Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Page 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Page 4
4 – Sjómannablaðið Víkingur Þ egar ég læt hugann reika yfir liðna sjómannsævi koma oft upp í huga mér ýmis atvik þegar ég var skip- verji á M/s Gullfossi á árunum 1962 til 1969. Ég er fæddur og uppalinn í sjáv- arþorpi fyrir vestan og hafði stundað þar almenna vinnu til sjós og lands áð- ur en ég fór sem viðvaningur á M/s Gullfoss, þá nýlega orðinn átján ára. Til að byrja með var ég „munstraður“ sem viðvaningur og síðan háseti og lauk svo veru minni sem 3. stýrimaður í af- leysingum. Árið 1969 fór ég sem fastur 3. stýrimaður á M/s Selfoss, hinum þriðja með því nafni. Með vestfirska skinnhúfu á höfði Er ég kom um borð í Gullfoss var ég al- gjör græningi varðandi umgengni og annað um borð, sem var mér svo fram- andi, uppalinn fyrir vestan með allt aðra umgengnis áherslur en þeir fyrir „sunn- an.“ Ég man að á minni þriðju eða fjórðu stýrisvakt á M/s Gullfossi, var mjög kalt í veðri og var brúarhúsið opið í gegn svo að þetta kalda loft lék í gegnum brúna, og þar sem ég stóð við stýrið þá verður 2. stýrimanni litið á mig og undrast mjög allan minn klæðnað. Hann hafði ekki tekið eftir mér og klæðnaði mínum er ég leysti hinn hásetann af við stýrið. Ég var með vestfirska skinnhúfu á höfði sem faðir minn hafði gefið mér og hnaus- þykka og vel þæfða ullarvettlinga með tveimur þumlum á hvorum vettling og í einhverskonar úlpu með snæri hnýtt um mittið, allvígalegur að sjá, klæddur sam- kvæmt vestfirskum hætti að ég hélt. Ekki man ég hvort skipstjórinn var í brúnni þá, en alla vega kallaði stýrimað- urinn á hásetann sem ég hafði nýleyst af og skipaði honum að leysa mig af hið snarasta og benti mér á að fylgja sér eftir. Úti á brúarvæng hófst svo kennslustund í mannlegum samskiptum og hvernig ég ætti að vera klæddur er ég væri við störf á Gullfossi. Mér var gerð grein fyrir á hvaða skip ég hefði ráðið mig. Ég væri ekki á neinum fiskidalli fyrir vestan, ef ég héldi það, ég væri sko á flaggskipi Ís- lands. Ég jánkaði öllu en benti honum svo á að það væri óvenjukalt í veðri og eftir því væri ég klæddur. Við þessi and- mæli mín færðist hann allur í aukana og útlistaði fyrir mig hvernig menn klædd- ust fyrir „sunnan.“ svo klykkti hann út með því að það næði ekki nokkurri átt hvernig ég vekti skipstjórann er ég væri sendur inn til hans þegar nærveru skip- stjórans væri óskað fram í brú. „Þú vekur hann eins og einhvern fiskiskipstjóra og segir svo bara ræs, veist þú við hvern þú ert að tala dreng- ur? Þú ert að tala við skipstjórann á M/s Gullfossi flaggskipi Íslands.“ Mig setti hljóðan og spurði svo hvern- ig ég ætti að bera mig að er ég væri sendur til að kalla í skipstjórann. Hann útlistaði þetta skilmerkilega fyrir mér. „Sért þú,“ sagði hann „eftir skipun stýrimannsins á vaktinni sendur til að vekja skipstjórann, þá ferð þú inn til skipstjórans mjög hljóðlega og bankar á svefnherbergisdyrnar ef hann er sofandi og þegar hann ansar þá býður þú honum góða kvöldið eða morgun eftir hvaða tíma dags eða nætur þetta er og þá segir þú honum hver þú sért og hvað klukkan sé, hvernig veðrið sé og hvað erinda þú sért sendur til hans og svo framvegis.“ Ég tók þetta svo bókstaflega að næst er þessi sami stýrimaður sendi mig til að ræsa skipstjórann varð ég fyrir svo mikl- um skömmum eftir á frá þessum sama stýrimanni, að það hálfa væri nóg. Og það sem ég ætla að fjalla um núna er at- vik sem mér er svo minnisstætt. Máls- atvik voru þau sem nú greinir frá. Maður fyrir borð Gullfoss klýfur sjóinn á sínum 15- 16 sjómílna hraða í Norðursjó í góðu veðri og í brúnni var ég og stýrimaður á vakt, hinn hásetinn var að sækja kaffi fyrir stýrimanninn. Þetta var að kveldi til og komið rökkur og allt í rólegheitum, Góða kvöldið, skipstjóri Guðmundur Kr. Kristjánsson Gullfoss á siglingu fyrir sunnan Surtsey 1963. Greinarhöfundur, Guðmundur Kr. Kristjánsson, við stjórnvölinn á báti sínum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.