Mosfellingur - 13.01.2022, Blaðsíða 2
Þekking í rekstri
og stjórnun
Hjá Mosfellsbæ starfa um 900 manns sem er
dýrmætur auður.
Ég legg mikla áherslu á að öll mannauðsmál
bæjarins séu í góðum farvegi.
Kjósum
Ásgeir Sveinsson í
1. sæti
Í þá gömlu góðu...
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is)
MOSFELLINGUR
www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is
Næsti Mosfellingur kemur út 3. febrúar
Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is
Ritstjórn:
Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is
Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is
Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is
Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding.
Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.
Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265
Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is
og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar
skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.
Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.
Elva Björg sem sér um félagsstarf
eldri borgara í Mosfellsbæ er
Mosfellingur ársins 2021. Bæjarblaðið
uppljóstrar nú vali sínu í 17. sinn.
Elva Björg er hvunn-
dagshetja sem allir
eldri borgarar elska
greinilega. Safnað
var undirskriftum og
skiluðu sér rúmlega
150 undirskriftir,
handskrifaðar
með kennitölu.
Það er ekki hægt
að ganga fram
hjá svoleiðis
krúttlegheitum.
Til hamingju Elva Björg með
nafnbótina og haltu áfram að
hugsa vel um gamla fólkið okkar.
Miðað við dagskrána sem jafnan er
auglýst í blaðinu þá hlökkum við öll
til að eldast og taka þátt í fjörinu.
Í Mosfellingi í dag er einnig fjallað
um frábært íþróttafólk sem er að
uppskera eftir árið. Bæði Afturelding
og Mosfellsbær afhentu fjöldan allan
af viðurkenningum á dögunum og
er svo sannarlega við hæfi að klappa
öllu þessu öfluga fólki á bakið.
Nú þreyjum við þorrann og bíðum
eftir næstu sóttkví. Áfram gakk!
Hvunndagshetja
Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings
www.isfugl.is
- Fréttir úr bæjarlífinu62
Þann 16. september árið 1985 var
afhjúpaður minnisvarði við Varmár-
skóla. Sveitungar og vinir Kristínar
Magnúsdóttur og Lárusar Halldórs-
sonar, skólastjóra í Mosfellssveit
árin 1922-1966, heiðruðu minningu
þeirra með þessu framtaki.
Í grein, sem Lárus ritar í skólablaðið
Ask segir m.a.: Elstu gögn, sem
ég hef í höndum um skólahald í
Mosfellshreppi, er bók ein, sem
heitir Prófbók fyrir farskólann í
Mosfellsfræðsluhéraði.
Hún hefst á skýrslu um árspróf
vorið 1911. Þar eru skráð nöfn og
einkunnir 33 barna og eru 3 þeirra
yngri en 10 ára, en skólaskylda var
þá miðuð við þann aldur. Yngsta
prófaða barnið var 8 ára drengur,
Halldór Guðjónsson að nafni. Tók
hann próf í öllum námsgreinum
nema landafræði og hlaut 7 í aðal-
einkunn. Þá var 8 hæsta einkunn
sem gefin var. Þessi drengur varð
seinna heimsfrægur undir nafninu
Halldór Kiljan Laxness.
Á myndinni hér að ofan, sem
er tekin 16. september 1985 í
Varmárskóla, eru frá vinstri: Árni
Magnússon frá Mosfelli, Halldór
Kiljan Laxness frá Laxnesi og Ólafur
Magnússon frá Mosfelli. Halldór
heldur á Prófbókinni góðu sem
fylgdi farkennslunni. Vel fór á
með þessum góðvinum, sem slitu
barnsskónum í Mosfellsdalnum í
byrjun síðustu aldar.
Heimild: Skólablaðið Askur 1965
Skólastjórahjónin Lárus Halldórsson og Kristín Magnúsdóttir.
Myndin er úr skólablaðinu Aski frá árinu 1965.
MINNISVARÐI VIÐ VARMÁRSKÓLA
Héðan og þaðan