Fréttablaðið - 31.08.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 31.08.2022, Blaðsíða 14
Gallarnir við f lugvöll í Hvassa­ hrauni eru augljósari en áður vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi. Því þarf að skoða upp á nýtt hvar best er að staðsetja á miðstöð innan­ landsflugsins og aðalvaraflugvöll fyrir alþjóðaflugið fyrir góða þróun landsins. Reykjavíkurflugvöllur Flugvöllurinn gegnir í aðalatriðum eftirfarandi hlutverki: n Miðstöð innanlandsflugs, einka- flugs, kennsluflugs, sjúkra-, björgunar- og löggæsluflugs. n Varaflugvöllur fyrir alþjóðaflug- völlinn á Miðnesheiði ásamt Egilsstöðum og Akureyri. Með væntanlegri tilkomu hágæða almenningssamgangna, Fluglestar og Borgarlínu, er nærtækt að flytja miðstöð innanlandsflugsins á Mið­ nesheiðina. Hins vegar þarf að finna góða staðsetningu fyrir aðalvara­ flugvöll alþjóðaflugsins. Hvassahraun Hagfræðistofnun HÍ hefur metið þjóðhagkvæmni þess að leggja af Reykjavíkurf lugvöll og byggja í staðinn flugvöll í Hvassahrauni yfir 100 milljarða króna á núvirði sem felst mest í verðmætu byggingar­ landi sem losnar. Það er loftslags­ vænt og gott fyrir gæði og öryggi lífsins í borginni. Helstu kostir Hvassahrauns eru nálægð við höfuðborgarsvæðið. Það sem hins vegar mælir gegn Hvassa­ hrauni er: n Náttúruvá svo sem eldvirkni getur truflað starfsemina á Miðnesheiði og í Hvassahrauni á sama tíma. n Staðirnir eru á svipuðu veður- svæði. n Samgöngutenging við höfuð- borgarsvæðið er sú sama. n Ógnar mikilvægum vatnsbólum. Frá öryggissjónarmiði og langtíma hagkvæmnisjónarmiðum er líklega betra að hafa aðalvaraflugvöllinn fyrir alþjóðaflugið í annarri átt frá höfuðborgarsvæðinu. Hágæða almenningssamgöngur REY-KEF Samfélagslegur ábati af háhraða fluglest REY­KEF hefur verið metinn á 40­60 milljarða króna. Borgarlínan gæti tekið við fólki í Hafnarfirði eða þar sem þætti henta. Fluglest er talin hagkvæm sem einka­, opinber­, samvinnuframkvæmd (PPP). Hún er umhverfisvæn, þægileg, ódýr og góð aðkoma að landinu. Með þessum væntanlegu hágæða almenningssamgöngum er nær­ tækt að sameina meginstarfsemina sem nú er á Reykjavíkurflugvelli við alþjóðaflugið á Miðnesheiði. Hvað sjúkraf lug varðar þarf á næstu árum hvort sem er að nýta sjúkraþyrlur í vaxandi mæli. Þær geta lent nánast hvar sem er nálægt slysstað og sjúkrahúsi. Með þeim styttist líka viðbragðstími sem bjargar mannslífum og bætir heil­ brigðisþjónustuna mjög. Með hágæða almenningssam­ göngum getur kennslu­ og einka­ f lug f lust á Miðnesheiðina eða í Mosfellsbæ ef vilji er til að stækka flugvöllinn þar. Suðurlandsflugvöllur En þá er það aðalmálið. Það þarf nýjan varaf lugvöll fyrir alþjóða­ flugið á Suðvesturlandi. Það er óhag­ kvæmt og slæmt fyrir loftslagið að hafa aðalvaraflugvöllinn langt frá aðalf lugvelli. Samt þarf hann að vera á öðru veðurfars­ og náttúru­ vársvæði og helst með aðra sam­ göngutengingu við aðal þéttbýlið á SV­horninu en aðalflugvöllurinn. Suðurland í nágrenni Selfoss er augljós kostur í þessu sambandi. Um 90% erlendra ferðamanna fara Gullna hringinn og