Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 47
Sjómannablaðið Víkingur – 47 eftir Hilmar Snorrason Þau eru orðin nokkur tölublöðin af Víkingnum þar sem fjallað hefur verið um heimasíður. Með þessu þriðja tölublaði ársins eru liðin nákvæmlega 10 ár síðan fyrsti pistillinn Sigling um netið leit dagsins ljós. Þetta mun því vera fertugasti pistillinn minn um net- síður er tengjast sjómennsku og sigling- um. Efl aust hafa einhverjar síður ratað oftar en einu sinni í blaðið á þessum tíu árum en hvert blað hefur að geyma upp-lýsingar um 10 heimasíður. Ég ætla að byrja á nýrri síðu sem hef- ur fengið mikið lof en það er Skipavefur Hafliða á slóðinni www.togarar.is. Hér hefur Hafliði Óskarsson á Húsavík kom- ið upp heimasíðu með upplýsingum og frásögnum af Nýsköpunartogurunum sem smíðaðir voru fyrir okkur Íslendinga eftir seinni heimsstyrjöldina. Vefurinn er algjör gullmoli fyrir þá sem þekktu til þessara skipa eða hafa áhuga á þeim. Hafliði á miklar þakkir skyldar fyrir þetta frábæra framtak sitt. Ef þið eigið í fórum ykkar eitthvert efni eða ljósmynd- ir þá endilega hafið samband við Hafliða haflidi@togarar.is eða við Víkinginn á ice- ship@heimsnet.is. Nýlega varð landinn algjörlega hug- fanginn af snekkju sem hver landsmaður hefði vilja eiga þótt reyndar daglegur kostnaður sé ekki beint á færi launþega, né þeirra manna sem í eina tíð töldu sig fjármálasnillinga, að leggja út fyrir. Snekkjuna Octopus, sem er í eigu Paul Allen Microsoft auðkýfingsins, er hægt að finna á mörgum heimasíðum enda ein glæsilegasta snekkja heims. Ég ætla þó að leiða ykkur að síðunni www.motory- achtoctopus.com þar sem margvíslegur fróðleikur er um þetta mikla skip. Margir veltu því fyrir sér hvort Octo- pus væri ekki stærsta skemmtisnekkja heims en svo er ekki. Samkvæmt heima- síðunni Yacht trails á slóðinni www. yachttrails.com þá er snekkjan níunda stærsta snekkjan með aðeins 126 metra milli stafns og skuts. Sú stærsta, Eclipse, er 38 metrum lengri en sú fyrrnefnda. Þessi síða hefur að geyma mikinn fróð- leik um þessa gerð skipa en hugsanlega eiga einhverjir erfitt með að horfa upp á allan lúxusinn sem þar er í boði. Til að halda okkur áfram í vellysting- um þá ætla ég að fara næst á síðu sem heitir We are Cunard á slóðinni http:// wearecunard.com. Hér er fjallað um skip Cunard skipafélagsins og hvað sé um að vera hjá útgerðinni. Þar er frá smíði skipa félagsins sem og af þeim lúxus sem við farþegum blasir þegar þeir koma um borð. Skemmtileg síða að renna í gegn- um. Það þótti nú ekki neitt smáræðis lúx- us þegar Titanic var smíðuð á sínum tíma en eflaust væru fáir sem létu sér duga þess tíma lúxus í samanburði við það sem er í boði í dag. En Titanic átti ekki langa lífdaga en sögur af henni hafa lifað góðu lífi og munu svo gera um ókomna framtíð. Það hafa eflaust margir séð Hollywood myndirnar sem sköpuðu skipinu sess en hvað er rétt og hvað er rangt í myndunum hafa eflaust marg- ir spurt sig að. Til að upplifa síðustu klukkustundir skipsins og þeirra sem komust lífs af er hægt að lesa allar yfir- heyrslur yfir þeim sem fram fóru bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi fyrir opnum tjöldum. Slóðin á endurrit sjóprófa í kjölfar slyssins er að finna á slóðinni www.titanicinquiry.org. Það mun vissulega taka nokkurn tíma að fara yfir þetta efni enda stóðu réttarhöldin í Bandaríkjunum yfir í 18 daga en í Bretlandi 36. Við skulum ekki alveg hverfa frá sökkvandi farþegaskipum en 4. ágúst 1991 sökk farþegaskipið Oceanos undan ströndum Suður-Afríku. Allir björguðust úr þessu slysi en það sem gerir það öðr- um slysum merkilegra er að skipstjórinn og stór hluti áhafnarinnar og yfirmanna þess yfirgáfu skipið og skyldu því sem næst alla farþegana 581 eftir um borð. Það voru síðan skemmtanastjórar skips- ins sem tóku við stjórninni og unnu það mikla afrek að koma öllum frá borði. Slóðin www.oceanossinking.com fjallar um þennan atburð en það er skemmtana- stjórinn Moss Hills og eiginkona hans sem halda síðunni úti. Þau hjónin unnu þrekvirki í þessari aðgerð ásamt einum til viðbótar. Þetta er saga sem allir eiga að kynna sér því hún er ekki síður merkileg en Titanic sagan. Eftir að hafa lesið svona mikið efni um sökkvandi farþegaskip er rétt að benda á síðuna Britannia á slóðinni www. britanniapandi.com sem er tryggingafélag. Á síðu þeirra er mikinn fróðleik að finna en þeir gefa meðal annars út fréttablað og senda út ábendingar til sjómanna um öryggismál.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.