Fréttablaðið - 27.08.2022, Side 78
tsh@frettabladid.is
Listamannadvölin Saga Residency
fer fram þessa vikuna á Eyrarbakka
í fimmta sinn síðan 2015. Í þetta
skiptið fer Saga fram í samstarfi við
fangelsið Litla-Hraun og félagasam-
tökin Múrar brotnir sem hefur það
að markmiði að bjóða upp á lista-
vinnusmiðjur í íslenskum fang-
elsum.
„Við höfum alltaf verið á einhvern
hátt að vinna með samfélaginu á
Eyrarbakka. Núna erum við sér-
staklega að vinna með Litla-Hrauni.
Helsta þemað okkar er samstarf
með föngunum. Þannig að við
erum að para saman listamenn og
vistmenn,“ segir Hrefna Lind Lárus-
dóttir, einn skipuleggjenda.
Átta listamenn taka þátt í lista-
mannadvölinni í ár og koma þeir
meðal annars frá Bandaríkjunum,
Kína, Póllandi og Íslandi. Lokaafurð
verkefnisins er samsýning á verkum
sem listamennirnir og fangarnir
vinna saman og verður sett upp
í Litla-Hrauni næsta mánudag. Á
þriðjudag verður sýningin svo sett
upp á Eyrarbakka í Skrúfunni –
grósku- og sköpunarmiðstöð fyrir
bæjarbúa.
Þetta hljóta að vissu leyti að vera
svolítið krefjandi aðstæður. Hvernig
hefur samstarfið gengið á milli lista-
manna og fanga?
„Það byrjaði alveg svakalega vel.
Við erum náttúrulega stutt komin
í ferlinu en við komum í gær og
þeir bara stukku til, þeir voru svo
spenntir að hitta alla listamennina
og voru bara á fullu að spjalla og í
hugmyndavinnu. En auðvitað erum
við líka að fara út í einhvers konar
óvissu á þann hátt að við vitum
ekki hvort allir mæta á morgun sem
mættu í gær. Það fer held ég svolítið
bara eftir dagsforminu.“
Upphafið að samstarfinu við
Litla-Hraun hófst þegar Saga Resi-
dency var síðast haldin í byrjun árs
2020 en þá fengu listamennirnir að
heimsækja fangelsið. Hrefna segir
það hafa komið henni skemmtilega
á óvart hversu vel fangelsisyfirvöld
tóku í hugmyndina.
„Þau eiginlega bara segja já við
öllum hugmyndum. Við erum í raun
að vinna eftir þeirri reglu að allt sé
mögulegt. Eftir að við fórum þarna
fyrir tveimur árum þá sáu þau bara
hvað þetta hafði góð áhrif á vist-
mennina, þannig að þau hafa alltaf
sagt já við okkur.“
Er mikilvægt fyrir fanga að fá að
sinna listsköpun?
„Já, alveg svakalega mikilvægt.
Þetta er oft fólk sem fúnkerar illa
innan almenns kerfis, skólakerfis
og samfélagslegs strúktúrs, en er
afskaplega skapandi og vantar oft
bara einhvern vettvang til að tjá
sig. Og líka bara að nýta tímann
á meðan fólk er í fangelsi til að
byggja sig upp og kynnast sjálfum
sér betur.“ n
Listsköpun innan fangelsisveggja
Þátttakendur Saga Residency og forstöðumaður Litla-Hrauns. Frá vinstri:
Halldór Valur Pálsson, Jess LoMonaco, Hrefna Lind Lárusdóttir, Jaclyn Gil-
strap, Rahul, Claire, Brandur Karlsson, Kami Mierzvvinsk, Scott Shigeoka,
Sally Rumble, Viv Li, Hera Fjord, Adam Rosendahl, Alex Maceda. MYND/AÐSEND
Listahátíðin Hamraborg
Festival fer fram í Kópavogi
um þessar mundir. Berglind
Jóna Hlynsdóttir er heiðurs-
listamaður hátíðarinnar
og sýnir marglaga verk sem
teygir sig um svæðið.
tsh@frettabladid.is
„Hamraborgin fór bara að verða
einhvers konar þráhyggja,“ segir
Berglind Jóna Hlynsdóttir, heiðurs-
listamaður hátíðarinnar Hamra-
borg Festival, sem fer fram í miðbæ
Kópavogs 26. til 28. ágúst. Sýning
Berglindar ber titilinn Hamraborg
fjöleignarhús og byggir á áralangri
rannsókn Berglindar á sögu svæði-
sins.
Hamraborg f jöleignarhús er
marglaga sýning sem byggir meðal
annars á innsetningu sem Berglind
hefur sett upp í gömlu Olís bensín-
stöðinni í bílakjallara Hamraborgar
og hljóðverki sem leiðir áhorfendur
um svæðið.
„Fyrir fjórum eða fimm árum
síðan þá bauðst mér að vinna verk
fyrir Gerðarsafn og þá hefst þessi
rannsókn. Ég hef gengið um svæðið
á ólíkum tímum dags, hef setið og
skrásett umferð, hef komið með
nemendur hingað og við höfum
spáð í rýminu. En svo fer ég rosa
mikið að skoða söguna og leita
að fólki sem tengist byggingunni
og skoða arkitektateikningar. Þá
kemst ég að því að hérna hafi verið
starfrækt sjónvarpsstöðin Hamra-
borgarrásin sem ég geri heilt verk
um í Gerðarsafni.“
Óborganleg heimild
Hamraborgarrásin var sjónvarps-
stöð sem var starfrækt af húsfélagi
fjölbýlishússins Hamraborgar á 10.
áratug síðustu aldar. Þórir Stein-
grímsson, leikari og lögreglumað-
ur, var stofnandi rásarinnar, sem
Berglind segir vera einstaka fyrir
sinn tíma.
