Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Page 31
Sjómannablaðið Víkingur – 31
lega. - Aðeins 2% sjómanna eru kven-
kyns.
Meira rifið
Allt stefnir í að árið 2016 verði metár í
niðurrifi gámaskipa. Það sem af er árinu
hefur 150 gámaskipum verið siglt á land
til niðurrifs en það dugar þó engan veg-
inn til að lappa upp á offramboð á gáma-
skipum. Árið 2015 var ár vonbrigða þar
sem einungis helmingur þess sem árið
2016 hefur gefið af sér og útgerðir berj-
ast í bökkum. Ákaft niðurrif gámaskipa
vegur lítið á móti þeirri fjölgun sem varð
á smíði gámaskipa á árunum 2010 til
2015. Á þessu ári er gert ráð fyrir að 450
þúsund TEU´s sem leggst út á að meðal-
stærð þeirra gámaskipa sem rifin voru
hafi verið um 3.000 TEU´s.
Skipafélagið Mærsk tilkynnti í febrúar
að það myndi senda fleiri skip til niður-
rifs og hefur af þeim sökum byrjað að
nota fjórar niðurrifsstöðvar á Alang
ströndinni á Ítalíu til að rífa skip sín. Þá
hefur þýska gámaskipafélagið Hapag-Ll-
oyd aðvarað fjárfesta, hagnaður mun
dragast saman árinu 2016, segir félagið,
sem hefur því undirritað bindandi
samkomulag við Arabíska gámaskipafé-
lagið UASC um að setja á laggirnar
fimmta stærsta skipafélag heims og berj-
ast þannig á móti kreppunni í gáma-
skipaútgerðinni.
Gámaskip eru að öllu jöfnu í notkun í
um og yfir 25 ár en útgerðir eru farnar
að losa sig við skip allt að 15 ára gömul
vegna lækkandi farmgjalda. Eigendur
eldri gámaskipa geta valið um að leigja
skipin sín á sögulega lágu verði sem
einungis getur staðið undir föstum
kostnaði meðan markaðurinn er í þessari
lægð eða þá að selja skipin til niðurrifs.
Um 90% allra flutninga í heiminum fara
sjóleiðina þar sem yfir 70% þess fer með
gámum.
Kominn í mafíuhóp
Skipstjóri gámaskipsins MSC Poh Lin
hefur verið ákærður fyrir þátttöku í al-
þjóðlegum eiturlyfjahring eftir að yfir-
völd á Ítalíu komu upp um flókið kerfi
til að losa eiturlyf í hafi svo hægt væri að
koma þeim á markað í Evrópu. Búið er
að handtaka 12 manns í tengslum við
málið. Skipið MSC Poh Lin var kyrrsett í
höfninni Gioia Tauro, sem er á Suður-
Ítalíu, meðan á rannsókn málsins stóð
ásamt 1.500 gámum sem um borð í skip-
inu voru. Í einum gámi fundust þrír
pokar sem innihéldu eiturlyf. Ítalska lög-
reglan sagði að smyglhringurinn hefði
verið afar flókinn og háþróaður þar sem
meðal annars hafnarverkamenn og skip-
stjóri gámaskipsins hefðu verið hluti af
þessu hring. Þessir aðilar hefðu notað
dulkóðuð samskipti til að ekki kæmist
upp um þá. Um 300 tollverðir og lög-
regluþjónar tóku þátt í aðgerðinni 8. júlí
sl. þegar skipið kom til hafnar frá Suður-
Ameríku en um borð fundust alls 83 kg
af kókaíni. Smyglhringurinn var
skipulagður af mafíuhring sem kallast
Ndràngheta sem reyndar er ekki einn af
þekktustu glæpahópum þar í landi en
hann tengist hinni margfrægu Sikileyj-
armafíu.
Síðasta skál um borð
Þeim hefur eflaust brugðið í brún skip-
verjunum á norsku Hurtigruten Finn-
marken þegar þeir fengu heimsókn á
fimmtudagsmorgni af fulltrúum út-
gerðarinnar sem sjá um að áfengismæla
starfsmenn. Skipið var í þurrkví í
Harstad eftir að hafa orðið fyrir tjóni á
stýri þegar skipið hafði tekið niðri við
Finnsnes þremur dögum áður. Í ljós kom
að þó nokkrir skipverjar, af 76 manna
áhöfn, höfðu fengið sér neðan í því
kvöldinu áður enda talið tækifæri til þess
þar sem engir farþegar voru um borð.
