Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 20
20 – Sjómannablaðið Víkingur Upphaf fjarskiptanna Í upphafi ritsímans þegar einungis var hægt að rjúfa eða tengja strauminn sem fór eftir símalínunum, raðaði Samuel Morse saman löngum og stuttum strikum sem mynduðu þannig mors- stafrófið. Í upphafi radíófjarskiptanna var einungis hægt að framkalla neista, langan eða stuttan og heyra brakið yfir langar vegalengd- ir með krystal móttakara, ef bæði sendir og móttakari voru tengdir við loftnetsvír. Fyrstu fjarskiptin til sjós voru á stórum farþegaskipum og voru aðallega notuð til skemmtunar fyrir farþegana. Hægt var nú að senda fréttaskeyti til skipanna nokkur hundruð sjómílur út frá strönd t.d. Englands eða Ameríku og bæta þeim inn í fréttablöðin sem gefin voru út og prentuð um borð. Fyrstu loft- skeytamennirnir voru því öðrum þræði blaðamenn, eins og gott dæmi var um með fyrsta íslenska loftskeytamanninn Vilhjálm Finsen, sem stofnaði svo Morgunblaðið árið 1913. Loftskeytamaðurinn á Titanic Vilhjálmur réðst sem nemi til Marconi félagsins árið 1906, fyrstur Norðurlandabúa, og sigldi síðan á mörgum farþegaskip- um á milli Evrópu og Ameríku. Á upphafsárunum og langt fram yfir seinna stríð leigði Marconi félagið skipaútgerðum bæði loftskeytatæki og loftskeytamenn. Þannig fluttust „Mar- conimennirnir“ bæði milli skipa og skipafélaga. Í Marconi skólanum í Liverpool var herbergisfélagi Vil- hjálms, John George Phillips, sem síðar varð loftskeytamaður á farþegaskipinu Titanic og fórst hann með skipinu út af Ný- fundnalandi í jómfrúrferðinni 1912. Yfirmaður Vilhjálms í verklegri þjálfun til sjós var hinn þekkti Jack Binns sem var svo loftskeytamaður á farþegaskipinu Republic árið 1909 þegar það sökk eftir árekstur. Eftir Titanic slysið var kallað til alþjóðlegrar ráðstefnu um neyðar- og öryggisfjarskipti þar sem mönnum var nú orðið ljóst hvaða hlutverki fjarskiptin gátu þjónað í öryggi sjófarenda. Á þessari ráðstefnu var lagður grunnur að skipulagðri hlustvörslu, neyðarkallinu SOS, ákveðinni neyðar- og uppkallsbylgju ofl. Síðar var skipum skipt upp í flokka eftir stærð þar sem m.a. var kveðið á um hvaða skip þurftu að hafa loftskeytatæki og loft- skeytamann, og hvaða skipum og bátum nægði talstöð og tal- stöðvarvörður. Þannig varð „the buddy system“ eða „kunningja- kerfið“ til. Það varð til samfélag á hafinu þar sem menn fylgdust með og pössuðu hver upp á annan. Þetta samfélag byggði á því að hlustvarslan á neyðar- og uppkallsbylgjunum væri virk. Upphaf fjarskiptanna við Ísland 17. júní 1918 var loftskeytastöðin í Reykjavík opnuð til al- mennra nota með aðeins einum loftskeytamanni, og aðallega sem varaleið fyrir ritsímastrenginn sem lagður var til Seyðis- fjarðar og áfram norður um land til Reykjavíkur. En stöðin þjónaði einnig þeim fáu skipum sem voru þá með loftskeyta- tæki hér við land. Meðal þessara skipa voru gamli Gullfoss, nokkrir franskir togarar og dönsku eftirlitsskipin. Smátt og smátt komu loftskeytatækin svo um borð í togarana og flutn- ingaskipin, en lítið pláss var fyrir tækin og loftskeytamanninn um borð í togurunum. Á sumum skipum voru tækin niðri í káetu og á öðrum var byggður lítill klefi, 2x2 metrar, og boltað- ur niður á keisinn aftan við brú og skorstein. Í þessum litla klefa var koja loftskeytamannsins og rafgeymarnir undir henni, lítið borð, neistasendirinn og krystal móttakarinn. Klefinn var kaldur og slæmt loft í honum vegna rafgeymanna. Loftskeyta- mönnunum var því yfirleitt kalt og þóttu óttalegar kuldaskræf- ur. Sambandið við skipstjórann var í gegn um tveggja tommu slöngu sem lá fram í brúna. Til allrar hamingju er einn svona klefi varðveittur á sjó- minjasafninu Víkinni við Grandagarð. Nýsköpunartogararnir Þegar nýsköpunartogararnir komu til landsins í lok fimmta ára- tugarins var loftskeytaklefinn aftast í brúnni og rafgeymarnir komnir upp á þak. Skipin voru með bestu tækjum sem þá voru á markaðnum, flest frá M. P. Pedersen í Danmörku. Þetta voru Hvað gerðu loftskeytamenn? Egill Þórðarson Birgir Aðalsteinsson tekur kódann um borð í gamla Harðbak. Mynd: Birgir Óskarsson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.