Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Side 24
24 – Sjómannablaðið Víkingur togararnir voru alþjóðlega flokkaðir sem Hx skip sem þýddi að hlustvarslan á neyðar- og uppkallsbylgjunum var óskilgreind, svo reyndin var sú, að maður var í raun á vakt allan sólar- hringinn og þurfti því að halda sig sem mest nærri tækjunum, enda var koja í loftskeytaklefanum. Það þótti illt til afspurnar ef kalla þurfti oft á skip með loftskeytamann um borð. Flutningaskipin voru hinsvegar yfirleitt flokkuð sem H8 skip og þar þurfti loftskeytamaðurinn að standa a.m.k. 8 klst. hlust- vakt eftir ákveðnu kerfi sem átti að tryggja að einhver væri alltaf að hlusta á ákveðnu hafsvæði. Svo voru til H16 og H24 skip með tveim eða fleiri loftskeytamönnum, eins og stóru far- þegaskipin, herskip ofl. Veðurathugun og veðurkort Veðurathugunartímar eru samræmdir um allan heim kl. 03:00, 06:00, 09:00, 12:00, 15:00, 18:00, 21:00 og miðnætti. Við feng- um frá Veðurstofu Íslands Leiðbeininga- og kódabók, skýjabók, skeytabók, loftvog sem stillt var um borð miðað við loftþyngd við sjávarmál og stóran kvikasilfurs lofthitamæli í sveiflu. Farið var með hitamælinn á brúarvænginn áveðurs og honum sveiflað þar til að fékkst sama aflesning a.m.k. í tvö skipti í röð. Síðan var farið upp á brúarþak og allur himinninn skoðaður til að áætla skýjahæð, heildar skýjahulu, skýjahulu og skýjategund í hverjum hæðarflokki fyrir sig lág-, mið- og háský. Þá var áætluð vindstefna og vindhraði. Þegar inn var komið var lesið TD eða tímamismunur af LORAN móttakaranum, tölurnar settar út í LORAN-kort, síðan tekin út staðsetning í lengd og breidd fyrir skeytið. Þá var lesið af loftvoginni. Síðan farið í Leiðbeininga- og kódabókina og fundinn talnakódinn til að setja í skeytið. Kódinn sem var í fimm tölustafa orðum var því næst skrifaður inn í skeytabók- ina. Svo var kallað í Reykjavík radíó/TFA á langbylgju morsi og skeytinu rennt til þeirra. Þessar athuganir komu svo inn í næstu spá, t.d. athugun kl. 09:00 kom í 10:10 veðrinu frá Veð- urstofu Íslands sem lesin var í útvarpið og í veðurlýsingunni kl. 10:30 sem við tókum á stuttbylgjunni sem veðurkort frá bresku veðurstofunni í Bracknell. Veðurathuganir togaranna á Vestfjarðamiðum og í Græn- landssundi höfðu mikið að segja fyrir áreiðanleika veðurspánna á svæðinu, enda var okkur alltaf vel tekið á Veðurstofunni. Vegna kódafélagsins voru nöfn togaranna þó aldrei gefin upp, en sagt: „Skip á stað ...“ Nöfn flutningaskipanna voru hinsvegar lesin upp. Veður- athuganir skipa í Ameríkusiglingum höfðu mikla þýðingu fyrir veðurspár hér, á og við Ísland. Þegar skeytabókin var full var farið með hana á Veðurstof- una. Þá var það viðtekin venja að veðurfræðingarnir Páll Berg- þórsson, Markús Á. Einarsson eða Guðmundur Hafsteinsson vildu að maður kæmi upp á spádeild. Þeir vildu greinilega kynnast þeim sem voru á bak við skeytin, spurðu um margt og sögðu manni til. Mér er t.d. minnisstætt að Páll lagði áherslu á að maður vandaði hitaaflesturinn og passaði sig á því að vera örugglega áveðurs þar sem ekki gætti neins yls eða skjóls frá skipinu. Veðurkortatextinn frá Norddechradio Ég var á Hofsjökli/TFLE um tíma. Þar var enginn