Hinsvegar er útgerðin með þá reglu að
algjör áfengisbann er meðal skipverja á
skipum útgerðarinnar og því var öllum
þeim sem mældust með áfengi í blóðinu
afhent uppsagnarbréf og munu þeir hafa
látið strax af störfum. Útgerðin sagði að
engin breyting væri á reglum þeirra þótt
skipin væru í slipp.
Tíu mannskæðustu
sjóslys sögunnar
Þegar rætt er um sjóslys þar sem fjöldi
fólks lætur lífið kemur upp í hugum
margra Titanic slysið þar sem 1.514
manns fórust í apríl 1912. Það var vissu-
lega mannskætt slys en þó aðeins tíunda
mannskæðasta í sögunni. Alltaf eru þó
mögulegar skekkjur á fjölda þeirra sem
fórust og lengi má deila um hvaða skip
eigi að vera á þessum vafasama lista. Á
þessum eru bæði sjóslys friðar- og stríðs-
tíma. En svona lítur stórsjóslysasaga síð-
ari tíma heimsins út.
10. Titanic
Eins og öllum lesendum ætti að vera
kunnugt þá sökk skipið eftir að hafa
siglt á ísjaka þann 15. apríl 2015 en
með skipinu fórust eins og áður hefur
komið fram 1.514
9. Hai Chu
Kínverska gufuskipið Hai Chu var á leið
frá Canton til Hong Kong með 2.000
hermenn og 100 óbreytta auk áhafnar
þegar skipið sigldi á tundurdufl nærri
Bacca Tigris við ósa Canton fljótsins
8. nóvember 1945. Talið er að 1.800
manns hafi farist með skipinu en að-
eins 300 komust lífs af.
8. Sultana
Sultana var fljótaskip á Mississippi en
27. apríl 1865 varð sprenging í skip-
inu sem gerði þennan atburð að mesta
sjóslysi Bandaríkjanna. Talið var að
1.800 farþegar af 2.427 sem um borð
voru hefðu farist en skipið mátti ein-
ungis flytja 376 farþega.
7. Le Joola
Þann 26. september 2002 hvolfdi ferj-
unni Le Joola undan strönd Gambíu
og með skipinu fórust 1.863 en 64
björguðust. Um borð í ferjunni, sem
var í eigu Senegölsku ríkisstjórnarinn-
ar, voru þrisvar sinnum fleiri farþegar
en leyfilegt var.
6. Mont-Blanc
Að morgni 6. desember 1917 fórust um
2.000 manns þegar franska flutninga-
skipið Mont-Blanc lenti í árekstri við
norska flutningaskipið Imo í höfninni
í Halifax. Eldur braust út um borð í
Mont-Blanc sem var lestað sprengiefni
sem olli gífurlegri sprengingu með
þeim afleiðingum að sjómenn sem og
íbúar létust í sprengingunni. Áætlað
var að 9.000 manns hefðu slasast. All-
ir skipverjar Mont-Blanc að einum
undanskildum lifðu sprenginguna.
5. Kiangya
Kínverska farþegaskipið Kiangya, eða
Jiãngjìng Lún, fórst í sprengingu ná-
lægt mynni Huangpu fljótsins sem er
um 80 km norður af Shanghai 3. eða
4. desember 1948. Ekki er með vissu
hvorn daginn sprengingin átti sér stað
en talið er að skipið hafi siglt á tund-
urdufl. Skipið hafði leyfi til að flytja
1.186 farþega en talið er að um borð
hafi verið á bilinu 2,750 til 3,920
manns. Alls björguðust.
4. Lancastria
Lancastria var farþegaskip í eigu Cunard
en undir stjórn herstjórnar Breta. Því
var sökkt 17. júní 1940 í kjölfar loft-
árása á skipið. Skipið var að taka þátt
í aðgerð sem gekk undir nafninu Ariel
og fólst í að bjarga breskum þegnum
og hermönnum frá meginlandi Evr-
ópu en skipið var skammt frá frönsku
borginni Saint-Nazaire. Með skipinu
fórust að því talið er á bilinu 3.000 til
5.800 manns en það er stærsta eins-
taka sjóslys í breskri siglingasögu.
3. Doña Paz
FIllipínska ferjan Doña Paz sökk eftir
árekstur við olíuskipið Vector 20. des-
ember 1987 og með skipinu fórust
4.386 manns en aðeins 24 björguðust
af Doña Paz en allir skipverjar Vectors
fórust. Þetta er mannskæðasta sjóslys
sögunnar á friðartímum en ferjan var
yfirfull af fólki, langt umfram leyfi-
legan farþegafjölda sem skipið mátti
flytja.