Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Síða 40
I.
Í fyrri greinum í þessum flokki var fjallað um útgerð flóa- eða
póstbáta á Vestfjörðum og Norðurlandi á fyrra helmingi tuttug-
ustu aldar. Nú víkur sögunni suður á Breiðafjörð og Faxaflóa en
þessi tvö svæði eru gjarnan nefnd í sömu andrá þegar fjallað er
um flóabáta þar eð sömu skip fóru oft áætlunarferðir í báða
landshluta. Víkur þá sögunni fyrst að Faxaflóa.
II.
Á ofanverðri nítjándu öld færðist aukið líf í alla atvinnustarf-
semi við Faxaflóa. Fólki í byggðunum við Flóann fjölgaði, þétt-
býli tók að myndast, fyrst í Reykjavík og og síðan einnig á
verslunarstöðum suður með sjó, á Skipaskaga og við Borgar-
fjörð. Samhliða fólksfjölguninni færðist sjávarútvegur í aukana
og öflugustu verslunarfyrirtækin, sem flest voru staðsett í
Reykjavík, lögðu sífellt meiri áherslu á fiskkaup, fiskverkun og
útflutning á saltfiski og öðrum sjávarafurðum.
Allt kallaði þetta á bættar og traustar samgöngur og flutn-
inga á milli byggðarlaga. Þeim varð trauðla viðkomið nema á
sjó og í Reykjavíkurblöðum frá síðasta fjórðungi nítjándu aldar
má tíðum sjá greinar þar sem þess er krafist að „gufubátur“
verði fenginn til áætlunarferða um Flóann og var þá jafnan gert
ráð fyrir því að hann flytti jöfnum höndum farþega, póst og
vörur. Höfundar þessara greina bentu flestir á að þótt gott gagn
væri að siglingum kaupskipa sem kaupmenn hefðu stundum í
vöruflutningum milli hafna við Faxaflóa væru þær allsendis
ófullnægjandi. Þær væru óreglulegar og kaupmönnum bæri
engin skylda til að flytja varning annarra en sjálfra sín og enn
síður farþega og farangur þeirra.
Krafan um áætlunarferðir hentugra gufuskipa um Faxaflóa,
og jafnvel vestur á Breiðafjörð, varð háværari þegar leið að alda-
mótunum 1900, en hér var sem svo oft endranær að auðveldara
var um að tala en í að komast. Engin hentug gufuskip voru til-
tæk og fáir voru reiðubúnir að hætta fé í skipakaup og útgerð.
Þar við bættist að fáir eða engir Íslendingar búsettir hér á landi
höfðu réttindi til að stjórna slíkum skipum. Til þess yrði að fá
erlenda skipstjórnarmenn og víst að þeir yrðu kaupdýrir.
Við allt þetta bættist að aðstæður til útgerðar gufuskipa
voru erfiðar við Faxaflóa á þessum tíma. Hafnaraðstæður voru
hvarvetna slæmar, hvergi voru bryggjur eða önnur hafnarmann-
virki sem gufuskip, jafnvel hin smæstu, gátu athafnað sig við
með góðu móti. Þau urðu því að leggjast við akkeri, oft drjúgan
spöl frá landi og farþega og varning varð að selflytja á milli
skips og lands á smábátum. Það var tímafrek iðja og fráleitt
hættulaus. Árabátar máttu að sönnu kallast sæmilega traustir
farkostir en á mörgum verslunarstöðum við Faxaflóa háttaði
svo til að skipalegan var fyrir opnu hafi og ekki þurfti mikið
að vera að veðri til að yrði ófært og skip sem lágu við stjóra
neyddust til að létta í skyndi og sigla til hafs. Ella var hætta á
að þau ræki upp.
Allt varð þetta til að draga kjark úr mönnum og tefja fyrir
því að áætlunarferðir flóabáta um Faxaflóa hæfust. Á öndverðri
tuttugustu öld var norskur gufubátur með norskri áhöfn um
skeið í förum í Flóanum. Siglingar hans þóttu gefa góða raun
og þegar hann hvarf til síns heima var flestum ljóst að heima-
menn yrðu að taka upp merkið, svo mikil var þörfin á áætlun-
arferðum orðin.
III.
Fyrsti íslenski flóabáturinn á Faxaflóa kom til landsins síðla árs
1907. Hann hét Geraldine, var smíðaður í Skotlandi árið 1879,
76,65 brúttótonn að stærð. Eigandi skipsins var Fiskeriaktie-
Jón Þ. Þór
Faxaflói og Breiðafjörður fram til 1950
Íslenskir flóabátar
IV. grein
Siglt út á Faxaflóa.
40 – Sjómannablaðið Víkingur