veðurkorta- móttakari en ég vissi að Norddechradio/DAN í Þýskalandi sendi út þýskan texta á morsi sem ætlaður var til að teikna veðurkort eftir. Ég sagði Markúsi frá því að mig vantaði kortablöð til að teikna kortin á. Þá fór hann upp í hillu og náði í heilan bunka af blöðum og rétti mér. „Hafðu þetta“, sagði hann. „Skipstjórinn verður örugglega ánægður þegar þú kemur með kortin“. Það vildi svo til að þegar við fórum frá Reykjavík í þetta skipti, var ég búinn að vera um borð og taka kortaskeytið frá Norddech og þá var lægð að koma í átt að Reykjanesi. Þegar við komum að Garðskaga sagði Helgi Guðjónsson skipstjóri við stýrimanninn: „Við skulum bara halda þessari stefnu í nótt og sjá til hvernig hann verður í fyrramálið“. Við lensuðum svo vestur undir Grænland og svo áfram suð- ur með alla leið niður í Belle Isle sundið, í staðinn fyrir að berja á móti suðvestan áttinni hefðum við tekið stefnuna beint í Belle Isle frá Garðskaga, og verið hinum megin í lægðaganginum. Lögskráningin og áhafnarlistinn Eitt það fyrsta sem gert var eftir að farið var úr höfn, sem venjulega var klukkan tíu að kvöldi, var að fara til skipstjóra með lögskráningarbókina og athuga hverjir hefðu farið af skip- inu í inniverunni og að fá nöfn þeirra sem komu um borð. Síð- an þurfti að finna hvern og einn af þeim nýju, fá persónuupp- lýsingar og láta þá skrifa undir lögskráninguna. Strax næsta morgun var hringt í útgerðina og tilkynnt um breytingu á lögskráningu, sem þeir sáu svo um að koma áfram. Reglulega þurfti svo að fara með bókina á lögskráningarstofuna hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði, til að bera bókina saman við þau gögn sem þeir höfðu og fá stimpil. Í lok hvers túrs var skrifaður áhafnarlisti sem fór til útgerðarinnar ásamt lista með símtala- og skeytakostnaði hvers og eins, og nótum yfir úttekt úr kaupfélaginu, fyrir utan pantanir á rekstrarvörum eins og dýptarmælapappír, varahlutum og þess háttar. Er Kaupfélagið opið núna? Það var í togarasamningunum að menn áttu að geta keypt um borð sjógalla, vettlinga og stígvél. Einnig sígarettur, reyktóbak, eldspýtur, neftóbak og vasahnífa. Þessvegna var alltaf nóg að gera þegar farið var úr höfn við að afgreiða hlífðarfötin úr lítilli kompu undir stiganum niðri á íbúðagangi og svo tóbakið sem geymt var í læstum skáp í loftskeytaklefanum. Í daglegu tali var þessi litla verslun kölluð kaupfélagið og menn komu stundum sposkir á svip í gættina hjá mér og sögðu: Er kaupfélagið opið núna? Skipstjórinn Sambandið milli skipstjóra og loftskeytamanns var yfirleitt nokkuð náið, því öll fjarskipti fóru fram í umboði og á ábyrgð skipstjórans. Togaraskipstjóri er alltaf undir miklu álagi og hann veit innst inni að hann er bara skipstjóri á meðan hann fiskar vel. Loftskeytamaðurinn var uppi allan tímann sem skip- stjórinn var í brúnni. Skipstjórinn kom venjulega upp milli kl. 10 og 11 á morgnana og fór niður upp úr miðnætti, eftir að hann var búinn að fá kódablaðið á miðnætti, spjalla við stýri- Loftskeytaklefinn um borð í Guðsteini og sést fram í brú þar sem var ríki Svav- ars Benediktssonar skipstjóra. Mynd: Egill Þórðarson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.