Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 41
Sjómannablaðið Víkingur – 41 þetta í hálfkæringi þá lét Siggi ekki segja sér þetta tvisvar því að um leið og línan var runnin upp úr bölum merktum Von TH-5 flugu þeir á haf út. Þarna fóru í hafið nokkrir þungir eik- arbalar, sem lítil eftirsjá var að því léttari og meðfærilegri járnbalar voru á þessum tíma að leysa eikarbalana af hólmi.  Vöntun var á bölum undir línuna þeg- ar hún kom úr sjó og var því hvolft úr nokkrum bölum og línan krossbundin, sem úr þeim var hellt.  Andlit beitningarmanna varð eitt spurningamerki þegar þeir litu línuhaug- ana, sem í land komu daginn þann.  Ekki fylgir sögunni hvort aflabrögð bötnuðu eitthvað við þessa balafórn. Á striki Siglingaleiðin inn til Grindavíkur er þekkt meðal sjómanna en áður fyrr varð að sigla þrjá leggi eftir mjórri rennu. Á fyrstu vertíð Varðar í þessari verstöð sigldi báturinn á fullri ferð inn í fyrsta legg rennunnar í blíðskapar veðri en hauga sjó. Áhöfnin var að vinna á þilfari og tók enginn um borð eftir því hve sver aldan var. Fyrirvaralaust reið mikið brot aftan á bátinn og flaug hann á ofsahraða framan í brotinu og inn að fyrstu beygju. Þeir sem á dekki voru leist ekki á blikuna. Greip hver og einn til næstu handfestu og hélt sér þar dauðahaldi. Allir sjómenn þekkja að þegar svona stendur á verða bátar stjórnlausir og stýriseiginleikar þeirra engir. Þegar brotið reið undan bátnum hróp- aði karlinn út um brúargluggann: „Hélt ég honum nokkuð vel á strikinu dreng- ir.“ Skylt er að geta þess hér að þrátt fyrir áratuga sókn Adda frá Grindavík þá hlekktist honum aldri á í þessari innsigl- ingu. Neðansjávar stríðsmenn Einhverju sinni er Addi kom á Verði gamla að innsiglingunni til Grindavíkur á háflóði og nokkuð sléttum sjó náði annar bátur rennunni á undan honum. Þar sem miklu máli skipti fyrir Varð- armenn að komast á undan bátnum til löndunar lét Addi vaða beint af augum á hafnarmynnið. Allt gekk eins og í sögu lengi vel en allt í einu tók báturinn harkalega niður að aftan. Hentist hann af hleininni í loft upp, skrúfan sleppti sjó og jós þarastönglum og blöðkum í loft upp og rigndi þessum sjávargróðri yfir Björgvin Oddgeirsson og annan mann, sem stóð aftur á hekki þá skipið lamdi niður.   Með þessa afurð af sjávarbotni, hang- andi utan á sér, líktust mennirnir einna helst neðansjávar stríðsmönnum í felu- búningum. Herbragð Adda heppnaðist og náði hann löndun á undan þeim, sem renn- una fór en við lítinn fögnuð manna þar um borð. „Ekki lengur bómusvingari“ Áður en vökvaknúinn bómusvingari kom til sögunnar var skipsbóman dregin út í síður skipsins á svo nefndum gertum og þannig var Vörður útbúinn í fyrstu. Gertarnir voru í raun talíubúnaður, sem festur var annars vegar í lunningar skipsins og hins vegar um metra frá bómuenda. Oft þurfti nokkur átök við þennan búnað svo að ná mætti bómunni út fyrir borðstokkinn. Eitt sinn við löndun var karlinn á gertanum og þurfti mikið afl til að svinga bómunni og málinu, sem neðan í henni hékk, á móti strekkings golu út fyrir borðstokkinn og yfir bryggjudekkið. Allt í einu og öllum að óvörum henti karlinn gertabandinu frá sér, strunsaði aftur dekkið og sagði: „Ég verð ekki lengur bómusvingari hjá Þorbirni.“ Vafalítið hafa þessi viðbrögð stafað af því að búið var að ákveða að fá vökva- knúinn bómusvingara í bátinn og Addi hafi með þessum athöfnum verið að herða á um komu hans um borð. „Nóg loft í þeim“ Eitt árið þegar Addi var með Áskel TH- 48 og Oddgeir Ísaksson með Vörð TH-4 var oftar en ekki nokkur keppni um afla- magn á milli þeirra frænda. Einhvern tímann á þessum árum voru bæði skipin á veiðum við Eldey og gekk Áskeli fremur illa á meðan Vörður kom að landi með 30 tonna afla dag eftir dag. Því verður ekki neitað að Varðarmenn voru alldrjúgir með sig þessa daga því að það var ekki auðhlaupið að því að halda Adda fyrir aftan sig þegar aflabrögð voru annars vegar. Eitt sinn þegar áhöfnin á Áskeli var að burðast í land með nokkra belgi til að fá blásið í þá lofti kallaði Addi á eftir þeim: „Farið með þetta um borð í Vörð strákar það er nóg af lofti í þeim, sem þar eru.“ „Helvíti vel hjá Verði“ Eftir eina vertíðina þegar Addi var með Áskel var hann spurður að því hvernig vertíðin hefði gengið hjá honum. Svarið var þetta: „Það gekk andskotann ekki neitt en það gekk helvíti vel hjá Verði.“ Sannleikurinn var sá að báðum bátun- um gekk vel og munur á aflamagni í ver- tíðarlok var aðeins 2 til 3 tonn Verði í hag. Af tilsvarinu má ráða að þessi niður- Látraströndin, tóftir gamla bæjarins, Látra, og slysavarnaskýli. Innar er Grenivík. Utar fjallið Gjögur. Mynd: Jón Hjaltason

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.