Fréttablaðið - 27.08.2022, Side 31
hagvangur.is
Sveitarfélagið Ölfus leitar að öflugum stjórnanda með
þekkingu á félags- og/eða fræðslumálum í stöðu sviðs-
stjóra. Fjölskyldu- og fræðslusvið fellur undir fjölskyldu- og
fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd og fer meðal
annars með málefni leik- og grunnskóla, félagsþjónustu,
æskulýðsmál, menningarmál og málefni aldraðra.
Helstu viðfangsefni og ábyrgð
• Yfirumsjón með fræðslumálum og félagsþjónustu
• Málefni eldri borgara
• Málefni fólks með fötlun
• Íþrótta- og frístundastarf barna og ungmenna
• Forvarnir og lýðheilsa
• Fjölmenningarmál
• Menningarmál og viðburðir
• Samstarfsverkefni á sviði skóla- og velferðarmála
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af stjórnun og mannauðsmálum
• Þekking og reynsla af stefnumótunarvinnu og áætlanagerð
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Hæfni í að koma fram og tjá sig í ræðu og riti
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Staðþekking er kostur
Undir Fjölskyldu- og fræðslusvið heyra m.a.
leikskólar, grunnskólar, tónlistarskóli, íbúðakjarni
fatlaðra og þjónustukjarni aldraðra. Á sviðinu
starfa um 150 manns og hefur sviðsstjóri yfir-
umsjón með fræðslu- og félagsmálum í umboði
fagnefnda. Hann undirbýr mál fyrir fagnefndir og
sér um að framfylgja samþykktum þeirra. Sviðs-
stjórinn stýrir stefnumótunarvinnu á sviðinu og
leiðir þróun og innleiðingu nýrra hugmynda og
úrræða í þeirri þjónustu sem undir sviðið fellur.
Á ábyrgðar sviði hans er áætlanagerð og þar
með talið fjárhagsáætlun sviðsins í samstarfi
við fjármála svið. Hann leiðir samráð við félaga-
samtök og aðra hagsmunaaðila um velferðar mál
og leiðir samstarf við aðra opinbera aðila í
fræðslu-, menningar- og velferðarmálum.
Sviðsstjóri Fjölskyldu-
og fræðslusviðs
Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá auk kynningarbréfs þar sem gerð er
grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veita Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is,
og Þórdís Sif Arnarsdóttir, thordis@hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til 12. september nk.
Sótt er um starfið
á hagvangur.is
Þátttakandi í íslensku
atvinnulífi í meira en
50 ár
hagvangur.is
ATVINNUBLAÐIÐ 3LAUGARDAGUR 27. ágúst 2022