Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur
Vasa. Þrátt fyrir hlaup karlanna þrjátíu
var þetta látið eftir og hinn 10. ágúst
1628 lét Vasa úr höfn í jómfrúrsiglingu
sína. Eða það var að minnsta kosti mein-
ingin.
„Guð einn veit“
Öllum heimildum ber saman um að
veðrið hefði ekki getað verið betra þenn-
an örlagaríka ágústdag. Suðvestan and-
vari og bjart. Í landi fylgdust þúsundir
með hinu mikla skipi líða af stað frá
skipasmíðastöðinni við Skeppsgården.
En aðeins eina 1.300 metra. Þá fyllti
vindurinn skyndilega seglin og skipið
lagðist á hliðina og sökk á örskammri
stundu. Dýpið var þó ekki meira en 32
metrar og úr landi sást glöggt hvar
áhöfnin stökk upp í reiða og möstur til
að bjarga lífi sínu. Fjölmargir Stokk-
hólmsbúar hlupu til, ýttu skektum úr
vör og reru í snatri hina stuttu leið út að
Vasa til að bjarga löndum sínum. Engu
að síður fórust 30 manns.
Það var ekki fyrr en tveimur vikum
síðar að Gústav kóngur fékk fréttirnar.
Hann brást hinn versti við og heimtaði
sökudólg til refsingar. Í kjölfarið hófust
ítarleg réttarhöld. Jú, fallbyssurnar voru
tryggilega festar, svaraði einn, og áhöfnin
var allsgáð, vottaði annar. Þá voru
skipasmiðirnir teknir á beinið. Af hverju
var skipið svona mjótt, spurði sak-
sóknarinn, sem varð þó að neita sér um
að taka aðalhöfund skipsins, skipasmið-
inn Henryk Hybertson, á beinið. Hann
hafði andast allnokkru áður en Vasa
komst á flot.
Réttarhöldin, sem snerust kannski
frekar um að finna sökudólg en ástæðu
hinna hörmulegu örlaga Vasa, tóku enda
án þess að nokkur niðurstaða fengist.
Nema menn sætti sig við svar bróður
Hybertson, kaupsýslumannsins Arendt
de Groot, sem sagði: „Guð einn veit af
hverju skipið fórst.“
Gamli og nýi tíminn. Riddari, áður í skut Vasa, og stúlka með farsíma, dálæti 21. aldar-mannsins.