Fréttablaðið - 27.08.2022, Page 32
Helstu verkefni og ábyrgð
• Yfirumsjón og stjórnun mannauðsmála.
• Ráðningar, móttaka nýliða og nýliðaþjálfun í samstarfi við stjórnendur.
• Stefnumótun, ábyrgð á þróun og eftirfylgni mannauðsstefnu.
• Hagnýting mannauðsmælikvarða sem styðja við ákvarðanatöku.
• Umsjón með árangursmælingum og könnunum m.a. vegna helgunar starfsfólks.
• Ábyrgð á þróun, innleiðingu og nýsköpun á sviði mannauðsmála.
• Yfirumsjón með fræðslumálum.
• Ábyrgð á jafnlaunastaðli og eftirfylgni.
Domino’s á Íslandi leitar að öflugum mannauðsstjóra til þess að leiða einstakan
hóp starfsmanna hjá einu stærsta veitingafyrirtæki landsins. Um er að ræða
krefjandi starf í líflegu umhverfi þar sem ávallt er nóg um að vera. Um Domino’s
Fyrsta verslun Domino’s Pizza á Íslandi var
opnuð þann 16. ágúst 1993 að Grensásvegi 11
í Reykjavík og fyrirtækið hefur vaxið ört síðan
þá. Í dag rekur Domino’s Pizza 23 verslanir hér
á landi. Ellefu þeirra eru í Reykjavík, ein í
Garðabæ, Mosfellsbæ og tvær í Kópavogi,
Hafnarfirði og í Reykjanesbæ. Auk þess er einn
staður á Akureyri, Akranesi og á Selfossi.
Domino’s er leiðandi fyrirtæki á veitinga-
markaði og starfa hjá félaginu um 500 starfs-
menn. Lögð er áhersla á að vera úrvals
vinnustaður, ekki síst fyrir ungt fólk og mikil
áhersla á fræðslu ásamt því að gefa starfsfólki
tækifæri á að þróast áfram í starfi. Margir af
lykilstjórnendum félagins í dag hófu störf sem
almennir starfsmenn.
Hæfniskröfur
• Háskólanám sem nýtist í starfi.
• Haldgóð reynsla af mannauðsmálum.
• Framúrskarandi samskiptafærni og jákvætt viðhorf.
• Frumkvæði og fagleg vinnubrögð.
• Drifkraftur og metnaður til að ná árangri.
Umsóknarfrestur er til og með 5. september næstkomandi.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni
viðkomandi til að gegna starfinu. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is
Umsjón með starfinu hafa: Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is)
og Hildur J. Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is).
ERT ÞÚ MEGA
MANNAUÐSSTJÓRI?