
fyrir okkur á erlendum mörkuðum,
sögðu þeir.
Haraldur neitaði ekki því fyrrnefnda
en fullyrti á móti að Faxaflóasíldin væri
alls ekki svo slök að útlendingar myndu
fúlsa við henni. Í Noregi og Danmörku
voru síldarspekúlantar á sama máli. Við
kaupum auðvitað af þér síldina, Harald-
ur, sögðu þeir, en henni verður að fylgja
matsvottorð eins og annarri saltsíld frá
Íslandi. Og þar stóð hnífurinn í kúnni.
Það reyndist ófáanlegt og þar með var
draumurinn búinn í bili. En svo kom
árið 1935. Síldin lét ekki sjá sig fyrir
norðan en í Faxaflóanum var hún, eins
og svo oft áður, í stórum flekkjum. Rek-
netin voru tekin fram og bátarnir hans
Haralds fengu upp í 250 tunnur á dag.
Óskar Íslandsbersi lét heldur ekki á sér
standa og að lokum varð Síldarútvegs-
nefnd að gefa eftir. Erlendir kaupendur
börðust um síldina sem að vísu fór að
verulegu leyti í þriðja og lakasta flokk
Norðurlandssíldar, en hún náði mati,
sem var meira en margur hafði spáð.1
Vegur Faxaflóa- eða Suðurlandssíld-
arinnar átti eftir að vaxa mjög, einkum á
aflaleysisárunum frá 1945 til 1958.
„Demantasíldin“ fyrir norðan lét þá ekki
sjá sig nema með höppum og glöppum,
en fyrir sunnan voru reknetin tekin fram
á haustin og síldin, sem Haraldur mátti
ekki veiða, bókstaflega hélt lífinu í síld-
arútgerð landsmanna. Það var því með
vaxandi óhug sem karlarnir fylgdust með
1 Ásgeir Jakobsson: Óskars saga Halldórssonar,
bls. 129-131, 170-171; Guðmundur Gíslason
Hagalín: Í fararbroddi, síðara bindi, bls. 305-
308.
38 – Sjómannablaðið Víkingur
Jón Hjaltason
Stríðið við háhyrni
Reknetaveiðar hafa verið
stundaðar við suðvesturland allt
frá 1899. Þó ekki reglubundið.
Haustið, aðallega nóvember og
desember, var gjöfulasti veiðitími
suðurlandssíldarinnar en hún
var dreifð um svæðið og því
þótti netið henta best til að
klófesta hana.
Demantasíldin var málið en hún fékkst aðeins fyrir norðan.