Fréttablaðið - 31.08.2022, Síða 1
Það koma reglulega
upp tilfelli þar sem
nemendur hætta í
námi eða þurfa að
minnka við sig vegna
vinnu.
Olga Lísa Garðarsdóttir,
skólameistari FSu
1 9 6 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 3 1 . Á G Ú S T 2 0 2 2
Er þakklæti
efst í huga
Hörmuleg
ágústlok 1997
Tímamót ➤ 18 Lífið ➤ 24
Góð byrjun á
hjólatúrnum
Hugsum í framtíð
IMAGE NEEDS TO BE
EXTENDED IF APPROVED
2-3 DAGA
AFHENDING
MARKAÐURINN Eyrir Vöxtur hefur
fjárfest fyrir 400 milljónir króna í
íslenska nýsköpunarfyrirtækinu
Justikal, sem hefur þróað hugbún-
aðarlausn sem gerir lögmönnum og
öðrum aðilum kleift að senda gögn
rafrænt til dómstóla.
Sparnaður fyrir íslenskt samfélag
með notkun lausnar Justikal getur
verið gríðarlegur, eða um það bil 3,3
milljarðar á ári.
Einnig getur þessi lausn gert dóm-
stóla aðgengilegri fyrir tekjulægri
aðila.
Þessi f járhagslega innspýting
verður notuð til vöruþróunar og
markaðssóknar Justikal inn á
alþjóðlega markaði og hyggst fyrir-
tækið byggja upp alþjóðlegt sölu- og
markaðsteymi.
Eyrir Vöxtur er sjóður undir hatti
Eyris Invest sem er lykilhluthafi í
Marel. SJÁ SÍÐU 10
Eyrir Vöxtur
fjárfestir í Justikal
Skólastjórnendur framhalds-
skóla eru ekki á einu máli
um hvort tekjutengt jafnrétti
ríki til náms. Kostnaður við
bækur og tæki er mikill.
ninarichter@frettabladid.is
MENNTUN Kostnaður framhalds-
skólanema að hausti getur hlaupið
á hundruðum þúsunda króna sé
bóka- og tækjakostnaður tekinn til
greina. Stjórnendur framhaldsskóla
sem Fréttablaðið ræddi við, eru ekki
á einu máli um hvort tekjutengt jafn-
rétti ríki til náms og hvort tekjur
heimilanna hafi áhrif á námsár-
angur eða aðgengi að náminu. Nýleg
skýrsla bendir til þess að menntun
foreldra og bakgrunnur hafi beinni
áhrif á námsárangur en tekjutengdir
þættir.
„Það koma reglulega upp tilfelli
þar sem nemendur hætta í námi
eða þurfa að minnka við sig vegna
vinnu. Fjöldi þeirra sem nefna vinnu
sem aðalástæðu brotthvarfs úr námi
hefur verið á bilinu þrír til sjö á
hverri önn,“ segir Olga Lísa Garðars-
dóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla
Suðurlands. „Það er nokkuð víst að
skólinn veit ekki um alla sem þyrftu
fjárhagsaðstoð. Best væri þó ef allir
sætu við sama borð og námsgögn
væru kostuð af ríkinu,“ segir hún.
„Ég finn alls ekki fyrir stéttaskipt-
ingu innan skólans og við verðum
ekki vör við mikið brottfall vegna
vinnu nemenda,“ segir Sólveig Guð-
rún Hannesdóttir, rektor Mennta-
skólans í Reykjavík.
Sólveig segir f lesta eldri nema
stunda vinnu. „Ég held að tækifæri
til náms á framhaldsskólastigi séu
nokkuð jöfn í landinu.“ SJÁ SÍÐU 6
Námsgögn gjarnan dýr og
fjöldi nemenda er í vinnu
Kvennalandslið Íslands æfir nú í Miðgarði, knattspyrnuhúsi Garðabæjar, vegna landsleiks liðsins við Hvíta-Rússland sem fram fer á Laugardalsvelli á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
bth@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Feðgar í manndráps-
málinu á Blönduósi eru báðir með
stöðu sakbornings. Þetta staðfestir
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri
á Norðurlandi eystra.
Skýrsla var tekin af Kára Kárasyni,
sem varð fyrir skoti, í fyrradag. Kári
missti eiginkonu sína, Evu Hrund
Pétursdóttur iðjuþjálfa í árásinni.
Hefur verið talið að sonur þeirra,
gestkomandi á heimilinu, ætti þátt
í dauða byssumannsins. n
Feðgarnir með
stöðu sakbornings
Skýrsla var tekin af
Kára í fyrradag.