Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur Það koma oft skip til hafna sem vekja áhuga þeirra sem um hafnirnar aka eða sigla. Óneitanlega fara þá margir að velta því fyrir sér hvað skipið sé að gera og hver sé tilgangur þess með heimsókn í höfnina. Síðastliðin tvö ár hafa ein- mitt verið tvö skip bundin við bryggju í Reykjavík sem mörgum manninum hef- ur orðið tíðrætt um. Ýmsar vangaveltur skjóta upp kollinum og því ákvað ég fá heimild til að kíkja um borð í þessi skip og fræðast um tilurð þeirra sem og að forvitnast um hvað þau væru hér að gera. Tveir Kaspíahafsfi skar Skipin sem hér um ræðir hafa vakið athygli fyrir sitt glæsilega og sérstaka útlit. Bera þau nöfnin Kaspryba 1 og 3 en nafnið þýðir Kaspíahafsfiskur. Það var nánar tiltekið 16. maí 2008 sem Kaspryba 1 lagðist að bryggju í gömlu höfninni í Reykjavík og fylgdi systurskipið rúmum hálfum mánuði síðar eða 5. júní. Fyrir skipunum lá að fara í slipp. Þar voru þau skveruð en síðan lagt saman við bryggju og þá þótti mönnum ljóst að þessi skip væru ekki beint að yfirgefa Reykjavík alveg í bráð. Miklar vangaveltur voru um skipin eins og áður sagði en fljótlega varð þó mönn- um ljóst að skipin væru til sölu enda komið auglýsingaskilti í brúarglugga skipanna frá Álasund skipasölunni. Kaspíhaf líður fyrir ofveiði Það var árið 1999 sem lokið var við smíði á þremur fiskiskipum við Peene Werft í Þýskalandi til veiða á fisktegund sem heitir Sprat og er að finna í Kaspía- hafi. Smíði skipanna var aðstoð til Rússa vegna brottflutnings á Rússum frá fyrr- um Austur-Þýskalandi en eigandi þeirra yrði OAO „Kaspryba“ í Astrakhan. Mun hafa staðið til að smíða 10 skip en ekki varð af því þar sem ljóst þótti að fiski- stofninn myndi ekki bera slíkan fjölda af jafn öflugum veiðiskipum sem þessum. Síbreytilegt vatnsborð, mengun og of- veiði hafa haft alvarleg áhrif á fiskistofna í Kaspíahafi og sem dæmi um minnkandi Kaspryba 1 ásamt systurskipi sínu við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Kefl ið fyrir framan brú er sogbarkinn sem dældi farminum um borð. Hilmar Snorrason: Úr eldhúsinu en mjög góðar matvælageymslur eru í skipinu sem á að vera hægt að halda úti í 25 sólarhringa. Stjórnrými vélarúmsins þar sem allt er tölvustýrt. Framandi skip í heimsókn

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.