Mosfellingur - 13.01.2022, Blaðsíða 22
- Bókasafnsfréttir22
Einkasýning Ragnheiðar Sig-
urðardóttur Bjarnarson, Ljós-
brot, er fyrsta sýning ársins hjá
Listasal Mosfellsbæjar. Sýning-
in hófst föstudaginn 7. janúar
og lýkur 4. febrúar.
Ragnheiður Sigurðardóttir
Bjarnarson (f. 1986) er alin upp
í Mosfellsbæ. Hún útskrifaðist
frá Listaháskóla Íslands sem
danshöfundur árið 2009, með
meistarapróf í gjörningalist í
almenningsrými frá Gautaborg-
arháskóla árið 2014 og með kennsluréttindi
frá Listaháskóla Íslands árið 2017.
Hluti af stærra rannsóknarverkefni
Ragnheiður hefur haldið fjölda sýninga,
bæði hér á landi og erlendis. Hún fæst að-
allega við myndverk en einnig gjörninga og
dansverk. Ragnheiður er í samstarfi með
fjölþjóðlega hópnum Onirism Collective
og dúettnum RebelRebel.
Árið 2018 stofnaði hún galleríið Mid-
punkt í Hamraborg ásamt Snæbirni Brynj-
arssyni. Út frá því samstarfi varð árið 2021
til Hamraborg Festival. Galleríið er í pásu
eins og er en stefnt er að því að
halda aðra Hamraborg Festival
á þessu ári.
Sýningin Ljósbrot er hluti
af stærra rannsóknarverkefni
Ragnheiðar á hugtakinu „hægt“.
Rannsóknin á uppruna sinn í
göllum samfélagsins og leitar
að því að skapa ró, yfirvegun,
núvitund, hægar hreyfingar og
hugsanir.
Á sýningunni koma saman
verk af ýmsum toga (vidjó,
skúlptúrar, lágmyndir, málverk) sem leyfa
upplifun áhorfenda að bylgjast um rýmið.
Hvert og eitt verk varpar sínu litrófi, sínum
tilfinningum. Heildin myndar fallegan fjall-
garð en þó má sjá sérstæðu hvers og eins
verks skína í gegn.
Listasalurinn staðsettu í Þverholti 2
Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur
inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2.
Opið er kl. 9-18 á virkum dögum og kl. 12-
16 á laugardögum. Athugið að engin form-
leg opnun verður haldin vegna Covid-19.
Grímuskylda. Ókeypis inn og öll velkomin.
Listasalur Mosfellsbæjar
Ljósbrot í Listasalnum
Bókanir : helgadogg@helgadogg.is
FERMINGARMYNDATAKA
helgadogg.is
Myndatakan getur far ið f ram út i eða í s túdíó i .
Með f jö lskyldunni , ömmu og afa , ja fnvel áhugamál inu og gæ l udýr inu.