Fréttablaðið - 27.08.2022, Page 37
Skólameistari
Menntaskólans á Ísafirði
Hæfni og menntunarkröfur
Skólameistari veitir skólanum forstöðu, stjórnar daglegum rekstri og starfi
skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir,
aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Þá ber skólameistari
ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og að henni sé fylgt auk þess að hafa
frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans sbr. 2.
mgr. 6. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008. Að auki gegnir skólameistari
mikilvægu hlutverki í mótun skólastarfs á grundvelli laga og aðalnámskrár
framhaldsskóla og er mikilvægt að umsækjendur hafi skýra framtíðarsýn hvað
þetta varðar.
Mennta og barnamálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn að
fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar skv. 6. gr. laga um framhaldsskóla,
nr. 92/2008, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996,
með síðari breytingum. Skipað er í embættið frá 1. janúar 2023.
Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2022.
Nánari upplýsingar er að finna
á vef Starfatorgs: starfatorg.is.
• Starfsheitið kennari ásamt viðbótarmenntun í stjórnun eða
kennslureynslu á framhaldsskólastigi er skilyrði.
• Umfangsmikil stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni.
• Þekking á fjármálum, rekstri og áætlanagerð.
• Reynsla af mannauðsmálum.
• Góð samskiptahæfni og færni í að skapa liðsheild á vinnustað.
• Reynsla af verkefnastjórnun og stefnumótunarvinnu.
• Þekking og reynsla af stjórnsýslu.
• Skýr framtíðarsýn og hæfileiki til nýsköpunar.
Háskóli Íslands leitar að grafískum hönnuði
Starfið snýst um fjölþætt hönnunarverkefni á sviði markaðs- og samskiptamála hjá Háskóla
Íslands. Hlutverk sviðsins er að miðla upplýsingum til markhópa, innra og ytra samfélags,
um fjölbreytta og mikilvæga starfsemi HÍ, m.a. á sviði kennslu, náms, rannsókna og
nýsköpunar. Markaðs- og samskiptasvið hefur umsjón með öllum helstu vefsvæðum HÍ
og sér um vinnslu og útgáfu á stórum hluta kynningarefnis skólans.
Starfshlutfall er 100% og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 5. september 2022. Sótt er um starfið á www.hi.is eða
www.starfatorg.is. Nánari upplýsingar veitir Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri markaðs-
og samskiptasviðs HÍ, jonorn@hi.is; S: 525 4260.
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík, +354 525 4000, hi@hi.is, www.hi.is
Viltu teikna
upp framtíðina?
Við ráðum
WWW.RADUM.IS | 519 6770 | RADUM@RADUM.IS
Stjórnendaleit
Reynsla og gott tengslanet sérfræðinga
Ráðum skilar árangri þegar finna þarf æðstu
stjórnendur eða fólk í stjórnir fyrirtækja.
Ráðningar millistjórnenda og sérfræðinga
Góður gagnagrunnur, gott tengslanet og ára
löng reynsla á ráðningarmarkaði eykur líkurnar
á því að finna hæfasta einstaklinginn í starfið.
Almennar ráðningar á markaði
Öflun umsækjenda í almenn störf er ein helsta
áskorun fyrir tækja í dag. Þekking á markaðnum
er því mikilvæg og þar skiptir reynslan miklu
máli. Með leit í gagna grunni eða aug lýsingu í
viðeigandi miðlum aðstoðar Ráðum fyrirtæki
við að finna hæfasta ein staklinginn í starfið.
Sveigjanleg nálgun
Sérstaða Ráðum liggur í sveigjanlegri nálgun
á ráðningar verkefnið. Fyrir utan að sjá um allt
ráðningar ferlið komum við til móts við þarfir
fyrir tækja með því að sjá um hluta þess ef þörf
krefur, t.d. bakgrunns kannanir, hæfnis mat eða
starfs tengdar æfingar.
Matstæki
Ráðum notast við nýjustu aðferðir við að meta
hæfni og persónuleikaþætti sem geta skipt
sköpum í ráðningum. Ráðum er í sam starfi við
banda ríska mannauðs lausna fyrirtækið CEB sem
er í farar broddi í persónu leika prófum og öðrum
mats tækjum sem eru sér stak lega hönnuð til að
greina sérstöðu og hæfileika ein staklinga áður
en ráðning fer fram.
Þannig er hægt að finna hæfasta einstaklinginn
með talsverðri ná kvæmni. Persónu leika matið
OPQ32 og DSI (Dependa bility & Safety Index)
skimunar prófið hafa t.d. verið stöðluð og
staðfærð að íslenskum markaði.
Ráðgjöf við starfslok
Viðskilnaður fyrirtækis við starfsmann skiptir
höfuð máli þegar fyrirtækið á frum kvæðið að
starfs lokum. Ráðum býður upp á við tal við
ráð gjafa sem felur m.a. í sér upplýsingar um
atvinnu markaðinn, ráðgjöf varðandi starfs
ferilskrá og kynningarbréf og hagnýt atriði
varðandi starfs leit og atvinnu viðtöl.
Ráðum býður upp á ráðgjöf
og ráðningar þjónustu sniðna
að þörfum viðskiptavinarins.