margir, sérstak­ lega þeir sem eru að koma í annað eða þriðja sinn til landsins, munu væntanleg nýta sér að koma beint á Suðurland. Bretar settu þar niður flugvöll á sínum tíma. Suðurland er heppilegasta svæði landsins til að taka við auknu þétt­ býli þegar þrengist um á höfuð­ borgarsvæðinu. Það sést líka á hraðri uppbyggingu Selfoss og nágrennis undanfarin ár. Flugvöllur á Suðurlandi myndi styrkja landsbyggðina og landið allt. Hann myndi gera ferðafólki kleift að fara lengra til austurs og norðurs, ekki síst ef til koma heilsárs hálend­ isvegir síðar. Byggja mætti Suður­ landsflugvöll með PPP fyrirkomulagi af lendingargjöldum því hann fengi talsverða notkun. Mikill ávinningur fyrir landsmenn 10 milljónir manna fóru árlega um Keflavíkurflugvöll fyrir Covid og útlit er fyrir að flugið sé að ná sér eftir faraldurinn. Því er spáð að alþjóða­ flug muni vaxa um 5­10% á ári næstu áratugi. Fjöldi ferðamanna til lands­ ins mun því vaxa mikið og þörf er á góðum valkosti við aðalflugvöllinn á Miðnesheiði. Stjórnvöld þurfa því að láta greina þessi mál vel og fá til þess mjög hæft fagfólk víða að, áður en ákvarðanir eru teknar. Leita þarf hagkvæmra, umhverfisvænna og öruggra kosta. Það þarf að horfa á stóra samhengið fyrir landið og loftslagið, til langs tíma. Það hafa verið gerðar vandaðar úttektir af minni ástæðum. n Suðurlandsflugvöllur er málið Guðjón Sigurbjartsson viðskipta­ fræðingur úr Þykkvabænum Eins og allir vita, samanstendur samfélag ið af marg v ísleg u m hópum, og er mér vel við f lesta, enda fjölbreytileiki eitt af einkenn­ um sköpunarverksins, náttúrulegur og eðlilegur. Flest, sem mönnum er áskapað, er því fyrir mér eðlilegt, og vita flestir, að menn skapa sig ekki sjálfir og fá mest af því, sem þeir eru og ein­ kennir, eðli og hneigðir, í vöggugjöf. Genin og erfðamengið ráða för. Í síðustu viku skrifaði ég grein hér í blaðið undir fyrirsögninni „Yfir­ keyrð gleði – fólk eins og við hin“. Í rauninni sagði þessi fyrirsögn strax tvennt: 1. Að mér fyndist „gleði“ hinsegin fólks stundum yfirkeyrð. 2. Að ég liti á hinsegin fólk og trans­ fólk nákvæmlega eins og á alla aðra samfélagshópa; eins og okkur hin. Ég færði rök fyrir punkti 1, sem ég hygg, að ekki séu fjarri lagi, enda hefur enginn andmælt þeim, og punktur 2 ætti ekki að styggja neinn, því hann staðfestir það sjónarmið mitt, að allir séu jafnir og ættu sama rétt. Ég tók dæmi, þar sem ég nefndi aðra hópa, t.a.m. örvhenta, en ég tel einmitt að hópur örvhentra sé fyllilega sambærilegur við hin­ segin fólk, en það skýrist af því, að örvhentir fæðast með hneigð til að beita höndunum til hreyfinga og athafna með öðrum hætti, en þorri manna, á sama hátt og hinsegin fólk hefur sín sérkenni. Það er reyndar athyglisvert, að þessir hópar eiga ýmislegt sam­ eiginlegt, eins og það, að vera sérlega listhneigðir. Hvernig gat þessi, að mér fannst, hlutlæga og líffræðilega greining, farið fyrir brjóstið á fólki? Hún gerði það samt greinilega. Ég fékk víða skömm í hattinn fyrir þessa grein, og var ég ásakaður um, að gera árás á hinsegin fólk og grafa undan réttindabaráttu þess. Sérstaklega var ég gagnrýndur fyrir að skilja ekki vilja hinsegin fólks og transfólks til að vera „sýni­ leg“. Hér bera að skilja „sýnilegur“ sem greinilegur, áberandi. Góð og gegn kona skrifaði mér, þegar ég sagði, að erfitt væri að rök­ ræða við fólk, sem stjórnaðist af tilfinningum eða samúð: „Ómögu­ legt að rökræða við þig um þá til­ finningu þína að hinsegin fólk sé of sýnilegt.