Fréttablaðið - 31.08.2022, Síða 22
Það var nú einn vinur
minn sem grínaðist með
það að þegar maður
stendur mikið á haus þá
vinnur þyngdaraflið með
manni.
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda
tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Okkar ástkæra
Guðbjörg Anna
Þorvarðardóttir
dýralæknir,
Skólavörðustíg 35, Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum við
Hringbraut, sunnudaginn 28. ágúst sl.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd systkina og annarra ástvina,
Juliette Marion
Elskulegi unnusti minn, faðir, sonur,
bróðir, tengdasonur og barnabarn,
Þórður Kárason
pípulagningameistari,
Ásbúð 52, Garðabæ,
varð bráðkvaddur
miðvikudaginn 24. ágúst.
Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn
2. september klukkan 13. Streymt verður frá útförinni:
https://hljodx.is/index.php/streymi
Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hans er bent á styrktarreikning barna hans:
0318-26-4662, kt. 1105607379.
Elsa Kristín Auðunsdóttir
Laufey Líf, Anna, Tinna, Sunna og Kári
Anna Þórðardóttir Kári Grétarsson
Grétar Kárason
Laufey Baldvinsdóttir
Auðunn Helgi Herlufsen
Þórður Jónsson
Ásdís Hjörleifsdóttir
og aðrir ástvinir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar föður okkar, stjúpföður,
tengdaföður og afa,
Kjartans Jónssonar
innanhússarkitekts.
Við þökkum fyrir einstaka umönnun og hlýju starfsfólks
Krabbameinsdeildar, Krabbameinsfélagsins og Ljóssins
sem og Rafns Hilmarssonar læknis og
Kristínar K. Alexíusdóttur hjúkrunarfræðings.
Helga Sjöfn Kjartansdóttir G. Magni Ágústsson
Margrét Una Kjartansdóttir Kristinn J. Magnússon
Helgi Birgisson Margrét Agnarsdóttir
og barnabörn.
Elskulega eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Ágústa Guðmundsdóttir
Brekkustíg 35, Njarðvík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
föstudaginn 26. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
mánudaginn 5. september klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Hjartavernd.
Sigurjón Torfason
Anna María Sigurjónsdóttir Gunnar Jóhannesson
Ester Sigurjónsdóttir Stefán Magnús Jónsson
Harpa G. Sigurjónsdóttir Húnbogi Þór Árnason
Ásdís Björk, Lilja María, Jóhannes Birkir, Magnea Guðný,
Guðrún Ágústa, Eva Sólan, Halldóra Margrét,
Hafdís Rán og Jóhanna Hrund
Ástkær eiginmaður minn og
besti vinur, faðir og stjúpfaðir,
Sigurgeir Kjartansson
læknir,
andaðist á heimili sínu 25. ágúst.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 2. september kl. 10.00.
Jóhanna G. Halldórsdóttir
Aðalsteinn Sigurgeirsson og fjölskylda
Elín Sigurgeirsdóttir og fjölskylda
Kristín Garðarsdóttir og fjölskylda
Bryndís Garðarsdóttir og fjölskylda
Áslaug Garðarsdóttir og fjölskylda
Elskulegur eiginmaður, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Karl Sævar Benediktsson
sem lést þann 19. júlí sl. verður
jarðsunginn frá Laugarneskirkju
fimmtudaginn 1. september kl. 13.
Helga Steinunn Hróbjartsdóttir
Hróbjartur Darri Karlsson Þórhildur Sveinsdóttir
Bjarni Karlsson Jóna Hrönn Bolladóttir
Árni Heiðar Karlsson
Aldís Ívarsdóttir
og aðrir ástvinir.
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Margrét Kristín
Sigurðardóttir
viðskiptafræðingur,
sem lést á Landspítalanum þann
21. ágúst, verður jarðsungin frá Áskirkju
mánudaginn 5. september klukkan 11.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.
Kristín Vala Ragnarsdóttir
Halldór Páll Ragnarsson Jóhanna Hulda Jónsdóttir
Sigurður R. Ragnarsson Þórdís Kjartansdóttir
Margrét Dóra Ragnarsdóttir Hjálmar Gíslason
og barnabörn.
Yndisleg eiginkona mín,
móðir okkar, tengdamóðir og amma,
Helga Sigurðardóttir
Ásholti 7, Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum,
sunnudaginn 28. ágúst.
