Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Síða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Síða 40
40 – Sjómannablaðið Víkingur Lesendur góðir, til að gefa ykkur sýn- ishorn af því fróðlega og skemmti- lega lesefni sem finna má á vefsíð- unni aba.is – en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Víkingurinn leitar þar fanga – skulum við skoða hvað Árni Björn hefur að segja um Grenvíkinginn Jó- hann Adolf Oddgeirsson. Fiskinn Ekki er fjarri sanni að halda því fram að Jóhann Adolf Oddgeirsson hafi verið orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Vel má vera að full sterkt sé þarna til orða tekið en svo mikið er víst að allir sjómenn þekktu hann eða höfðu af hon- um heyrt. Hann var fiskinn í besta lagi en það skar hann frá öðrum aflamönnum að oft fiskaði hann ævintýralega vel þá aðrir fengu lítið sem ekki neitt. Sumir vildu meina að hann væri að- eins fáránlega heppinn en það segir sig sjálft að slíkar fullyrðingar fá ekki stað- ist. Vissulega geta menn verið heppnir annað slagið en að halda því fram að heppnin ein og sér dugi til farsælla afla- bragða heila mannsævi er alveg gjörsam- lega út í hött. Miklu meira þarf til og mun mála sannast að karlinn hafi verið með afbrigðum glöggur á allt, sem að veiðimennsku sneri. Sögur um slíka menn ganga ljósum logum og lifa þær bæði vel og lengi. Flestar ef ekki allar eru sögur þessar græskulausar og hafðar í frammi mönn- um til gamans en ekki í því augnamiði að lítillækka eða meiða einn né neinn.  Hér að neðan eru birtar nokkra slíkar, sem líta ber jákvæðum augum. „Hentu þeim“  Jóhann Adolf Oddgeirsson hafði mikla rödd og var söngmaður góður. Fyrirskip- anir sem frá honum bárust út um stjórn- borðs brúargluggann fóru ekki framhjá þeim sem á dekki voru. Á einni vetrar- vertíðinni þegar hann var með Vörð TH-4 á línuveiðum fyrir Suðurlandi kom tímabil þar sem lítið aflaðist. Kokkur þessa vertíð var Sigurður Kristinsson í Höfða oftast nefndur Siggi í Höfða. Á lögninni var það hlutverk hans að færa línubala að línurennu og fjarlægja tóma bala þá línan var úr þeim runnin. Dag nokkurn í blíðskaparveðri þegar Siggi var að basla við að renna línuböl- unum eftir dekkinu að rennunni tók hann eftir því að sumir balanna voru merktir Von TH-5. Hann vakti athygli Adda á þessu og lét þau orð falla að lítil von væri um afla á meðan annarra báta balar væru notaðir undir línu þeirra. Karlinum rak hausinn út um brúar- gluggann fyrirskipunin drundi yfir þá sem á dekki voru: „Hentu þessu drasli í sjóinn.“  Þó að karlinn hafi örugglega sagt Árni Björn Árnason Tilsvör Adda Gjögurviti. Mynd: Jón Hjaltason Arthúr Vilhelmsson, Jóhann Adolf og óþekktur á útkikki eftir síld eða hvað? Mynd; Úr bók Björns Ingólfssonar, Bein úr sjó.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.