Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Page 16
16 – Sjómannablaðið Víkingur
Í tímaritinu „Logg“ 6/2016 sem gefið er út af norsku sjó-
mannasamtökunum er fjallað um nýfallinn dóm Hæstarétt-
ar Noregs um uppsögn yfirstýrimannsins Kell-Atle Fred-
heim árið 2014 sem hafði siglt á Svartfossi frá árinu 2010.
Svartfoss tilheyrir norsku félagi í eigu Eimskipafélags Íslands
sem skráð er með aðsetur í Sortland í Noregi. Eimskipafélag
Íslands á í gegnum dótturfélag sitt í Noregi 6 skip: Langfoss,
Stigfoss og Vitfoss sem eru systurskip öll smíðuð í Århus á
árinu 1990. Hin skipin eru: Holmfoss, Polfoss og Svartfoss,
öll smíðuð Noregi eftir sömu megin teikningunni, tvö 2005 og
eitt 2007. Skipin eru öll skráð í Antigua Barbados, eru frysti-
skip sem sigla með frosinn fisk á norsku ströndina, til Mur-
mansk og hafna á Bretlandi. Yfirmenn í brú eru ýmist norskir
eða færeyskir, aðrir í áhöfn eru flestir rússneskir. Svartfoss,
skip Kell-Atle, siglir aðallega milli Bergen og Kirkenes auk
nefndra erlendra hafna.
Niðurstaða Hæstaréttar var á þá lund að norsku „skips-
arbeidsloven“ gildi ekki í þessu tilfelli þar sem skipið siglir ekki
undir norskum fána heldur fána Antigua Barbudas. Því gilda
þarlend lög um borð í skipinu.
Í umfjöllun blaðsins um málið kemur m.a. fram að lögmanni
Kell-Atle finnist það afar sérstakt ef norskir útgerðarmenn geti
með einu pennastriki skráð skip sín í karabísku eyríki og losn-
að með því undan nor skri löggjöf sem hefur að geyma sjálf-
sögð mannréttindi í Noregi sem barist hefur verið fyrir undan-
gengin 100 ár. Blaðið hefur eftir forsvarsmönnum norsku sjó-
mannasamtakanna að með þessum dómi liggi ljóst fyrir að
búið sé að hirða hluta af sjálfsögðum mannréttindum af þeim
norsku sjómönnum sem sigla á skipum undir þægindafána.
Hvað með íslenska sjómenn í sömu stöðu?
Með niðurstöðu Hæstaréttar er málinu síður en svo lokið,
næst er að fá uppsögnina tekna fyrir í Vesteraalen tingrett en
þar verður fjallað um málið samkvæmt gildandi lögum Antigua
Barbados, lagaákvæðum sem samkvæmt heimildum blaðsins
liggur ekkert fyrir um hver eru þar sem á þau hefur aldrei reynt
í Noregi.
Rétt er að það komi skýrt fram að sjómenn þessara skipa
sigla ekki samkvæmt norskum kjarasamningum þess í stað
samkvæmt lágmarkskjörum Alþjóða flutningaverkamannasam-
bandsins ITF.
Helgi Laxdal
Dómur Hæstaréttar Noregs
Saltkaup hf. • Cuxhavengata 1 • 220 Hafnarfjörður
Sími: 560 4300 • www.saltkaup.is