Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Page 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Page 23
Sjómannablaðið Víkingur – 23 Samtöl við land Loftskeytamaðurinn afgreiddi öll samtöl við skipið, sem yfirleitt voru nokkur á dag. Skipstjórinn var skuldbundinn kódafélaginu um að engar upplýsingar færu út um fiskirí eða staðsetningu skipsins og loftskeytamaðurinn þurfti því að fylgjast með að menn töluðu ekki af sér í samtölum. Ef það gerðist var tólið tekið af viðkomandi. Jói Færeyingur Annar kokkur var eldri maður, samviskusamur færeyskur öðlingur sem mönnum var hlýtt til, Joen Hendrik Poulsen, faðir Eli Poulsen sem hefur verið fréttaritari Ríkisútvarpsins í Þórs- höfn. Jói Færeyingur kom yfirleitt upp til mín, að kvöldi til þegar hann vissi að við vorum á siglingu nærri Færeyjum og vildi hringja í gegn um Tórshavnradíó. Þetta voru ógleyman- legar stundir, því hann var svo andaktugur að koma upp til okkar og þetta var greinilega nokkuð sem hann hafði hugsað um og hlakkað til að gera. Yfirleitt var löng röð hjá Tórshavn- radíó/OXJ svo við þurftum að hlusta á mörg samtöl og höfðum góðan tíma til að spjalla meðan við biðum eftir að komast að í röðinni. Svo talaði hann vel og lengi þegar við vorum komnir í samband við hans fólk í Færeyjum. Jói hafði verið mótoristi á færeyskum skútum og hann lagaði svo sterkt kaffi að það stóð næstum í manni. Strákarnir spurðu hann stundum hvort hann hafi verið svo lengi á skútunum að hann væri ennþá að spara vatnið. „Nei, nei“, sagði hann með hægð; „kaffið tað skal smaka“. Jói hélt mikið uppá Svavar skipstjóra og fór alltaf með morgunmat upp til hans. Þetta var kaffi og tvær brauðsneiðar sem miðjan var skorin úr, steiktar á pönnu og egg sett í miðj- una. Gaman var að fylgjast með Jóa nostra við þetta. Loftnetin Í brælum og ísingu þurfti að hugsa sérstaklega vel um loftnetin, einangrarana og gegntökin. Þótt að einangrar og sérstaklega gegntökin væru hrein og silicon-bónuð reglulega þurfti maður oftast að byrja á því að fara upp á brúarþak og hreinsa ís af loft- netsgegntökum, einangrurum og loftnesniðurtökum áður en kveikt var á sendinum. Það gátu því orðið margar ferðir upp leiðarann á klakað brúarþakið þegar verst voru veðrin. Maður heyrði stundum skipstjórann tuða: „Veru ekki að þessu helvítis príli drengur“. Hlustvaktin Hlustvaktin var megin hluti starfsins sem bar þó ekki mikið á, og fæstir gerðu sér kannski grein fyrir mikilvægi hennar. Stóru Svavar Benediktsson skipstjóri og Egill Þórðarson við langbylgjusendi, sem var um borð í Röðli – kallmerki TFPC – en hann er varðveittur á Byggðasafni Hafnarfjarðar. Mynd: Atli Már Hafsteinsson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.