Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Side 41
Sjómannablaðið Víkingur – 41
voru þeir búnir að hreinsa til hjá sér og
röðin komin að Akurnesingum og Hafn-
firðingum að taka til á miðunum hjá sér,
fyrr var ekki hægt að segja herförinni
lokið. Þetta ræddu karlarnir á meðan
þeir týndu byssurnar í land og kvöddu
hermennina. Þeir veltu líka fyrir sér
hvort ekki væri rétt að vopna bátana
með svipuðum þungavopnum og her-
mennirnir báru. Rétt svona ef sjórrustan
bæri ekki þann árangur er menn von-
uðust eftir.
Illur grunur karlanna rættist. Háhyrn-
ingarnir höfðu vissulega beðið afhroð en
ekki lagt á flótta. Þeir voru þarna ennþá,
illvígari en nokkru sinni. Rifin og tætt
net blöstu við körlunum sem í vanmátt-
ugri bræði gripu upp haglabyssur og
riffla og fretuðu á ógnandi hyrnurnar er
ristu sjóinn allt í kringum þá.
Fiskifélagið hljóp enn í skrápana fyrir
trillukarlana og leigði tvo báta til að vera
öllum stundum á miðunum. En veiði-
svæðið var víðfeðmt og þeir máttu sín
lítils gegn stórum flokkum háhyrninga
er fóru með miklum hraða á milli neta-
trossanna. Þetta var tapað stríð. Morgun-
blaðið flutti þessa frétt um miðjan nóv-
ember:
„Góður fiskafli var á báta í flest-
um veiðistöðvum þegar gaf á sjó. Mikill
síldarafli var hér vestan lands allan mán-
uðinn, en háhyrningar ollu óhemju tjóni
á veiðarfærum. Var hvað eftir annað
reynt að fæla þá með skotum, en kom
ekki að haldi. Seinast hættu bátarnir
veiðum vegna veiðarfæratjóns.“4
Allt við það sama
Vertíðin 1955 byrjaði ekki vel. Að vísu
4 „Útgerðin“, Morgunblaðið 14. nóvember 1954.
var ágætur afli en ótíðindin voru að há-
hyrningarnir voru einnig mættir til leiks.
Fyrir miðjan ágúst.
Þeir hafa aldrei gengið svona snemma
á miðin áður, börmuðu karlarnir sér.
Veiðarfæratjón varð gífurlegt. Menn
þorðu varla að leggja net þótt þeir hittu
á góðar lóðningar. Illhvelin voru út um
allan sjó og ógnuðu lífsafkomu karlanna.
Til að bæta gráu ofan á svart var orðið
erfitt að útvega eitt og annað til útgerð-
arinnar. Til dæmis var mikill hörgull á
korki.
Það verður að senda vopnaða báta á
miðin eins og í fyrra, það er eina ráðið,
ræddu karlarnir sín á milli. Gamall sjó-
sóknari kom fram í útvarpi og varpaði
fram þeirri hugmynd að leitað yrði til
varnarliðsins, eins og í fyrra, nema hvað
nú ætti að biðja um alvöru flugvélar til
að ganga á milli bols og höfuðs á þess-
um vágesti sem var að gera útgerðar-
menn á Suðurnesjum gráhærða og –
gjaldþrota.
Fyrsta orrustan 1955
Snemma í október hafði síldveiðiflotinn
safnast saman í Miðnessjó. Í bili virtist
ætla að verða friður fyrir illhvelunum en
þá skyndilega barst kall frá ystu bátun-
um.
Háhyrningarnir eru að koma!
Karlarnir ruddust fram í stýrishús að
ná í skotvopn en líka til að kalla upp
varðskipið Maríu Júlíu, sem var þarna í
nágrenninu og varðbátana tvo sem Fiski-
félagið hafði leigt og vopnað til að verja
síldarnetin. Morgunblaðið sagði frá við-
ureigninni:
„Var Maríu Júlíu og hinum skipunum
gert aðvart og lögðu þau nú til hinnar
hatrömmustu sjóorustu við illhveli þessi.
Var feikna skothríð í myrkrinu og eld-
glæringar um allt. Þegar allmargir há-
hyrningar voru særðir eða fallnir lét öll
háhyrningavaðan undan síga. Fóru þeir á
flótta og hurfu út í hafsauga.
Telja Suðurnesjamenn, að varðskips-
menn á Maríu Júlíu hafi gert mikið gagn
með þessu og ber þeim ekki saman við
Vestfirðinga, sem hafa haft í flimtingum
að varðskipsmennirnir væru á smokk
fiskveiðum og í berjatínslu.
Þessa nótt varð lítið veiðarfæratjón
hjá bátunum.“5
Loftárásir
Hver eða hverjir áttu upptökin að loft-
árásunum er ekki alveg víst. Ónefndur
sjómaður orðaði hugmyndina fyrstur í
útvarpi. Eflaust hafa einhverjir lagt við
eyrun en spurningin er hvort frum-
kvæðið kom frá varnarliðinu eða Fiski-
félagi Íslands, nú eða íslenskum stjórn-
völdum. Í skýrslum Fiskifélagsins segir
klippt og skorið að varnarliðið hafi boðið
fram aðstoð sína. Líkast til hefur þetta
boð verið að undirlagi Davíðs Ólafssonar
fiskimálstjóra eða jafnvel utanríkisráðu-
neytisins. Um þetta skal þó ekkert full-
yrt. Hitt stendur aftur á móti eins og
stafur á bók að Fiskifélagið fékk skip-
stjórann Agnar Guðmundsson til að
stjórna aðgerðum og greiddi laun hans
en varnarliðið lagði til flugvél, áhöfn og
sprengjur, allt á sinn kostnað.
Fyrsta loftárásin var gerð í október
1955. Skömmu síðar rak – eða synti –
fimm metra langur háhyrningur á land
rétt sunnan við Gróttuvita á Seltjarnar-
nesi. Þegar að var komið hafði fjarað
undan skepnunni sem engdist í fjörunni,
blés og barðist um í sandinum. Gat var
á maga hvalsins og sá í innyflin sem
héngu þó enn inni. Var það samdóma
álit manna að sprengjur varnarliðsins
hefðu unnið með þessum hætti á há
hyrningnum. Kallað var á lögregluna og
5 „María Júlía ... “, Morgunblaðið 12. október
1955.
Stríðið við háhyrningana stóð frá
1954 til 1959, eða í samfleytt 6
ár. Loftárásirnar hófust síðla
hausts 1955 og stóðu í fjögur eða
fimm ár. Ég veit ekki hvort loft-
árásir voru stundaðar 1959, finn
þess hvergi stað, en árin á undan
voru farnar nokkrar ferðir árlega
til að bana háhyrningum með
sprengjukasti.
Agnar hafði mikla reynslu af hvalveiðum. Hann hafði, fyrir seinna stríð, verið stýrimaður hjá norsk-ís-
lenskri hvalveiðiútgerð og seinna bæði stýrimaður og skipstjóri hjá Hval hf, auk þess að vera fyrsta íslenska
hvalaskyttan.