Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 51
Sjómannablaðið Víkingur – 51 „Næst ætla ég að segja ykkur frá jörð neðarlega í Vatnsdal. Á jörðinni bjuggu ung hjón en maðurinn dó og svo bjó ekkjan ein í nokkur ár en þá komst ungur maður á hana og sat hana ágæt- lega en svo hrakti hún hann frá sér og síðan hefur hún verið í mestu niðurníðslu.“ Búnaðarráðunautur á bændafundi í Húnavatnsþingi. * „Heppinn var ég að hálsbrjóta ekki sjálfan mig og merina. Þá hefði ég orðið að fara gangandi heim.“ Bóndi sem varð fyrir því óhappi í smalaferð að hestur datt undan honum en hvorugan sakaði. * „Það var svo mikill bylur að það sást ekki á milli augna og ég varð að keyra með opinn hausinn út um gluggann.“ Guðbjartur Jónsson á Flateyri, stofnandi og um skeið eigandi hins vinsæla veitingahúss, Vagninn. * Það var á þeim tíma þegar menn fylltu samviskusamlega út skattskýrslurnar sínar að Reykvíkingur nokkur staðnæmdist við dálkinn „viðhald“. Þótti honum skattayfirvöld ganga þarna helst til of langt, en eftir smávegis umhugsun lét hann þó slag standa og skrifaði skýrt og greinilega: „Rannveig Björnsdóttir, Ránargötu 7, 101 Reykjavík.” SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA Sjómennt – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins – Háteigsvegi – 105 Reykjavík – sími 514 9000 Átt þú rétt á styrk? Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfyrirtækja. Félagsmaður, sem hefur unnið í a.m.k. sex mánuði sl. 12 mánuði skv. kjarasamningi SA/LÍU við Sjómannasamband Íslands hjá útgerðum innan LÍU og greitt til aðildar- félags Sjómenntar á þeim tíma, á rétt á stuðningi til náms. Samtök atvinnulífsins (SA), Landsamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt. Nánari upplýsingar á www.sjomennt.is og á sjomennt@sjomennt.is Ertu búinn að vera á sjónum í eitt ár eða meira? Langar þig að fara á námskeið eða í skóla?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.