Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Page 29
Sjómannablaðið Víkingur – 29
að fiskur lyktaði illa. Mjög oft þegar ég
var sendur í skóla fann ég um leið og
skólahurðin opnaðist að fiskur var á mat-
seðlinum. Þegar ég fór vissu þeir sem
réðu eldhúsinu að það var verið að selja
þeim úldinn fisk.
Ég var mjög oft svokallaður gesta-
kokkur í mötuneytum stórra fyrirtækja
og skóla. Til dæmis var ég gestakokkur 7
eða 8 sinnum í mötuneyti Sameinuðu
þjóðanna í New York. Þar borða um þrjú
þúsund manns í hádeginu. Yfirkokkurinn
þar sagði að af þeim veldu ekki nema
kannski svona 120-130 fisk þegar hann
væri á boðstólum.
Mötuneytið og salurinn er risastór. Í
miðju afgreiðslu-eldhúsinu er risastór
salatbar með ávöxtum, súpum og brauði.
Í kring voru 9 opin eldhús þar sem menn
gátu pantað hina ýmsu rétti. Hvert eldhús
hafði sitt þema og matseðil. Eitt hafði
pastastöð, annað heitar og kaldar sam-
lokur, þriðja hamborgara, fjórða steikur,
næsta japanskt, þar var líka Mexíkó-
matur og svo framvegis. Ég var settur í
eldhús sem kallað var alþjóða eldhúsið,
International Kitchen. Þar var ég alltaf
með ofnbakaðan þorsk, eða ufsahnakka
með sósu, og til hliðar hrísgrjón, kartöfl-
ur og grænmeti. Þegar menn gengu fram-
hjá dýfði ég lítilli plastskeið í sósuna og
bauð þeim að smakka. Það dugði oftast
og í ótrúlega mörgum tilfellum tóku
menn fiskinn jafnvel án þess að spyrja
hvað þetta væri. Að meðaltali fóru 300 til
400 skammtar úr eldhúsinu hjá mér.
Ég var líka mjög oft gestakokkur í
skólum. Þar var ég iðulega með samskon-
ar fisk á boðstólnum en líka oft með svo-
kallaðar vefjur. Mjúkar Tortilla kökur
sem ég setti í saxað jöklasalat, saxaða
tómata, saxaðan vorlauk, saxaða papriku,
rifinn ost, Tortilla sósu, Range salat sósu
og svokallaða fiskifingur eða eitthvað
langt og mjótt sem passaði í vefjur. Þetta
úðuðu skólakrakkarnir í sig og vissu fæst
að þau voru að borða fisk. Oftast voru
borðaðir fjórum til sex sinnum fleiri
skammtar af fiski þegar ég var gestakokk-
ur á staðnum. Leyndarmálið, góður fisk-
ur falinn í góðri sósu. Einn skólayfir-
kokkur, sem ég hitti nokkrum árum eftir
að hafa verið á námskeiði hjá mér, sagði
að í skólanum hjá honum hefði fisk-
neysla farið úr 40 skömmtum í um 300
síðan hún lærði að kaupa fisk og gefa
góðar sósur með.
Benni tekur við
Stuttu eftir að fyrirtækið flutti til New-
port News var það komið í mikil vand-
ræði. Margt hafði farið úrskeiðis undir
stjórn Hal Karper. Sennilega hafa þetta þó
bara verið venjuleg vandamál sem fylgja
flutningi svona margslungins fyrirtækis
en allavega var honum sagt upp og þá-
verandi forstjóri Iceland Seafood á Ís-
landi, Benedikt Sveinsson, ákvað sjálfur
að taka við stjórninni. Ég heyrði eftir
honum haft að mistökin hefðu verið gerð
fyrir framan nefið á honum og því stæði
það honum næst að kippa hlutunum í lag
aftur.
Benedikt flutti til Newport News seint
í nóvember og fjölskyldan bjó á hóteli til
að byrja með. Um sama leiti lokaði við-
skiptabanki fyrirtækisins á viðskipti og
vandamálin margfölduðust. En fáir ef
nokkrir sem ég hef kynnst eru jafn
slungnir og Benni eins og við kölluðum
hann. Hann, ásamt gjaldkeranum John
Williams, fundu annan banka og á einu
ári tókst Benna að hífa Icelandic upp úr
milljóna dollara tapi í núllið og á næstu
árum fóru hlutirnir fljótt að snúast við.
Þá var Icelandic selt til SÍF og þeir létu
Benna fara.
Benni er eini yfirmaðurinn sem ég hef
unnið með sem kallaði mig reglulega inn
á skrifstofu til að spyrja hvort ekki væri
allt í góðu lagi og til að ræða mín mál og
vinnuna sem ég var að leggja til. Þvílíkur
snillingur. Þá tók Ævar Agnarsson við
sem forstjóri en hann hafði verið verk-
smiðjustjóri all lengi. Það voru bara fjórir
Mynd: Þröstur Njálsson