Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.08.2022, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 31.08.2022, Qupperneq 32
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Láru G. Sigurðardóttur n Bakþankar „Hvað er maðurinn að bardúsa þarna einn inni í skógi?“ hugsaði ég með mér þar sem ég var að taka á rás inn í Heiðmörk. Gleraugna- laus með pírð augu sá ég hvar maðurinn kastaði hnífum í tré. Allir hittu í mark. Ónot mögnuðust innanbrjósts því þarna vorum bara við – ég og hnífamaðurinn hittni. Fuglana setti meira að segja hljóða. Áður en ég vissi af var ég orðin móð og másandi og gat með engu móti einbeitt mér að lestri dr. Sapolsky sem ég hef í eyrunum þessa dagana. Um miðja leið í náttúruparadísinni var ég farin að kveðja börnin mín og sannfæra mig um að það væri allt í lagi ef þetta væri búið. Ég hefði lifað góðu lífi. Þegar ég kom svo niður var fleira fólk mætt á svæðið og hnífamaðurinn á bak og burt. Líkt og annað ímyndunarríkt fólk get ég verið fulldramatísk. Eftir á að hyggja hef ég líklega lesið um of mörg glæpamál í gegnum tíðina og augljóslega enn að burðast með leifar af „me-too“ bagga. En eftir- köst dramasenunnar fengu mig til að endurskoða lífið á methraða. Lífi mínu hafa fylgt erfiðleikar líkt og hjá flestum okkar, enda erfitt að komast hjá þeim nema þegar maður er kominn undir græna torfu. Þegar upp er staðið er ég að vissu leyti þakklát þrautum mínum, því í þeim finnur maður sinn innri styrk. Í dag er mótlæti ósjaldan álitið óheppileg lífs- reynsla. Vissulega má laga það sem betur má fara en framtíð án áfalla er tálsýn ein. Innihaldsríkt líf líkist ekki glansmyndum á Instagram, enda yrði það fljótt leiðigjarnt. Því líkt og við kunnum best að meta sólarupprás eftir langan dimman vetur, þá erum við líklega aldrei meira lifandi en þegar við erum minnt á að lífið er ekki sjálfgefið, hvort sem er í raunveruleikanum eða hugarskoti ímyndunar. n Lífið Fáðu tilboð í tryggingarnar á tm.is Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN Microsoft Dynamics 365 Business Central er alhliða viðskipta- og bókhaldskerfi í skýinu. Með fjölmörgum viðbótarlausnum útbúum við sérsniðið kerfi sem uppfyllir allar þínar kröfur. Kynntu þér bókhaldslausnir Wise á wise.is og reiknaðu dæmið. *Verð miðast við 12 mánaða áskrift og er án vsk. Haltu jafnvægi í rekstri Business Central í áskrift frá 9.900 kr.* á mánuði

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.