Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Blaðsíða 30
30 – Sjómannablaðið Víkingur
íslenskir starfsmenn á þessum síðustu
Newport News árum. Ævar Agnarsson
forstjóri, Elvar Einarsson og Magnús
Baldursson voru í að kaupa fisk og svo
ég. Ævar reyndist frábær forstjóri.
Árið 2009 sameinuðust Sjóvík – sem
2004 hafði keypt Icelandic Seafood Cor-
poration – og SH undir nafninu Icelandic
Group. Þessi tvö stóru íslensku fisk fyrir-
tæki höfðu verið í bullandi samkeppni í
um 60 ár á Bandaríkjamarkaði. Verk-
smiðju Icelandic í Massachusetts var lok-
að og starfsemin sameinuð undir nafni
Icelandic Group. Við þennan samruna
misstu um 52 Brókerar umboð sín og
rúmlega 300 manns vinnuna í Massa-
chusetts.
Þetta var flókinn samruni þar sem
vöruúrval þessara fyrirtækja voru að
mörgu leiti mjög svipuð en samt ekki
eins. Margir viðskiptavinir töpuðu þar
einhverri vöru sem þeir höfðu keypt jafn-
vel árum saman. Í lokin var Icelandic
með um 700 vörunúmer á framleiðslu-
lista. Vissulega ótrúlega mörg en þá ber
að hafa í huga að mjög margar vörur
voru framleiddar í fimm til sex stærðum
og jafnvel úr allt að 17 fisktegundum
eins og ég hef víst minnst á áður. Einnig
voru margar vörur sérframleiddar fyrir
hin ýmsu eldhús og engan annan.
Hefðum átt að sameinast fyrr
Við vorum með stórfyrirtæki í viðskipt-
um eins og Aramark og Foodbuy sem
taka að sér að reka eldhús fyrir skóla,
sjúkrahús, banka, fangelsi, skrifstofur,
íþróttahallir og svo eitthvað sé nefnt.
Aramark starfrækti meðal annars eldhús-
ið hjá Sameinuðu þjóðunum í New York
og eldhúsið hjá Nato í Brussel þar sem
ég var einu sinni gestakokkur. Þessi
fyrirtæki eru bæði í Bandaríkjunum og
Evrópu og framreiða hundruð þúsunda
máltíða á dag. Ótal sölumenn gera ekkert
annað en að þjóna þeim.
Hjá okkur var tiltekinn sölumaður
sem sá um verslunarkeðjur en þar tíðk-
uðust sérstaklega – ef má segja frá því –
óaðlaðandi viðskiptahættir. Keðjurnar
selja þér hillupláss í versluninni fyrir
himinháa upphæð en í mörgum tilvikum
veita þær litla sem eiga þjónustu við
vörumerkið. Oftast þarf því fyrirtækið að
skaffa starfsfólk til að sjá um að varan sé
sett í hillur, jafnvel þó nóg sé af henni á
lager verslunarinnar. Því miður virðast
sumar verslanir á Íslandi hafa lært þetta
bragð. Ég hef margoft rekist á starfsfólk
sem er að raða í hillur verslana hér á
Fróni sem segist ekki vinna fyrir verslun-
ina heldur heildsalann.
Síðan voru sérstakir sölumenn og
Brókerar fyrir litlar og stórar veitinga-
húsakeðjur. Flestar ef ekki allar veitinga-
húsakeðjur reka tilraunaeldhús og var ég
oft sendur í slík eldhús til að kynna fisk
sem sölumanninum okkar fannst líklegt
að þær gætu notað. Sumar ráku líka sinn
eigin lager ef veitingastaðirnir voru
dreifðir á litlu svæði. Mörg keðjuveit-
ingahús voru bara í einni borg eða einu
eða tveimur fylkjum.
Ég lenti oft í keppni við hitt íslenska
fiskfyrirtækið, Icelandic, sérstaklega í við-
skiptum við keðjurnar og nú verð ég að
vera hreinskilinn: Ég gat aldrei skilið af
hverju í ósköpunum þurftu að vera tvö
íslensk fyrirtæki að keppa á þessum risa
markaði. Við hefðum átt að sameinast
tugum ára fyrr. Ef ég man rétt réði Ísland
á þessum árum innan við 12 til 15 pró-
sentum af öllum fiskmarkaði í Bandaríkj-
unum. Þvílík sóun á peningum. Ef ég
mætti hafa eitthvað að segja myndu allar
íslenskar útflutningsvörur seljast undir
einu höfuð-vörumerki.
Höfundur til hægri sýningu í Las Vegas.
Saltkaup hf. • Cuxhavengata 1 • 220 Hafnarfjörður
Sími: 560 4300 • www.saltkaup.is