“ Hún taldi það, sem sagt, mikil­ vægt fyrir hinsegin fólk að vera „sýnilegt“. Þessu svaraði ég þannig, að, ef ég væri ráðgjafi hinsegin fólks, myndi ég ráðleggja þeim þetta: n Forðist, að vera of sýnileg, láta of mikið á ykkur bera og berjið bumbur ykkar hóflega. n Því, með slíku eruð þið sjálf að skera ykkur úr, gera ykkur að sérstökum hópi. n Leggið heldur áherzlu á, að ganga inn í samfélagið og sam- einast því, með hljóðlegum og mjúkum hætti, renna inn í það án hávaða og láta, en standið þó fast á rétti ykkar, ef/þegar á hann reynir. Önnur góð kona sagðist ekki skilja mína nálgun; hvað ég væri að fara með þessum skrifum. Svarið er, að ég tel hinsegin fólk bara venjulegt fólk, og sé enga ástæðu til að vera að hampa því sérstaklega. Nær hefði t.a.m. verið fyrir Reykjavíkurborg að byggja fleiri rampa fyrir hjólastólafólk, en að mála götur og stræti hinsegin fólki til heiðurs. Þegar samfélagið er skoðað, má greina marga hópa, sem allir hafa sín sérkenni, vegna sinna erfða­ mengja og gena, en eiga samt fullan rétt á að falla inn í samfélagið og vera fullgildir samfélagsþegnar: Það er ekkert réttlæti í því, að taka þarna einn hóp út úr og hampa honum sérstaklega af opinberum aðilum, sveitarstjórnum, skólum, kirkjum, fyrirtækjum o.s.frv. Sér­ staklega finnst mér réttur opinberra aðila til þessa orka tvímælis. Til að svara því, hvað mér gangi til með þessum skrifum, þá eru punkt­ arnir þessir: 1. Að sýna fram á, að hinsegin fólk og transfólk er eins og við hin. 2. Það verður að gilda jafn­ vægi og jafnrétti milli allra hópa. 3. Hinsegin fólk er ekki að styrkja sína stöðu með því að vilja vera „sýni­ legt“. 4. Kynferðislegir tilburðir hin­ segin fólks í gleðigöngum og öðru eiga ekki við. 5. Kynferðismál ættu að vera einkamál manna. Við lifum sem betur fer í frjálsu samfélagi, þar sem allir hafa rétt á að hafa skoðun og tjá hana. Ég er að nýta mér þann rétt, eins og ég geri oft, og vona ég, að menn geti metið þetta innlegg í umræðuna út frá skynsemi og yfirvegun, en láti ekki stjórnast af tilfinningasemi eða ógrundaðri samúð. Haf i ég sært einhverja með þessum hugleiðingum mínum og skrifum, þá biðst ég fyrirgefningar á því. n Má ræða viðkvæm mál eða eiga þau að liggja í þagnargildi? Ole Anton Bieltvedt samfélagsrýnir og dýraverndunar­ sinni Við lifum sem betur fer í frjálsu samfélagi, þar sem allir hafa rétt á að hafa skoðun og tjá hana. Ég er að nýta mér þann rétt. Flugvöllur á Suður- landi myndi styrkja landsbyggðina og landið allt. Hann myndi gera ferðafólki kleift að fara lengra til austurs og norðurs. 14 Skoðun 31. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.