„Hún er alveg óborganleg heimild
fyrir Ísland og íslenska menningu.
Það er eitthvað svo ótrúlega bilað að
húsfélag hafi lagt alvöru sjónvarps-
kapal, bara fyrir sjálfa sig, búið til
sjónvarpsstöð og varpað út. Þetta
var mjög alvarleg sjónvarpsgerð,
það voru f lottir fréttaskýringa-
þættir, fjölþjóðlegir þættir og menn-
ingarþættir,“ segir Berglind, en verk
hennar Hamraborgarrásin var sýnt
á sýningunni Skýjaborg í Gerðar-
safni í fyrra.
Rödd Hamraborgar
Í hljóðverkinu sem sýnt er á Hamra-
borg fjöleignarhús, persónugerir
Berglind sjálfa Hamraborgina og
gefur henni rödd.
„Í nýja verkinu byrja ég að leita að
þessari rödd Hamraborgar og reyna
að skilja hver hún er, hvað hefur hún
um þetta að segja? Við erum alltaf
eitthvað að velta henni fyrir okkur.
Þá nýti ég mér raddir almennings
sem hefur í gegnum árin skrifað í
blöðin, viðtöl, greinar og umfjall-
anir í sveitarstjórnarblöðum. Þá
tek ég upp skoðanir og hugmyndir
almennings en sný þeim upp í hug-
leiðingar Hamraborgarinnar.“
Að sögn Berglindar hefur Hamra-
borgin ýmsar skoðanir á því hvað
fólki finnst um hana og þeim miklu
breytingum sem orðið hafa á skipu-
lagi Kópavogs á undanförnum árum
og áratugum. Hún vann hljóðverkið
í samstarfi við listrænu feðgana
Einar Örn Benediktsson og Kaktus
Einarsson sem sköpuðu tónlist og
hljóðmynd verksins. Þá ljáði leik- og
söngkonan Thelma Marín Jónsdótt-
ir verkinu rödd sína. Hljóðverkið er
rúmlega 40 mínútna langt og leiðir
áhorfendur í ferðalag um króka og
kima Hamraborgar.
„Hugmyndin er sú að fólk geti
komið hérna hvenær sem er þegar
sýningin er opin. Það getur bæði
fengið lánað heyrnartól hjá mér
en líka náð í verkið í símana sína.
Hugmyndin er að fólk komi hérna
og eyði svolitlum tíma með Hamra-
borginni. Byrji hér á bensínstöðinni
og setjist þar inn en fari svo og gangi
um og týnist í bílakjallaranum og
klifri upp stigann í garðinn. Hún
er svolítið að leiða þig áfram,“ segir
Berglind.
Fullkomið samhengi
Samhliða Hamraborg Festival
kemur út bókin Með Hamraborgir
á heilanum en Berglind Jóna er með
texta og ljóð í þeirri bók. Þá hyggst
hún einnig gefa út allan texta rann-
sóknar sinnar á Hamraborginni og
hljóðverksins í litlu riti sem verður
fáanlegt á sýningunni.
„Ég var beðin um að skrifa ljóð
fyrir bókverkið um Hamraborgina.
Þar eru bara rosalega f lottir höf-
undar og við ætlum einhver okkar
að lesa upp úr bókinni á Catalinu,“
segir Berglind.
Eins og áður sagði hefur Berglind
rannsakað Hamraborgina í langan
tíma og er hún síður en svo hætt
og vinnur nú að kórverki um sama
efni.
„Svo fannst mér þetta passa svo
rosalega vel inn í hátíðina. Mér
fannst þetta bara fullkomið sam-
hengi fyrir þetta sögulega verk.
Hamraborgin hún einhvern veg-
inn innbyrðir alla og er í einhverju
svona hátíðarsamtali,“ segir Berg-
lind.
Hamraborg fjöleignarhús er opin
til 11. september. Sýningin er unnin
í samstarfi við Y Gallery, Hamraborg
Festival, Mekó og Gerðarsafn. n
Með þráhyggju
fyrir Hamraborg
Berglind Jóna Hlynsdóttir, heiðurlistamaður Hamraborg Festival, sýnir meðal annars í gömlu bensínstöðinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Verk Berglindar hefst í gömlu Olísbensínstöðinni í bílakjallara Hamraborgar.
MYND/SKÚLI SKÚLASON
Í nýja verkinu byrja ég
að leita að þessari rödd
Hamraborgar og reyna
að skilja hver hún er,
hvað hefur hún um
þetta að segja?
Berglind Jóna Hlynsdóttir
Við erum í raun að
vinna eftir þeirri reglu
að allt sé mögulegt.
Hrefna Lind Lárusdóttir
tsh@frettabladid.is
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands
stendur fyrir málþingi í Þjóðarbók-
hlöðunni í tilefni þess að 250 ár eru
liðin síðan fyrsti breski vísindaleið-
angurinn heimsótti Ísland árið 1772.
Málþingið fer fram mánudaginn 29.
ágúst klukkan 13-18 og er haldið í
samvinnu við sænska sendiráðið.
Þennan sama dag fyrir 250 árum
steig Sir Joseph Banks fæti á Ísland
ásamt fjölmennu liði vísinda- og
listamanna. Leiðangurinn vakti
mikla athygli samtímamanna og
í Napóleonsstríðunum reyndist
Banks Íslendingum einstaklega vel.
Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra setur málþingið og Jón
Atli Benediktsson rektor HÍ f lytur
ávarp. n
Málþing um
Sir Joseph Banks
Málverk af Sir Joseph Banks eftir Sir
Joshua Reynolds.
38 Menning 27. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 27. ágúst 2022 LAUGARDAGUR