Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 18
18 – Sjómannablaðið Víkingur Í janúarmánuði 1974 ákváðu pabbi, Sigurður Sigurðsson (gjarnan nefnd- ur Siggi stýssi) og Helgi Bjarnason (Helgi í Grafarbakka) að fara á selveiðar á bát pabba, Vini ÞH 73, sem var 3,5 tonna súðbyrðingur. Ég var þá 13 ára gutti og fannst alltaf ofboðslega gaman að fara með í svona túra og náði að væla út samþykki fyrir því. Selurinn steinlá Þetta var í grimmdarfrosti, en stillu, í lok janúar og fórum við af stað út frá Húsa- vík þegar birti um morguninn og var stefnan sett inn að sandi, fyrir botni Skjálfandaflóa. Pabbi var við stýrið en við Helgi stóð- um frammá á útkíkki. Við sáum engan sel fyrr en við vorum komnir vestur í Bjargakrók en þá var fullorðinn landselur að sniglast skammt frá fjöruborði og reyndum við að komast nokkrum sinn- um í færi við hann, en hann stakk sér alltaf áður en hægt var að koma á hann skoti. Helgi var vel vopnaður Winchester pumpunni sinni og beið óþreyjufullur eftir að geta plammað á hann. Við eltumst við hann nokkra stund áður hann kom skyndilega upp með hausinn, 20 metra framundan á bak og þá fékk hann það sem hann þurfti og steinlá í fyrsta skoti og lak úr honum blóðið. Varð nú uppi fótur og fit og kallarnir mjög æstir í að ná selnum áður en hann sykki. Pabbi bætti vel við Sabb-inn og setti stefnu á selinn en Helgi rétti mér byssuna en tók sjálfur langan krókstjaka og var tilbúinn til að krækja í hann. Um leið og selurinn rann aftur með kinnungnum á bak náði Helgi að setja krókstjakann á kaf í hálsinn á honum, en af því að hált var og ísað á hvalbaknum í frostinu og pabbi alltof æstur og á of mikilli ferð vildi ekki betur til en svo að Helgi tókst á loft og sveif fyrir borð í glæsilegum boga og fór á bólakaf í ís- kaldan sjóinn. Þegar honum skaut upp aftur 10-15 metra frá bátnum saup hann hveljur eins og við mátti búast í kuldan- um og reyndi að halda sér á floti. Þeir flutu sem sagt saman í einum kór, al- blóðugur og steindauður selurinn, Helgi og krókstjakinn. „Selinn fyrst“ Okkur pabba var að vonum brugðið en hann náði að nýta sér áratuga reynslu við manueringar skipa og með fumlaus- um handtökum tókst honum á undra- skömmum tíma að leggja bakborðs- hliðinni á Vininum að Helga. Ég teygði hendina eins og ég gat og Helgi náði í hana og pabbi stökk yfir miðrúmið til að hjálpa mér. Um leið og ég hafði náð taki á Helga öskraði hann, „selinn fyrst – sel- inn fyrst“, en við hlustuðum ekki mikið á það og reyndum að drösla kallinum um borð. Það var enginn hægðarleikur þar sem Helgi var með stærri mönnum og níðþungur í  hefðbundnum klæðnaði þess tíma, tveimur lopapeysum, Álafoss- úlpu og bússunum kjaftfullum af sjó, en að sjálfsögðu ekki í björgunarvesti frekar Eiríkur Sigurðsson skipstjóri Saga af selveiðum Siggi stýssi og Helgi í Grafarbakka um borð í Vini ÞH 73. Vinur í Naustavík. Greinarhöfundur ögn eldri en þegar hann fór selveiðitúrinn forðum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.