Útför verður tilkynnt síðar.
Ágúst Óskarsson
Óskar Örn Ágústsson Ásta Jenný Sigurðardóttir
Silja Rán Ágústsdóttir Rosi Rolf Rosi
Heiðar Reyr Ágústsson
og barnabörn.
Ingibjörg Stefánsdóttir jóga-
kennari og listakona er fimmtug
í dag. Margir Íslendingar þekkja
hana eflaust best sem söng- og
leikkonu sem meðal annars söng
fyrir Íslands hönd í Eurovision.
arnartomas@frettabladid.is
„Það er bara þakklæti sem er efst í huga,“
segir Ingibjörg Stefánsdóttir, jógakennari
og listakona, sem fagnar fimmtugs afmæli
í dag. „Ég er bara þakklát fyrir að fá að lifa
þann dag að fá að vera fimmtug.“
Ingibjörg er ekki mikið afmælisbarn
en stefnir þó á að gera eitthvað skemmti-
legt í tilefni tímamótanna.
„Ég hugsa að ég sjái eftir því ef ég geri
ekki neitt. Ég ætla þess vegna að hitta
góðar vinkonur, fara út að borða með
fjölskyldunni og halda svo gott partí
seinna.“
Kyrrðin dregur að
Ingibjörg stofnaði jógastöðina Yoga
Shala árið 2005 og hefur starfað þar
síðan sem kennari og framkvæmda-
stjóri. Hún segir jógað eiga sinn þátt í að
liðka ferli hækkandi aldurs.
„Það var nú einn vinur minn sem grín-
aðist með það að þegar maður stendur
mikið á haus þá vinnur þyngdaraflið
með manni,“ segir Ingibjörg hlæjandi.
„Þetta snýst kannski ekki beint um
útlitið en heldur okkur ungum líkam-
lega og andlega.“
Jógamenning á Íslandi hefur sprungið
út á síðustu áratugum og þurfti Yoga
Shala til að mynda að færa sig úr 200 fer-
metra húsnæði í 600 fermetra. Ingibjörg
segir aðsóknina mjög mikla.
„Þegar maður hefur rekið fyrirtæki í
svona langan tíma sér maður breyting-
una á því hvað fólk þarf. Þegar ég var að
byrja var töluvert meira um kraftmeiri
jógatíma en núna finnst mér fólk leita
meira í kyrrð og ró.“
Það er þó allur gangur á því hvað fólk
vill fá út úr jóganu og úr fjölbreyttum
möguleikum að velja. Ingibjörg segir
einnig ánægjulegt að sjá hversu mikið
hlutur karla í jóga hefur aukist.
„Nú þykir ekkert skrítið að mæta í
jóga sem karlmaður heldur bara eðli-
legur hluti af lífinu hjá rosalega mörgum
til að halda heilsu og hlúa að sér.“
Neistinn lifir enn
Margir Íslendingar þekkja Ingibjörgu
eflaust best sem söng- og leikkonu, en á
tíunda áratugnum söng hún meðal ann-
ars fyrir sveitirnar Pís of keik og Sirkus
Babalú auk þess sem hún keppti fyrir
hönd Íslands í Eurovision 1993 með lag-
inu Þá veistu svarið. Henni tekst enn að
vera með annan fótinn í listgreinunum,
enda heldur jógað henni líklega liðugri.
„Ég lék í síðustu seríu af Ófærð sem
var alveg ótrúlega skemmtilegt. Ég fann
það sterkt að þessi neisti er enn þá í mér,“
segir hún. „Svo er ég í kórnum Kliður
sem samanstendur af tónlistarfólki sem
syngur verk eftir kórmeðlimi. Ég er alveg
að syngja fullt.“
Eigum við þá mögulega von á Eurovisi-
on-endurkomu í framtíðinni?
„Ekki nema ég semji fyrir einhverja
aðra. Hver veit?“ segir hún og hlær. Og
þá vitum við svarið. n
Er þakklæti efst í huga
Ingibjörg hefur rekið Yoga Shala frá árinu 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Merkisatburðir
1944 Íþróttabandalag Reykjavíkur er stofnað.
1945 Tónlistarmaðurinn Van Morrison fæðist.
1987 Michael Jackson sendir frá sér plötuna Bad.
2006 Málverkið Ópið finnst í Osló. Því var rænt tveimur
árum fyrr.
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 31. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR