Fréttablaðið - 27.08.2022, Page 46
442 1000
Upplýsingaver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
Viltu verða sérfræðingur
hjá Skattinum?
Skatturinn leitar að góðum liðsfélögum til starfa á álagningarsviði í Reykjavík.
Meginhlutverk álagningarsviðs er að leggja skatta og gjöld á einstaklinga og
lögaðila og sinna þeim verkefnum sem því tengjast, þ.m.t. undirbúningi, þjón-
ustu, eftirliti og afgreiðslu erinda og kæra. Gildi Skattsins eru fagmennska,
framsækni og samvinna.
Helstu verkefni:
Um fjölbreytt verkefni er að ræða, m.a. við virðisaukaskatt, tekjuskatt og aðra skatta og gjöld,
yfirferð skattframtala og skýrslna, afgreiðslu erinda, endurákvarðanir og endurskoðunarverk-
efni til viðbótar við úrvinnslu ýmissa gagna sem tengjast starfsemi Skattsins. Um er að ræða
100% starf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi (lágmarksmenntun er bakkalár gráða).
• Þekking á reikningsskilum, málsmeðferðarreglum og almennri skattframkvæmd
æskileg.
• Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
• Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
• Frumkvæði og metnaður.
• Fáguð framkoma og lipurð í samskiptum.
• Jákvæðni og rík þjónustulund.
• Geta til að vinna undir álagi.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Stefán Skjaldarson, sviðsstjóri álagningarsviðs,
í síma 442-1000 eða með tölvupósti á netfangið stefan.skjaldarson@skatturinn.is
Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu Skattsins, skatturinn.is eða á vefsíðu Starfatorgs, starfatorg.is.
Ferilskrá, auk kynningarbréfs, sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf,
umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi.
Umsækjendum um störf hjá Skattinum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem
kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa.
Skatturinn hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt gildandi
kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknarfrestur er til og með 6. september 2022 og verður öllum umsóknum svarað þegar
ákvörðun hefur verið tekin um ráðningar.
Æskulýðsfulltrúi
Njarðvíkursóknir
Njarðvíkursóknir óska eftir að ráða æskulýðsfulltrúa
með haldgóða menntun og / eða reynslu úr starfi
með börnum og unglingum.
Umsóknarfrestur er til 1. september 2022.
Sjá nánar á
50 % starf Ný staða
Official Residence
ManageR/HOusekeepeR
A Senior US Diplomat is recruiting a full-time
House Manager/Housekeeper.
Responsibilities involve full house cleaning duties, including
laundry and ironing, as well as preparing the table and serving
at official dinners and events. The House Manager ensures the
smooth operation of the Chief of Mission Residence, managing the
Chef, coordinating services and deliveries, assisting with event
planning and preparations, and maintaining expense records and
accounts.
Must be proficient in English and some Icelandic is helpful.
Must be willing to work flexible hours, which may include
evenings and weekends, as needed.
Closing date is September 05, 2022.
Please send your resume to: reykjavikvacancy@state.gov
Þátttakandi í íslensku
atvinnulífi í meira
en 50 ár
hagvangur.is
Erum við
að leita
að þér?
18 ATVINNUBLAÐIÐ 27. ágúst 2022 LAUGARDAGUR