Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Side 36
36 – Sjómannablaðið Víkingur
Eins og sagði í umfjöllun um Nor-
rænu ljósmyndakeppnina 2016,
hrepptu þrjár myndir heiðursverð-
laun. Ein var skondin að mati dómara.
Sú kom frá hinum danska Remigusz
Piotrowski, yfirstýrimanni á Tasing
Swan.
Önnur var mynd Jörgen Språng sem
hann kallar, „Charlie“, en hún sýnir
augnsamband um borð sem hluta af hinu
daglega lífi. Þið munið að Språng átti
einnig myndina í fimmta sæti keppninn-
ar.
Þriðja heiðurssætið hlotnaðist svo Sví-
anum, Tim Ruttledge, skipstjóra á tank-
skipinu Fure West, fyrir myndina, „Tank
man.“ Dómararnir hrifust af arkitektúrn-
um í myndinni, skuggabirtunni og hinni
miklu tvíræðni er felst í myndefninu.
Er þetta í dómkirkju eða hvað, veltu þeir
fyrir sér.
Að lokum skal á það minnt, um leið
og ykkur öllum er þökkuð þátttakan, að
áhugasamir geta skoðað myndband frá
keppninni á slóðinni http://youtu.be/
dzJYk576cUA. Myndbandið er á síðu Vel-
ferðarstofnunar finnskra sjómanna.
Remigusz Piotrowski.
NORRÆNA
LJÓSMYNDAKEPPNIN
Heiðursverðlaun
1