Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Side 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Side 10
10 – Sjómannablaðið Víkingur „Hvað kom fyrir?“ spyr ég. Hann svarar: „Úranus fór með fullri ferð framhjá okkur á bakborða og mun- aði ekki nema nokkrum föðmum að hann lenti á okkur.“ Um það bil klukkutíma seinna kom kall frá Úranusi. Hann hafði orðið fyrir brotsjó þegar hann kom í kantinn á Fær- eyjarbanka og misst báða björgunarbát- ana og fleira á afturskipi og skorsteinn- inn lagst að hálfu saman. Um þetta bil snarlægði. Við héldum á fullri ferð til Úranusar og það gat á að líta þegar við komum til hans. Allt farið af bátaþilfari og báts uglurnar eins og snúið roð í hund og skorsteinninn samanklesstur. Við lónuðum í smátíma hjá Úranusi en þegar hann taldi að hann þyrfti ekki hjálp héldum við áfram. Við vorum greinilega í lægðarmiðjunni því það var nærri logn en mikill sjór og mikið rok suðaustan við okkur en lægðin færðist í suðaustur með svipuðum hraða og við sigldum. Þegar kom niður undir Heligoland, og höfðum við samband við þýsku hafn- söguþjónustuna, fengum við að heyra að hafnsöguskipið sem lá útá hefði farist með manni og mús, tvö fraktskip strand- að austan við Elbuna, allar baujur slitnað upp og stórflóð herjað á Cuxhaven, Hamborg og alstaðar við Norðursjóinn. Við komum inn fyrir Heligoland í myrkri en þegar birti lónaði ég nær og sá að það braut báðum megin við álinn. Ég gat því þrætt mig áfram upp til Cux- haven án þess að hafa nokkra leiðsögn. Ekki man ég hvað við fengum fyrir farm- inn en ég man að bjórinn kom í striga- pokum, því allt hafði blotnað, og að ferðin heim gekk vel. Vítavert kæruleysi eða hvað? Næsta himinglæra sem ég segi frá stang- aði okkur á b/v Jóni Þorlákssyni. Ég var þá skipstjóri á Jóni og kemur mér nú í koll að hafa ekki haldið dagbók. Þetta var um miðjan vetur, annað hvort 1966 eða ´67. Við erum á leið til Englands, átt- um að selja í Grimsby. Mig minnir að við værum komnir um 200 sjómílur suð- austur fyrir Vestmannaeyjar. Það voru aust-norð-austan 7 til 8 vindstig en við sigldum á því sem næst fullri ferð og fór sæmilega á. Það var sama með Jón og Hallveigu að þau voru góð ferðaskip, þó var mikill vaðall á þeim. Svo gerist það að ég fæ all hrikalega ræsingu. Ég flýt upp í kojunni en dyrnar á klefanum mínum voru beint á móti stóru kýrauga sem hafði brotnað undan brotsjó. Ég var ómeiddur en hvað hafði gerst uppi ? Þegar ég kom í brúna lyftist heldur á mér brúnin. Þar hafði enginn meiðst. Þegar brotið skall á skipinu höfðu þeir tveir sem voru í brúnni náð að kasta sér niður svo að þeir meiddust ekki en fjórar rúður brotnuðu og öll tæki í brúnni eyðilögðust. Kompásarnir fóru báðir, radar og dýptarmælir eyðilögðust. Þarna var ein himinglæfran að verki. Við lokuðum gluggunum í brúnni með tréhlerum og bundum varakompás á stýrisvélina og héldum áfram okkar ferð. Og ég get þess til gamans að við vorum á hárréttri leið, þurftum ekki að breyta um gráðu þegar við höfðum landsýn. Við náðum réttum degi í Grimsby og fengum sæmilega sölu og öll tæki ný. Sjóslysanefnd gerði skýrslu um þessa ferð og lagði þann dóm á að það hefði verið vítavert kæruleysi að halda áfram til Englands. Ég veit ekki hvað þeim kom til, skipið var að fullu sjófært, enginn meiddur, en sennilega settu þeir fyrir sig að öll tækin eyðilögðust. Ef víkingarnir hefðu haft kompás eins og varakompásinn okkar hefðu þeir lent í færri hafvillum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.