Fréttablaðið - 27.08.2022, Side 29

Fréttablaðið - 27.08.2022, Side 29
2019–2022 Spennandi tækifæri í Straumsvík Sérfræðingur á sviði samskipta- og samfélagsmála Við leitum að öflugum og framsæknum einstaklingi til starfa. Verkefni eru fjöl - breytt þvert á deildir fyrirtækisins sem hefur það að markmiði að starfa í sátt við umhverfi og samfélag. Starfs - umhverfið er alþjóðlegt og heyrir starfið undir Rio Tinto Aluminium Atlantic. Ráðning er tímabundin til eins árs með möguleika á framtíðarstarfi. Tölvunar- eða kerfisfræðingur Við bætum við okkur þjónustudrifnum einstaklingi í þétt og öflugt tækniteymi til að sinna fjölbreyttum verkefnum tengdum kerfisrekstri á tölvu- og fjar- skiptakerfum fyrirtækisins. Hér er gott tækifæri til þess að kynnast rekstri og sérhæfðum búnaði í áliðnaði. Verkefnastjóri á tæknisviði Með auknum umsvifum stækkum við samhent teymi og leitum að verk- eða tæknifræðingi í starf verkefnastjóra. Starfið er fjölbreytt og krefst skipulagshæfni og lipurðar í samskiptum við samstarfsfólk og verktaka. Verkstjóri birgðahalds Við leitum að öflugum aðila í nýtt starf verkstjóra í birgðahald fyrir tækis- ins sem mun meðal annars stuðla að innleiðingu tækninýjunga og verkferla. Birgðahald er þjónustukjarni með starfandi teymi sem sinnir mikilvægu hlutverki þvert á deildir. Rio Tinto á Íslandi (ISAL) leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingum til starfa. Spennandi tímar eru framundan í starfseminni, við höfum framleitt ál í meira en 50 ár með íslenskri umhverfisvænni orku og stefnum að kolefnishlutleysi árið 2040. Rio Tinto á Íslandi rekur álverið ISAL í Straumsvík. Við erum fjölbreyttur vinnustaður og starfsfólk okkar er um 360 talsins. Fyrirtækið einsetur sér að vera í fremstu röð í allri starfsemi og starfa ávallt í sátt við umhverfi og samfélag. Framtíð okkar byggir á framúrskarandi starfsfólki þar sem fjölbreytileiki og jafnrétti er haft að leiðarljósi. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsækjandi þarf að fara í heilsufars- skoðun ef af ráðningu verður. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningar bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rök stuðn- ingur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Allar nánari upplýsingar um auglýst störf finnur þú hjá vinnvinn.is. Umsóknarfrestur er til og með 12. september. Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Hildur Jóna Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is). Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.