Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Síða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Síða 16
Þ egar deilurnar um fiskveiðiréttindi á norðurslóðum stóðu sem hæst í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar var ég skipstjóri á Hágangi II, sem Hraðfrystistöð Þórshafnar og Tangi á Vopnafirði gerðu út í sameiningu. Skipið hafði verið keypt árið áður frá Kanada ásamt systurskipi, Hágangi I, og var ætlunin að stunda veiðar við Svalbarða og á alþjóðlegu hafsvæði sem nefnist Smugan og liggur þar sem 200 sjómílna lögsögur Svalbarða og rúss- nesku eyjarinnar Novaya Zemlya ná ekki saman til vesturs og austurs en norska landhelgin setur mörkin til suðurs. Skipin voru af hagkvæmnisástæðum skráð í Mið-Ameríkuríkinu Belize en höfðu að öðru leyti engin tengsl þangað. Áhöfnin var skipuð Íslendingum, Fær- eyingum og einum Rússa og var aflinn saltaður um borð. Með því að ráða Rússa þennan í áhöfnina töldum við okkur færa í flestan sjó og ekki ólíklegt að upp kæmu aðstæður þar sem nærvera hans gæti skipt sköpum, þrátt fyrir að hæfileikar hans lægju augljóslega á öðrum sviðum en sjómennsku. En þess má í fram- hjáhlaupi geta að hann var tengdasonur mikils metins ráð- herra í ríkisstjórn Íslands á þess- um tíma, þó það komi málinu auðvitað ekkert við og sé full- komið aukaatriði. Þess má svo geta að Rússinn leyndi verulega á sér og bjó yfir eiginleikum sem við vissum ekkert um þá, en hefðu kannski getað létt okkur lífið á erfiðum tímum. En síðast þegar til spurð- ist starfaði hann sem strippari á homma- bar í Köben, við verulega góðan orðstír. Klaufar með klippurnar Það höfðu staðið deilur um rétt Íslend- inga og fleiri þjóða til veiða á þessu svæði en við töldum okkur í fullum rétti á grundvelli Svalbarðasáttmálans. Norð- menn töldu svæðið norskt yfirráðasvæði og létu eins og þeir ættu það allt skuld- laust með öllum þess auðlindum, þar með talið fiskistofnum. Þegar leið á sum- arið fóru deilurnar harðnandi og norska ríkisstjórnin ákvað að senda freigátur sínar á vettvang til að klippa á togvíra togaranna og að stugga okkur í burtu. Þetta voru mörg herskip og þar á meðal stærstu og öflugustu skip norska strand- gæsluflotans, m.a. Kv. Andenes, Kv. Nordkapp og Kv. Senja, sem á eftir að koma meira við sögu og var búin fjórum 3.600 hestafla aðalvélum eða samtals 14.400 hestöfl. Senja var feykiöflugt skip og ógnvekjandi þegar hún kom stundum dansandi á yfir 20 sjómílna fart og stefndi út og suður en beygði á síðustu stundu til að forða árekstri. Var það mikil gand- reið. Drunurnar í þessu hrossastóði voru skelfilegar þegar þeim var hleypt á skeið og fóðrið ekki skorið við nögl enda olíu- skortur ekki helsta áhyggjuefni Norð- manna, eins og kunnugt er. Íslensku varðskipin höfðu náð góðum árangri í Þorskastríðunum með því að beita togvíraklippum og margoft tekist að halaklippa Bretana þannig að þeir lágu óvígir eftir. Þessar víraklippur, sem Pétur Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Land- helgisgæslunnar hannaði, voru öflugt tæki en ég veit ekki hvort norska strandgæslan fékk teikn- ingar og upplýsingar þaðan en a.m.k. voru þeir búnir að koma sér upp nákvæmlega eins búnaði. En það er skemmst frá því að segja að Norsararnir náðu aldrei tökum á þessari tækni og var snautlegt oft að horfa á aðfarirn- ar, sem aldrei heppnuðust. Það er hætt við að Haraldur Ólafsson hefði orðið skömmustulegur ef hann hefði séð aðfarir sinna bestu manna. Við vissum alveg hvað það var sem klikkaði hjá þeim en verður ekki upplýst hér. Til að gera skömm norsku „tindátanna“ enn meiri gerðum Svalbarðadeilan Hágangur II, Halli kóngur og Toni á Hrísum Eiríkur Sigurðsson Anton Ingvason. 16 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.