Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 49
Nokkrar fertugar vinkonur ákváðu að fara út og borða saman. Þær skeggræddu um hvar þær ættu að hittast. AÐ LOKUM ákváðu þær að hittast á veitingastaðnum Ocean View Resturant vegna þess að þar væru svo sætir og stæltir þjónar. Tíu árum síðar, þegar vinkonurnar urðu fimmtugar, langaði þær til að endurtaka leikinn. Þær skeggræddu um hvar þær ættu að hittast. AÐ LOKUM ákváðu þær að hittast á veitinga- staðnum Ocean View Resturant vegna þess að þar væri matur- inn svo góður og vínið afbragð. Tíu árum síðar, þegar vinkonurnar voru orðnar sextugar, langaði þær til að hittast og borða saman. Þær skeggræddu um hvar þær ættu að hittast. AÐ LOKUM ákváðu þær að hittast á veitingastaðnum Ocean View Resturant vegna þess að þar gætu þær borðað í friði og ró með fallegt útsýni yfir hafið. Tíu árum síðar, þegar vinkonurnar urðu sjötugar, langaði þær til að hittast og borða saman. Þær skeggræddu um hvar þær ættu að hittast. AÐ LOKUM ákváðu þær að hittast á veit- ingastaðnum Ocean View Resturant vegna þess að þar væri svo ágætt aðgengi fyrir hjólastóla og að auki lyfta í húsinu. Tíu árum síðar, þegar vinkonurnar voru orðnar áttræðar, langaði þær til að hittast og borða saman. Þær skeggræddu um hvar þær ættu að hittast. AÐ LOKUM ákváðu þær að hittast á veitingastaðnum Ocean View Resturant vegna þess þangað hefðu þær aldrei komið. * „Hér eigum við nú bráðum að lenda ef okkur endist líf og heilsa.“ Tvær ónefndar konur á gangi í kirkjugarðinum við Suður- götu í Reykjavík. * „Oft hef ég beðið beðið guð minn þess að hann léti mig ekki verða sjálfdauðan.“ Norðlenskur karl. * „Ég er nú búinn að bera svo marga til grafar að ég ætti það skilið að þeir bæru mig ef ég lifi það að deyja.“ Líkmaður sem hafði gengið undir mörgum seinasta spölinn. * „Hann var frændi minn til fjölda ára, flutti svo háaldraður til Reykjavíkur og lést þar á besta aldri.“ Sveinn Sveinsson, Langi-Sveinn, sem búsettur var á Selfossi um áratuga skeið. * „Ég get ekki gengið, ekki legið og ekki andað, en annars líður mér vel.“ Benedikt Gröndal þegar Þorvaldur Thoroddsen kom í heim- sókn til hans og spurði eftir líðan skáldsins. Tveimur dögum síðar andaðist Benedikt. * „Að endingu vil ég óska þess af sál og líkama að frúin megi verða eins lífsglöð og hún hefur verið - fram í síðasta andlátið.“ Úr ræðu í sextugsafmæli hefðarkonu. * „Nú erum við allir bræðurnir dánir.“ Halldór Jónsson, bóndi á Broddadalsá á Ströndum, þegar honum barst sú fregn að Guðjón bróðir hans væri látinn, síð- astur margra bræðra hans. * Að lokum ætla ég að biðja menn að standa upp og hrópa ferfalt húrra fyrir hinum látnu konum - Þær lifi! Húrra.“ Niðurlag ræðu sem haldið var í samsæti þegar kvenfélagið í þorpinu átti hálfrar aldar afmæli. Og svo það fari ekki á milli mála þá var ræðumaður að minnast látinna félagskvenna. * Stór og skrautlegur hani elti litla, rytjulega hænu. Hænan gargaði ofboðslega og hljóp í sífelldum krókum til að forða sér undan hananum. Að lokum hljóp hún út á götu og varð fyrir vörubíl sem kom brunandi. Tvær rosknar piparjómfrúr, sem sátu við glugga, voru sjónarvottar að þessum harmleik. „Sástu!“, sagði önnur þeirra með hátíðlegum alvörusvip um leið og hún benti á dauðu hænuna. „Hún vildi heldur deyja.“ * Jónas setti upp verksmiðju í heimabæ sínum og auglýsti í stað- arblaðinu að hann myndi eingöngu ráða kvænta karlmenn. Kvenréttindafrömuður bæjarins rak augun í auglýsinguna og fannst rétt að tala við Jónas með tveim hrútshornum. Hún hringdi í hann og spurði: „Af hverju ætlarðu bara að ráða kvænta karlmenn? Er það vegna þess að þú telur konur aumari, heimskari, geðstirðari ... eða hvað er málið?“ „Nei, alls ekki kona góð,“ sagði Jónas. „Það er vegna þess að kvæntir karlar kunna að hlíða skipunum, eru vanir að láta traðka á sér, vita hvenær þeir eiga að halda kjafti og fara ekki í fýlu þegar ég öskra á þá.“ * „Rússneskir bændur voru svo sem ekki alltaf bornir á höndum sér.“ Sögukennari í MR að útskýra bændaánauðina í Rússlandi á keisaratímanum. * „Á söguöldinni voru Íslendingar menn, þá voru þeir engar lyddur eins og þeir eru nú. Það voru karlar sem höfðu krafta í kögglum. Þeir fóru tuttugu í Gretti og höfðu hann ekki.“ Glímukappi í ræðu á ungmennafélagsskemmtun á fyrri hluta 20. aldar. * „Þeir hætta ekki fyrr en þeir drepa einhvern.“ Kerling þegar hún frétti af heimsstyrjöldinni fyrri. * Þrír karlar sátu yfir glasi og ræddu eiginkonur sínar. Fyrst segir sá dökkhærði: „Konan mín er svo undarleg. Það var nauta- kjötsútsala í Hagkaup um daginn og hún keypti 50 kg af kjöti og við sem eigum ekki einu sinni frystikistu. Nú liggur allt þetta kjöt í þvottahúsinu og við komumst örugglega ekki yfir að éta það áður en það skemmist.“ Þá segir sá rauðhærði: „Konan mín er svo klikkuð. Það var útsala á notuðum bílum um daginn og hún keypti sér Toyotu og hún er ekki einu sinni með bílpróf. Nú stendur bíllinn bara framan við húsið okkar óhreyfður.“ Þá var ljóshærði karlinn farinn að veltast um af hlátri og se- gir við félaga sína: „Ykkur finnst konurnar ykkar ekki gáfulegar, þið ættuð þá að vita hvernig mín er. Hún er úti á Grikklandi með saumaklúbbnum sínum, ha, ha,ha, og hvað haldið þið að hún hafi tekið með sér, ha, ha, ha. Hún tók með sér 50 pk af smokkum og hún sem er ekki einu sinni með typpi.“ * Sjómannablaðið Víkingur – 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.