Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Síða 14
14 – Sjómannablaðið Víkingur Þetta viðtal við Bolla Magnússon birtist í Morgunblaðinu 6. janúar 1973. Þar lýsir hann í aðalatriðum sínu starfi í Japan. Það eina sem uppá vantar er að Japanirnir unnu 6 daga vikunnar og því varð hann að nota sunnudaginn til þess að ferðast á milli stöðvanna en ferðin tók 8-9 klst. H inn 6. janúar 1973 birtist í Morgunblaðinu grein eftir Krist- ínu Bjarnadóttur þar sem hún sagði frá Japanstogurunum og reynslu- ferð með einum þeirra, togaranum Vestmannaey. Grípum þar niður sem Kristín ræðir við Bolla Magnússon sem hún kallar réttan mann á réttum stað: „Bolli Magnússon hefur dvalizt í Jap- an síðan í ágúst sl. sumar og unnið að eftirliti með smíði 10 skuttogara, 6 hjá Narasaki í Muroran og 4 í Niigata, fyrir hönd kaupenda. Bolli er skipatækni- fræðingur að mennt. Hann segist reynd- ar hafa lifað og hrærzt í skipum hálft sitt líf. Bolli hefur haft nóg á sinni könnu hingað til, því að hann hefur orðið að skipta sér milli tveggja skipa- smíðastöðva. Tekur heilan dag að ferð- ast á milli þeirra með mörgum farar- tækjum, flestum yfirfullum, en umferðin í eins þéttbýlu landi og Japan er gífurleg. Hraðinn við smíðarnar hef- ur verið svo mikill, að það hefur tekið hann langan tíma að setja sig inn í það, sem unnizt hefur á meðan hann var í burtu. Samtal okkar Bolla varð stutt, en hann var í Niigata mestallan þann tíma, sem ég var í Muroran, svo að ég hitti hann aðeins rétt í svip. Ég reyndi samt að nota tækifærið til að spyrja hann um dvöl hans og störf í Japan. „Bolli, hverju sætir þessi mikli byggingarhraði?“ „Fyrst og fremst hve margir komast að starfi í einu. Ég býst við, að þessi vinnubrögð væru óhugsandi á Íslandi, einfaldlega vegna þess að 8-12 manns gætu ekki unnið á sama blettinum eins og hér gerist.“ Allir, sem hlut eiga að máli, bera á störf Bolla mikið lof, bæði Japanir og Íslendingar. Japanir lofa sérstaklega samstarfið við hann og segja, að þar hafi Íslendingar valið réttan mann á réttan stað. Þeim hefur samt vafalaust vaxið hann í augum fyrst í stað, því að Bolli er myndarlegur fulltrúi norræna kynstofnsins og er á við tvo meðal Jap- ani að stærð og umfangi. „Í hverju hefur daglegt starf þitt ver- ið fólgið?“ „Ég hef fylgzt með smíði skipanna frá degi til dags og verið ráðgefandi um hvað hæfði íslenzkum staðháttum. Sannleikurinn er sá, að Íslendingar gera óvenju miklar kröfur um allan búnað, bæði öryggisbúnað, fis veiði- og sigl- ingatæki og aðbúnað að skipverjum. Og ég verð að segja, að hvergi í nokkru er- lendu landi hafa verið smíðuð skip fyrir Íslendinga sem fullnægðu eins vel kröf- um okkar og hér í Japan. Það er einungis hægt að jafna því saman við skipasmíðar á Íslandi og í Færeyjum, en þær þjóðir þekkja bezt hvað hæfir þeirra aðstæðum.“ „Réttur maður á réttum stað“ Reykjavík Fundur verður haldinn að Háteigi, A-sal á 4. hæð Grand Hótels Reykjavík, föstudaginn 30. desember og hefst kl. 14.00. Léttar veitingar. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Skipstjórnarmenn í Félagi skipstjórnarmanna Akureyri Fundur verður haldinn á veitingastaðnum Strikinu, norðursal, á 5. hæð að Skipagötu 14, Akureyri, fimmtudaginn 29. desember kl. 14.00. Léttar veitingar. Félagar fjölmennið. Stjórnin.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.